Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1990, Síða 7

Læknablaðið - 15.12.1990, Síða 7
LÆKNABLAÐIÐ 485 Skífunæmispróf með aðferð Kirby og Bauers (10) voru gerð á þeim bakteríum, sem taldar voru sjúkdómsvaldandi. Jafnframt var framleiðsla /3-lactamasa könnuð hjá öllum H. influenzae og B. catarrhalis stofnum með skálaprófi (»cross-streak« assay). H. influenzae stofnar voru ekki greindir eftir hjúpgerðum (serotypes). Ekki var reynt að rækta Mycoplasma eða veirur frá sýnunum. Ræktanir voru taldar jákvæðar, ef einhver sjúkdómsvaldandi sýkill óx, óháð magni. »Jákvætt« nefstrok var skilgreint sem sýni er úr óx sami sjúkdómsvaldandi sýkill og frá ástungu á kjálkaholu. Örlítill vöxtur af S. aureus (<10 þyrpingar (colonies), [+]) í nefi var þó talinn neikvæður. Reiknað var næmi (sensitivity), sértæki (specificity), og jákvætt og neikvætt forspárgildi fyrir tengsl þessara sýna samkvæmt eftirfarandi aðferð (11): Kjálkaholusýni Nefsýni jákvætt neikvætt Alls jákvætt.................. a b a + b neikvætt................. c d c + d Alls a + cb + d a + b + c + d þar sem næmi (sensitivity) er skilgreint sem a/(a + c), sértæki (specificity) d/(b + d), jákvætt forspárgildi a/(a + b) og neikvætt forspárgildi d/(c + d). Sjúklingunum var gerð grein fyrir tilgangi og eðli rannsóknarinnar. Rannsóknin var samþykkt af starfs- og siðanefnd Borgarspítala. I þessari grein er fjallað um niðurstöður bakteríuræktana eingöngu, en samanburður á árangri lyfjanna verður kynntur annars staðar. NIÐURSTÖÐUR 1 rannsókn I ræktuðust sjúkdómsvaldandi sýklar frá 36 einstaklingum af 70 (51%) og í rannsókn II frá 57 af 101 (57%). Alls ræktuðust 114 sjúkdómsvaldar í báðum rannsóknunum og skiptust þeir eftir tegundum samkvæmt töflu I. Oftast greindust S. pneumoniae og //. influenzae og ollu þeir rúmlega helmingi (54%) sýkinga þar sem sýkill greindist á annað borð. Frá 20 af þeim 93 sýnum, sem reyndust jákvæð (21.5%) ræktuðust >2 mismunandi sýklategundir. Var oftast Tafla I. Sýklar (fjöldi stofna eftir tegundum) ræktaöir úr ástungusýnum frá kjálkaholu sjúklinga í rannsókn I og II. Sýkill Rannsókn 1 Rannsókn II Alls % S. pneumoniae ..10 25 35 (31) H. intiuenzae . .14 12 26 (23) S. aureus ...7 6 13 (11) S. milieri .. .2 8 10 0) Aðrir streptococci... .. .5 6 11 (10) B. catarrhaiis .. .1 1 2 (2) Loftfælnar bakteríur. .. .5 5 10 (9) Aðrar bakteríur 7 7 (6) Alls 44 70 114 (100) Tafla II. Niöurstööur ræktana frá 74 sjúklingum meö bráða skútabólgu (rannsókn II) flokkaðar eftir tökustaö sýnis (sjá texta). Ræktunarsýni úr skúta + úr nefi + + + Allir sýklar 36 7 8 23 S. pneumoniae 19 1 4 50 H. influenzae 6 1 4 63 + = jákvætt sýni - = neikvætt sýni um 5. milleri eða loftfælnar bakteríur að ræða með öðrum sýklum. í rannsókn II var stungið á báðum kjálkaholum 18 sjúklinga og ræktuðust engir sýklar frá fjórum þeirra en sami sýkill greindist frá báðum í átta tilfellum (S. pneumoniae fimm, H. influenzae tvö, streptococci eitt). í fimm tilvikum fannst sýkill aðeins í öðru sýninu, en mismunandi sýklar fundust aðeins hjá einum sjúklingi. Aðeins einn stofn H. influenzae myndaði /3- lactamasa, en báðir B. catarrhalis stofnanna og 12/13 S. aureus stofnanna. Sýklar ræktuðust frá kjálkaholum 44 þeirra 74 sjúklinga (59%) sem bæði nef- og kjálkaholusýni voru tekin hjá. Frá þeim ræktuðust 55 sjúkdómsvaldandi sýklar. Var skipting þeirra svipuð og í rannsóknahópnum öllum. Tengsl sýkla í nefi þessara 74 sjúklinga við tilvist einhverra sömu sýkla í skúta sama sjúklings eru sýnd í töflu II. Þessi tengsl eru þar sýnd bæði fyrir alla sýkla sameiginlega og eins þegar litið var sérstaklega til þeirra

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.