Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1989, Page 18

Læknablaðið - 15.09.1989, Page 18
240 LÆKNABLAÐIÐ að Tónlistarhúsgestir munu geta fengið sér hamborgara á Aski við Suðurlandsbraut. Skipulagsmenn Reykjavíkur nútímans virðast ekki þekkja hugtakið borgartorg. Og þar sem þeir koma auga á autt svæði halda þeir að það sé bílastæði - sbr. Oðinstorg, Vitatorg og Aðalstrætistorg (sem er réttnefnt í dag; Hallærisplan). Og svo er malbikað og allt löðrar í olíu. Ennþá, í nýju skipulagsfrumvarpi, er löggjafinn ekki tilbúinn til að móta stefnu í átt til mannlegra og listrænna skipulags; þar' er hvergi vikið einu orði að þessu. Miðað við það að skipulagslög eru endurskoðuð á 10-15 ára fresti, megum við því enn bíða lengi eftir frumkvæði úr þeirri átt. Það var óheillaskref þegar fulltrúi heilbrigðisfræði vék úr Skipulagsnefnd ríkisins samkvæmt lagaboði, 1938 - og Vita- og hafnarmálastjóri kom í hans stað. Núverandi frumvarp gerir ráð fyrir breytingum á núverandi embættismannaskipan Skipulagsstjómar; Samtök íslenskra sveitarfélaga skal tilnefna þrjá og félagsmálaráðherra (ráðherra skipulagsmála) tvo. Hætt er við að hér komi núna atvinnustjómmálamenn til starfa og að fagleg sjónarmið eins og skipulagsfræði, heilsufræði og listfræði sitji enn um sinn á hakanum. Það er til siðs að benda á ljósan punkt í lok gagnrýnna ritgerða. Hann sé ég helstan í vaknandi áhuga almennings og fagfélaga á umhverfismótun - eins og til dæmis þessi ritgerðasamkeppni ber vott um. Því, ef almennur vilji er fyrir hendi þá er hægt að breyta steinrunnum lögum - jafnvel byggingareglugerðinni og skipulagslögunum íslensku. HEIMILDIR 1. Um skipulag bæja eftir Guðmund Hannesson prófessor. Reykjavík: Fylgirit með Arbók Háskóla Islands 1916. 2. Úr bæ í borg, endurminningar Knud Zimsens. Lúðvík Kristjánsson færði í letur. Reykjavík: Helgafell, 1952. 3. Friedman M, Ulmer D. Treating Type A Behavior and Your Heart. New York: Alfred A. Knopf, 1984. 4. Rense P (ed.). Celebrity Homes II. Los Angeles: The Knapp Press 1981. 5. Chermayeff S, Alexander C. Community and Privacy -Toward a New Architecture of Humanism. Harmondsworth: Penguin Books Ltd, 1966. 6. Byggingarreglugerð 1979 - ásamt skipulagslögum, byggingarlögum og skipulagsreglugerð 1985. Reykjavík: Skipulag ríkisins, 1985. 7. Feyerabend P. Science in a Free Society. London: Verso Editions, 1983. 8. Grabow S. Christopher Alexander - The Search for a New Paradigm in Architecture. Stocksfield: Oriel Press, 1983. 9. Flurscheim C. Engineering Design Interfaces - a Management Philosophy. London: Design Council Publications, 1977. 10. Weber RP. On the Structure and the Order of Perceived Architectural Space - Towards a Psychologically Based Aestheties of Architecture. Stuttgart: Institut fúr Grundlagen der Planung i. A., 1982. 11. Starfsfólk Cowel Hospital. Picture of Health. Berkeley: University of Califomia, 1982. 12. Rifkin J. Entropy - A New World View. New York: Bantam Books, 1981. 13. Prigogine I, Stengers I. Order Out of Caos - Man’s New Dialogue with Nature. New York: Bantam Books, 1984. 14. Alexander, C et al. The Origon Experiment. New York: Oxford University Press, 1975.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.