Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 6
484 LÆKNABLAÐIÐ eru um nef (4). Engar kannanir hafa farið fram hér á landi á orsökum sjúkdómsins en samkvæmt erlendum rannsóknum (5-7) eru Streptococcus pneumoniae og Hemophilus influenzae helstu sýkingavaldar. í kjölfar þeirra fylgja loftfælnar bakteríur frá munni, S. pyogenes, Staphylococcus aureus og Branhamella catarrhalis. Gram-neikvæðar stafbakteríur valda yfirleitt innan við 5% skútabólgu í fullorðnum (2), en finnast á hinn bóginn hjá allt að 75% þeirra sem fá skútabólgu vegna dvalar á sjúkrahúsi (4). Við venjulega umönnun þeirra sem skútabólgu fá er sjaldnast gripið til inngripsaðgerða, svo sem ástungu á kjálkaholu, til sjúkdómsgreiningar. Því hefur verið leitast við að nota niðurstöður annarra rannsóknaaðferða, fyrst og fremst nefræktana, til forspár um sjúkdómsvalda skútabólgu, en samræmi þeirra við ræktanir ástungusýna frá skúta hafa verið innan við 65% (8,9). Tilgangur þessarar athugunar var tvfþættur, annars vegar að kanna orsakir bráðrar skútabólgu hérlendis og hins vegar að meta forspárgildi ræktana úr nefi til greiningar sjúkdómsins. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Efniviður var sóttur til tveggja rannsókna. I báðum tilfellum var um að ræða tvíblindar fjölþjóðlegar samanburðarrannsóknir á virkni tveggja sýklalyfja við meðferð bráðrar skútabólgu fullorðinna. Sjúklingamir sem þátt tóku í rannsóknunum voru fullorðnir einstaklingar sem leituðu eða var vísað til lækna háls-, nef- og eyrnadeildar Borgarspítalans. Byggðist sjúkdómsgreining á klínískum einkennum, graftarkenndri útferð úr nefholi (frá meatus medius) og greftri í kjálkaholu við ástungu (öflun sýnis með skolun kjálkaholu var ekki leyfð). Var greining staðfest í öllum tilfellum með röntgenmyndatöku. Enginn sjúklinganna hafði alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm, var ónæmisbældur eða hafði tekið sýklalyf síðustu þrjá dagana fyrir þátttöku í rannsókninni. Sjúkdómseinkennin urðu að hafa varað skemur en þrjár vikur. Sýni var tekið til sýklaræktunar með ástungu á kjálkaholu (undir concha inferior) frá öllum sjúklingunum. Fyrir ástungu var nefhol deyft staðbundið með 4% kókaínlausn, en var ekki sótthreinsað. Gröftur frá kjálkaholu var soginn í plastsprautu, lofti þrýst út og sprautunni lokað með gúmmítappa á nál og sýni fiutt þannig á sýkladeild innan fárra mínútna frá töku. Rannsókn 1: Megintilgangur var samanburður á virkni tveggja cefalósporína, cefixíms (af þriðju kynslóð) og cefaclórs (af annarri kynslóð) gegn skútabólgu. Var rannsóknin gerð í samvinnu við lyfjafyrirtækið Astra Lákemedel AB, Södertalje, Svíþjóð. Til rannsóknarinnar völdust 70 manns (28 karlar og 42 konur) á aldrinum 15 til 74 ára (meðalaldur 39 ár) með kjálkaholubólgu, sem leituðu til háls-, nef- og eymadeildar Borgarspítalans á tímabilinu febrúar til desember 1987. Rannsókn II: I seinni rannsókninni var borin saman virkni doxýcýklíns og lóracarbefs, sem er /3-lactamlyf af carbacefem flokki. Sú rannsókn var gerð í samvinnu við lyfjafyrirtækið Eli Lilly & Co, Kastrup, Danmörku. Var þar um að ræða 101 einstakling (42 karlar og 59 konur) á aldrinum 16 til 76 ára (meðalaldur 36 ár), sem leituðu eða var vísað til deildarinnar vegna skútabólgu á tímabilinu september 1988 til desember 1989. Stinga þurfti á báðum kjálkaholum 18 sjúklinga. Fyrir ástungu var einnig tekið nefstrok undan concha media á rayon strokpinna (Culturette®, Marion Scientific, Kansas City, Missouri) hjá 74 einstaklingum í hópnum. Sýnunum var sáð innan tveggja klukkustunda frá töku. Kjálkaholusýnunum var sáð á 5% hestablóðagar, súkkulaðiagar, MacConkey agar, saltagar og í thioglycollate hálffljótandi broð. Sýnin voru höfð í hitaskáp við 35.5°C í 5% koldíoxíði í að minnsta kosti 18-24 klst. Jafnframt var sýnunum sáð á hestablóðagar sem var hafður í hitaskáp í lofttæmi (anaerobic jar) í að minnsta kosti 48 klst. Kjálkaholusýnin voru öll sett á gler og síðan Grams lituð og skoðuð í smásjá með tilliti til baktería og hvítra blóðkoma. Nefstrokunum var sáð á hestablóðagar (tvær skálar) og súkkulaðiagar. Önnur blóðagarskálin var höfð í hitaskáp við lofttæmd skilyrði, en hinar skálamar í 5% koldíoxíði. Sýklar voru greindir með venjulegum aðferðum á sýklarannsóknadeild Borgarspítalans.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.