Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1988, Side 44

Læknablaðið - 15.12.1988, Side 44
418 LÆKNABLAÐIÐ þegar upplýsingar eru veittar, þannig að öruggt sé að sjúklingur hafi tök á að skilja þær. Falk taldi tímaskort ranga afsökun fyrir því að sjúklingi væru ekki veittar upplýsingar. Góðar upplýsingar spara heilbrigðisstarfsfólki yfirleitt mikinn tíma. Taskinen minnti á þróun síðustu ára og kvað upplýsingar til sjúklinga hafa aukist mikið á þeim tima. Aðalmálið er að gefa eins góðar upplýsingar og hægt er. Stundum lofa læknar of miklu um mögulegan bata. Til dæmis er rétt að hafa í huga að allir uppskurðir hafa mögulegar hættur í för með sér. En, spurði Taskinen að lokum, er ekki hugsanlegt að sjúklingur hafi líka rétt til að vita ekki um eigið sjúkdómsástand? Að loknum umræðum fjallaði lagaprófessor Örnulf Rasmussen um Iögformlega skyldu til upplýsinga, samkvæmt norskum lögum. Sjúklingar vita oft á tíðum ekki um lagalegan rétt sinn, hvorki til að veita upplýsingar, neita að veita upplýsingar eða krefjast vitneskju um hvernig veittar upplýsingar eru nýttar. Rasmussen varpaði fram ýmsum spurningum er varða rétt sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins. Hvað veit sjúklingur um lagalegan rétt til að neita ákveðinni læknismeðferð? Hvaða upplýsingar verður sjúklingur, sem samþykkir ákveðna meðferð, að hafa fengið til þess að samþykkið hafi lagalegt gildi? Hvað ber lækni að upplýsa sjúkling um af sjálfsdáðum? Hvaða rétt hefur heilbrigðiskerfið til að nýta sér upplýsingar um sjúklinga? Samkvæmt norskum lögum verður sjúklingur að gefa formlegt leyfi til læknismeðferðar. Einungis tvær undantekningar eru þar á. Annars vegar neyðarréttur til meðferðar, t.d. við slys eða komi í ljós við ákveðna aðgerð svo sem uppskurð, að sjúkdómur er annars eðlis en talið var og grípa verður til tafarlausra aðgerða. Hin undantekningin gildir þegar almannaheill krefst meðferðar. Rasmussen ræddi nokkuð það sem hann nefndi lœknisfrœðilegt feðraveldi. Það felst I því að læknar leita ekki eftir samþykki sjúklings, vegna þess að þeir vita hvað sjúklingi er fyrir bestu. Sjúklingur getur krafist ákveðinnar meðferðar en ekki á hvern hátt hún er framkvæmd. Læknir er hins vegar í góðri aðstöðu að ná fram samþykki við því sem hann vill. Á móti getur sjúklingur neitað öllu nema þeirri sérstöku aðferð sem hann samþykkir, en til þess verður hann að þekkja möguleikana vel. Sjúklingur hefur lagalegan rétt að draga til baka samþykki við ákveðinni meðferð. Lögum samkvæmt er læknismeðferð, sem sjúklingur hefur ekki samþykkt, gróf árás á rétt sjúklings. Lögin gera ráð fyrir, að ekki sé hægt að vita allar hliðarverkanir læknismeðferðar fyrirfram. Aðalatriðið er þó, að krefjist sjúklingur upplýsinga hefur hann rétt til að fá þær. Fjölmiðlar Fimmtudagurinn 21. apríl hófst með fyrirlestri dr. Peter Paul Heinemann, yfirlæknis í Svíþjóð. Heinemann annast þátt um heilbrigðismál í sænska útvarpinu og fjallaði m.a. um hlut fjölmiðla I auknum kröfum um upplýsingaskyldu. Hann gat um ýmsar fyrirspurnir og erindi sem honum berast og sérstaklega nefndi hann erlenda verkamenn I Svíþjóð sem ræða um sjúkdóma sína á allt annan hátt en Svíar eiga að venjast. Síaukin tæknivæðing á öllum sviðum felur í sér tilhneigingu til þess að líta á sjúklinga sem tölfræðilegar stærðir en ekki fólk af holdi og blóði. Tæknivæðingin hefur einnig orðið til þess að þeir einir sjúkdómar þykja áhugaverðir sem hægt er að »leysa« tæknilega. Heinemann sagði pósitívíska lífssýn hafa verið ráðandi í læknavísindum Vesturlanda sem og reyndar í öðrum vísindagreinum. Slíkt felur í sér að skilningur á öllum smáatriðum hverju fyrir sig er talinn gefa skilning á heildinni. En, sagði Heinemann, heildin er allt annað en þau einstöku atriði sem hún er samsett af. Þetta gildir einnig innan læknisfræðinnar. Líta verður á ferlið í heild til að skilja hvert tilfelli, annars lenda menn hæglega í því, eins og oft vill verða hjá sérfræðingum, að heimta viðkomandi sjúkdómstilfelli á sitt sérsvið og þar muni fást allra meina bót. Ragnheiður Haraldsdóttir hjúkrunarfræðslustjóri á Landspítalanum var síðust frummælanda. Fyrirlestur hennar fjallaði um það, hvort sjúklingar álíti sig fá nægar upplýsingar. Ragnheiður kvað yfirgnæfandi meirihluta Norðurlandabúa vera ánægða með þá heilbrigðisþjónustu sem býðst, en samt aukast kvartanir. Innan heilbrigðiskerfisins virðist áhugi fyrir því að setja ákveðnar reglur um upplýsingar til sjúklinga, til að tryggja réttarstöðu þeirra.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.