Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 503 Blóðvatnsskipti. Við blóðvatnsskipti er blóðvatn fjarlægt frá sjúklingnum og hann fær í staðinn blóðgjafablóðvatn eða albúmín (vegna hættu á smitun af alnæmi eða lifrarbólgu er þó að mestu hætt að nota blóðgjafablóðvatn). Blóðvatn sjúklingsins er skilið frá blóðkomunum, annað hvort með frumuskilvindu eða síu. Með blóðvatninu eru fjarlægðir skaðlegir þættir, t.d. mótefni, og hafa blóðvatnsskipti verið notuð með góðum árangri í meðferð VSF. Meginábendingin er að hjálpa sjúklingunum í gegnum erfitt tímabil í sjúkdómnum, þegar árangur af annarri meðferð er ófullnægjandi, en auk þess má nota blóðvatnsskipti til að byggja mjög veika sjúklinga upp fyrir og/eða eftir hóstarkirtilsskurð. Blóðvatnsskipti eru ekki hættulaus, en þegar rétt er staðið að þeim em alvarlegar hjáverkanir sjaldgæfar (32). Hjá flestum sjúklingum reynast áhrifin tiltölulega skammvinn, vara í þrjár til fjórar vikur. Hjá sumum reynast þau hins vegar langvinnari, endast jafnvel allt upp í fjögur ár (33). Blóðvatnsskipti virðast þannig stundum geta haft bein áhrif á sjálft sjúkdómsferlið, þótt oftast þurfi samhliða ónæmisbælandi lyfjameðferð, eigi langvinnur árangur að nást. Sumir sjúklingar hafa svarað blóðvatnsskiptunum prýðilega, þótt ekki mælist hjá þeim AKN mótefni í blóðvatni. Hefur í sumum tilvikum verið hægt að sýna fram á virkjun mögnuðar (komplements) og lækkun styrks C4 og IgM í kjölfar blóðvatnsskipta (35). Hugsanlegt er að þessar breytingar eigi einhvem þátt í áhrifum meðferðarinnar. Blóðvatnshreinsun. Blóðvatnsskipti eru ósérhæf meðferð, þar sem blóðvatn er fjarlægt í heild sinni til að losna við einn af þáttum þess. Því hefur verið unnið að því að finna sérhæfari leiðir. Best væri ef hægt væri að láta blóð sjúklings leika um mótefnisvakann og láta hann tína út AKN mótefnissameindimar. Þetta strandar enn sem komið er á því að ekki er til nærri nóg af AKN úr mönnum, þótt ef til vill megi bráðum fara að framleiða nemana, þar sem bygging þeirra og genanna sem stýra myndun þeirra er þekkt. Hins vegar hefur fundist efni (tryptophan polyvinyl alcohol gel) sem bindur vemlegt magn AKN mótefna en aðeins óverulegt magn annarra blóðvatnsprótína. Skýringin á þessu er óljós, en gæti verið sú að efnið bindur einungis vatnsfælnar prótínsameindir, en AKN mótefnin eru mun vatnsfælnari en IgG mótefni almennt. Undanfarin þrjú ár hefur þessari meðferð verið beitt við háskólasjúkrahúsið í Björgvin og hefur greinarhöfundur nokkmm sinnum tekið þátt í henni. Reynslan hefur verið sú, að klínískt eru áhrifin jafn góð og af blóðvatnsskiptum, styrkur AKN mótefna í blóði lækkar um helming, en styrkur heildar- IgG og albúmíns aðeins um 10-15% (áður óbirtar niðurstöður). Því hefur ekki þurft að gefa sjúklingunum neitt í staðinn fyrir blóðvatnshlutann sem fjarlægður er og dregur það úr hættunni á hjáverkunum. Meðferð á tilraunastigi. Verið er að prófa ýmis konar meðferð, sem a.m.k. enn sem komið er, er ekki hægt að bjóða fólki upp á (31). Þar má nefna tilraunir til að: - draga úr niðurbroti AKN með efnum sem áhrif hafa á fituefnalagið sem þekur AKN - drepa þær B-eitilfrumur sem mynda mótefnin gegn AKN, án þess að drepa margar aðrar frumur - koma að nýju á ónæmisþoli gagnvart mótefnisvakanum (AKN) - nýta mótefni gegn AKN mótefnunum (anti- idiotypic antibodies) - örva AKN-sérhæfar bælandi T-eitilfrumur. GANGUR OG HORFUR (2) Gangur VSF er mjög sveiflukenndur og í byrjun er ógerlegt að spá fyrir um hann hjá einstökum sjúklingum. An meðferðar fara einkennin gjaman versnandi fyrstu tvö árin eða svo, en ná síðan stöðugleika eða hverfa jafnvel. Þannig kemur fyrir að sjúkdómurinn brenni út með tímanum, en þegar á heildina er litið er slíkt þó ekki algengt. Ekki em ýkja mörg ár síðan kreppustigin III og IV drógu marga til dauða, en með stórbættri meðferð sjúkdómsins er hins vegar orðið fátítt að fólk deyi úr honum. HEIMILDIR 1. Engel AG. Myasthenia gravis and myasthenic syndromes. Ann Neurol 1984; 16: 519-34. 2. Osterhuis HJGH. Myasthenia gravis. Clinical Neurology and Neurosurgery Monographs. Edinburgh: Churchill Livingstone, 1984. 3. Aarli JA, Tönder O. Myasthenia gravis. In: Immunological Aspects of Neurological Diseases.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.