Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 229 um það hér að framan að ólíkum manngerðum hæfa sín hvor gerð af lífsstíl. Þegar við síðan rekjum þessa tengslakeðju áfram, er það næsta auðsætt að hverjum lífsstfl tilheyra grundvallarlega ólíkar tegundir umhverfis. Til að átta sig á hvað í þessu felst er gott að skoða ýkt dæmi; Manhattan skýjakljúfahverfið í New York. Ymsir fræðimenn eru mjög gagnrýnir vegna hinnar miklu þéttingar og hinna fáu opinna svæða þar. Styðja þeir mál sitt gjaman með stöðlum og benda á að ýmsum famist þar illa andlega. Hér kemur skorturinn á skilningi á mismuni ntanngerða skýrt í ljós; A-manngerðin blómstrar í þessu umhverfi en B-manngerðin þolir þar illa við, nema þá í stuttan tíma í einu, því New York spennir; er spennandi - og því mjög hvetjandi umhverfi fyrir skemmtanir og listræna sköpun þeirra sem vilja hraðan lífsstíl. Svona þétta kjama (að vísu í samsvarandi minni mælikvarða) vantar í íslenskan bæ og borg, enda er það beinlínis útilokað með gildandi reglugerðum. íslenskt þjóðfélag hefur smitast mjög af þeirri skandinavísku tilhneigingu að reyna að þrýsta öllum og öllu inn í sama mótið. Einna frægasta dæmið um þetta er norsk-finnska skipulagið af Fossvogshverfinu, þar sem arkitektar voru neyddir til að fylgja þröngri fyrirsögn, þótt húsin ættu að byggjast spýtu fyrir spýtu, meðan kollegar þeirra víða erlendis áttu þann vanda mestan hvemig hægt væri að losna undan þeim skorðum einhæfni, sem stöðlun byggingaeininga setti þeim. Ég er þeirrar skoðunar að líðan fólks sé svo háð nákvæmri hönnun hýbýla þess, er tekur til þarfa og smekks, að þau þurfi að vera sem næst »klæðskerasniðin« fyrir hverja fjölskyldu. Staðlaðar lausnir þarf að líta á sem frumstætt þróunartímabil í þjóðfélaginu, sem beri að yfirvinna. Fáa hef ég vitað betur lýsa hvemig vel hönnuð hýbýli eða umhverfi getur stutt íbúa þess - en frönsku leikkonuna Jeanne Moreau. Hún lýsir húsi sínu m.a. með þeim orðum, að það sé »staður þar sem sjálfsvissa mín nær að blómstra«. (»...a place where my confidence can bloom«) (4). Hvers vegna líta þarf á mannlíf í þéttbýli og strjálbýli í samhengi Eitt af því sem er næsta sjaldgæft í íslenskri byggðaumræðu nú til dags, er umræða um þá einkennandi og ólíku kosti þess að búa í þéttbýli og strjálbýli. Einhvem veginn virðist búið að koma því inn hjá þorra fólks að sá lífsstíll, sem felst í því að búa í strjálbýli, sé ómerkilegur. Ritstjóra Víkurblaðsins á Húsavík heyrði ég kvarta yfir því nýlega í sjónvarpi, að höfuðborgarbúar væru sífellt spyrjandi; Hvers vegna eruð þið að búa í þessum litlu bæjum og þorpum? Þetta jafngildir því í raun, að lýsa því yfir við viðeigandi, að honum finnist lífsstíll sá sem hann hefur valið sér ómerkilegur. I þessu birtist ósanngimi, og þó fyrst og fremst sú flatneskjuhugsun, að það sem henti þessari þjóð sé aðeins ein tegund lífsmynsturs, líf í stórborg. Ég held að fátt sé hættulegra íslensku byggðajafnvægi en þessi hugsunarháttur - og ljóst er, að með mögnuðum og látlausum áróðri af þessu tagi, er hægt að gera fólk óánægt með hvað sem er. Hér held ég að sé nauðsyn að staldra við, því mannvist í þéttbýli er ekki hægt að skoða sem einangrað fyrirbæri því mannlíf í þéttbýli tekur mið af mannlífi í strjálbýli, og hvort fyllir upp í vankanta hins. Eða væri ekki mannlífið í landinu ansi einhæft ef allir söfnuðust saman héma á suðvestur-hominu? A tímum Guðmundar Hannessonar voru lika gildandi einsýnir fordómar - en þá undir öfugum formerkjum; þá var það mannlíf og fólk í þéttbýli sem var dæmt ómerkilegt af landsbyggðarfólkinu. - Guðmundur snerist þessu fólki til vamar í riti sínu: »Margt af þessu fólki hefur orðið að framtakssömum borgurum í landinu« - »þeir (bæimir) hafa tekið við þeim sem ekki undu í sveitum...« (bls. 4). Til þess að tekið sé af myndarskap á málefnum þéttbýlis og strjálbýlis þurfa löggjafinn og íbúar landsins alls, að viðurkenna mikilvægi landsbyggðar og borgar. Það var eitt af því sem Guðmundur afrekaði með bók sinni að útskýra að bæjarmyndunin var nauðsynleg og jákvæð. - A líkan hátt virðist það blasa við sem mikilvægt verkefni að efla skilning borgarbúa á gildum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.