Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1989, Page 36

Læknablaðið - 15.09.1989, Page 36
252 LÆKNABLAÐIÐ Koltvísýringur í andrúmsloíti, 1959-84 {skv. mælingum á Mauna Loa. Hawaii) Hækkun sjávarborðsins á jörðinni við þrennar aöstæður, frá minnsta til mesta hita sem spáö er. fellur sem súrt regn, jafnvel hundruð kflómetra frá upphafsstað. Súra regnið fellur í vötn, eða gróður og sitrar um jarðveg. Skemmdir á lífríki vegna súrs regns eru víða geysilega miklar og sem dæmi má nefna að talið er, að yfir 90% greniskóga í Suður-Þýskalandi beri merki þess, í tugum þúsunda vatna í Skandinavíu er fiskur ýmist útdauður eða í hættu, og japanskir vísindamenn telja, að loftmengun og súrt regn geti minnkað hveiti og hrísgrjónauppskeru um þriðjung. HUGSUM í HRING Þessi dökka mynd af umhverfisvandamálum heimsins er ekki dregin hér án tilefnis, heldur vegna þess að menn tengja gjaman saman tækni, iðnað, auðlindaþurrð, mengun og - borgir nútímans með öllum þeim vandamálum sem þeim fylgja, bæði félagslegum og menningarlegum. Reyndar eru ekki allir sammála um, að um vandamál sé að ræða, loka augunum fyrir þeim eða lifa enn í þeim »landnemahugsunarhætti«, að náttúran sé e.k. óvinur manna sem þeir verði að brjóta undir sitt vald eigi þjóðfélagið að fá að þróast. Aðrir sjá vandamálin, en trúa ekki öðm en hægt sé að leysa þau á tæknilegan hátt og hvað varðar auðlindaþurrð þá benda þeir á manngerð lögmál hagfræðinnar um framboð og eftirspum. Þegar efni einnar auðlindar minnkar hækkar verð þess. Það er hvati að því, að reynt er að finna annað efni sem hægt er að nota í staðinn og þá oft Hækkun hitastigs ^C5) miðað við tvöicidun koitvísýrings í andrúmsiofii ^ jo*w r »oi i*o* Hitastigið hækkar ekki jafnt á jörðinni þegar gróöurhúsáhrifanna gætir, heldur nánast ekkert við miðbaug en hækkandi eftir því sem nær dregur pólunum. Eins og sjá má er ísland í dekksta beltinu þar sem hitahækkunin verður mest. Abrahamson D, 1988. Fólk og fiskar á íslandi hafa 40 ára aölögunartíma aö 4 stiga hitnun. Viötal í Morgunblaöinu 22. febr.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.