Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 507 var eðlileg ásamt því að verkurinn rénaði, var ákveðið að fylgjast með sjúklingi fyrst um sinn. Þau atriði, sem hugsanlega gætu hjálpað til sjúkdómsgreiningar í slfkum tilfellum eru fyrri skurðaðgerðir á innri kynfærum og ef fyrirferð finnst hliðlægt við leg hjá konum með kveisukennda verki um neðanverðan kvið. Einkenni um gamastífiu ýta enn frekar undir greininguna og kemur þá röntgengreining að góðum notum og sömuleiðis má ætla að ómskoðun gæti hjálpað til ef fyrirferð finnst hliðlægt við legið. Einkenni sjúklingsins þróuðust ekki ólíkt því eins og um botnlangabólgu væri að ræða. Botnlanginn hafði hins vegar áður verið fjarlægður við kvensjúkdómaaðgerð, án vitneskju sjúklings. Undirstrikar þetta ennfrentur mikilvægi þess, að sjúklingar fái áreiðanlegar upplýsingar um skurðaðgerðir og ekki síst þær, sent framkvæmdar eru í framhjáhlaupi og að læknar leiti sjálfir eftir aðgerðarlýsingum. Orsakir glufa í breiðfelllingu legs eru ekki þekktar nema hjá sjúklingum, sem hafa gengist undir skurðaðgerðir áður, þar sem gat er gert í breiðfellinguna eins og í okkar tilfelli og lýst hefur verið (3-5). Hjá öðrum er orsökin óviss, en hugsanlega er einhver hluti glufa meðfæddur. A móti því mælir að glufumar em á misjöfnum stöðum í breiðfellingunni (4). Bent hefur verið á aðra þætti, sem hugsanlega gætu átt þátt í myndun glufa (2,3,12). Helstir eru bólgur eða sýkingar í innri kynfæmm og áverkar á breiðfellingu legsins við meðgöngur og bameignir. Meðferð innhaula er skurðaðgerð. Sjálfhelda líffærið, sem yfirleitt er smáþarmur, er þá dregið til baka og glufunni lokað. Drep í þarmi (eða öðru því líffæri), sem liggur í kreppu er numið brott og samgötun gerð. Ganga skal úr skugga um hvort glufa sé til staðar í hinni breiðfellingunni. Glufum í báðum fellingunum án þekktrar orsakar hefur verið lýst hjá átta sjúklingum, en aldrei eftir skurðaðgerð (2). Brýnt er að læknar, sem greina og meðhöndla kviðverki, hafi í huga innhaula, því afleiðingar þeirra geta orðið mjög alvarlegar. Undirstrikar þetta enn einu sinni mikilvægi könnunarskurðar tímanlega í sjúkdómsganginum, ef komast skal hjá verstu afleiðingum bráðrar gamastíflu. SUMMARY Internal herniation through a defect in the broad ligament of the uterus. A case report. Intemal hemiation through a defect in the broad ligament of the uterus is rare. Unless suspected after prior uteropexy, accurate preoperative diagnosis is distinctly uncommon but most patients are admitted with symptoms and clinical signs of acute small bowel obstruction. Such a case of a postoperative defect is presented. The case was complicated by gangrenous small bowel requiring resection. We make sure this to be the first reported case in Iceland of small bowel obstruction with strangulation secondary to a postoperative defect in the broad ligament of the uterus. HEIMILDIR 1. Bertelsen S, Christiansen J. Intemal hemia through mesenteric and mesocolic defects. A review of the litterature and a report of two cases. Acta Chir Scand 1967; 133: 426-8. 2. Slezak FA, Schlueter TM. Hemia of the Broad Ligament of the Uterus. In: Nyhus LM, Condon RE, eds. Hemia, 3rd ed. Philadelphia: J.B. Lippincott Company, 1989: 311-8. 3. Mersheimer WL, Kazarian KK, Roeder WJ. Intemal hemia due to defects in the broad ligament. Report of two cases. Review of Surgery 1973; 30: 2415. 4. Mathieson AJM, Millar WG. Ileovaginal fistula. Complicating intemal hemial strangulation through a broad ligament defect. Br J Surg 1971; 58: 353-5. 5. Livaudais W, Hartong JM, Ottersen WN. Small bowel hemiation through a defect in the broad ligament. Am J Obstet Gynecol 1979; 79: 927-8. 6. Armstrong CP, Drummond A. Small bowel obstruction and perforation through a defect in the broad ligament. J R Coll Surg Edinb 1983; 28: 333-4. 7. Kaser O, Iklé FA, Hirsch HA. Atlas of gynecological surgery. Edited by Friedman EA. Georg Thieme Verlag 1985; 6.3-6.5. 8. Wangensteen OH. Intestinal obstruction. Springfield: Charles C Thomas, 1955: 142. 9. Sufian S, Matsumoto T. Intestinal obstruction. Am J Surg 1975; 130: 9-14. 10. Mucha P Jr. Small intestinal obstruction. Surg Clin North Am 1987; 67: 597-620. 11. Karaharju E, Hakkiluoto A. Strangulation of small intestine in an opening of the broad ligament. Intemational Surgery 1975; 60: 430. 12. Bolin TE. Intemal hemiation through the broad ligament. Case report. Acta Chir Scand 1987; 153: 691-3.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.