Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 40
512 LÆKNABLAÐIÐ að sjúklingar á geðdeildum og aðstandendur þeirra höfðu mun minni möguleika á lánum, og fjárhagur var almennt bágari en meðal sjúklinga á öðrum deildum og aðstandenda þeirra. Möguleikar sjúklinga á geðdeildum og aðstandenda þeirra til þess að leysa fjárhagsvandamálin voru því mun lakari. Fram kom einnig að sjúklingar á geðdeildum eru almennt yngri og því ekki óeðlilegt að þeir hafi bæði minni fjárráð og eignir þegar þeir veiktust. Það er því ljóst að sjúklingar á geðdeildum eru almennt verulega meiri fjárhagsleg byrði fyrir aðstandendur, auk þess sem það skapar þeim sjálfum áhyggjur. Áður hefur verið sýnt fram á, hversu slæm áhrif slík staða sjúklings hefur á bata hans (3). Þörf er á auknum skilningi á málefnum þessum bæði til þess að bæta andlegt og félagslegt ástand sjúklinganna og flýta fyrir bata þeirra. Slíkur árangur leiðir almennt einnig til skemmri dvalar á sjúkrahúsum og minnkar líkur á endurinnlögn. Hafa ber í huga, að með styttri dvalartíma á sjúkrahúsum hefur hluti meðferðar oft færst inn á heimilin. Ljóst er að fjölskyldumeðlimir starfa almennt allir utan heimilis á daginn og eiga því bágt með að taka við þessu aukna álagi nema hætta störfum um stund, oft með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ljóst er því að auka þarf stuðning við aðstandendur. Slíkur stuðningur þarf að vera margvíslegur, svo sem fjárhagsstuðningur, auknir möguleikar á að sjúklingar geti dvalist á dagdeildum eða í dagvistun og aukin þjónusta í heimahúsum. Einnig ber að hafa í huga að betri upplýsingar eða leiðbeiningar fyrir aðstandendur leiða til markvissari aðgerða þeirra og um leið til meira öryggis og árangurs fyrir sjúklingana. Áður hefur komið fram ósk aðstandenda um slíkar úrbætur (2). SUMMARY A questionnaire was developed to assess the financial burden of illness on patients and their relatives. Forty hospitalized psychiatric patients and their relatives were compared with 40 hospitalized non- psychiatric patients and their relatives. In spite of modem social support system it is obvious that illness has an important influence on the patients’ work and financial status. This results in worries and loan taken. The importance of this is greater conceming psychiatric patients than non psychiatric patients. Relatives of psychiatric patients are experiencing greater financial problems. In 38.9% cases they had to be absent from work for a period of time to take care of the patient. It is obvious that there is need for more support, not only to the patients but also to their relatives especially after discharge from hospital. HEIMILDIR 1. Ólafur Þór Ævarsson, Lárus Helgason. Viðbrögð sjúklinga og aðstandenda þeirra við álagi vegna veikinda. I. Innlagnir á geðdeildir og aðrar deildir. Læknabiaðið 1989; 75: 283-6. 2. Ólafur Þór Ævarsson, Lárus Helgason. Viðbrögð sjúklinga og aðstandenda þeirra við álagi vegna veikinda. II. Meðferð á geðdeildum og öðmm deildum. Læknablaðið 1989; 75: 343-6. 3. Kreisman D, Joy V. Family response of the mental illness of a relative: A review of the literature. Schizophrenia Bulletin 1974; 10: 34-57. 4. Crotty P, Kulys R. Are schizofrenics a burden to their families? Significant outhers views. Health and Social Work 1986: 173-88. 5. Avison WR, Speechly KN. The discharged psychiatric patient: A review of social-psychological and psychiatric correlates of outcome. Am J Psychiatry 1987; 144: 10-8. 6. Breier A, Strauss JS. The role of social relationships in the recovery from psychotic disorders. Am J Psychiatry 1984; 141: 949-55.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.