Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 48
516 LÆKNABLAÐIÐ hafa skilvitlega truflun. Sjúklingar með rugl eru oftast mjög veikir og þurfa sérstaka aðgæslu. ÁHÆTTUPÆTTIR, KRANSÆÐASJÚKDÓMAR OG ÆVILÍKUR Á ÍSLANDI I samvinnu við Dr. J. Dowd fyrrum yfirmann tölfræðideildar WHO í Genf voru reiknaðar út ævilíkur 30 ára íslenskra karla ef tækist að Iækka kólesteról í serum um 10 mg %, diastoliskan blóðþrýsting um 5 mm Hg og að draga úr reykingartíðni um helming. Niðurstöður eru, að ná má allt að hálfs árs lengingu á meðalævi vegna hjarta- og æðasjúkdóma við framangreinda lækkun á kólesteróli en ekki marktækum breytingum á heildardánartíðni. Við lækkun á blóðþrýstingi, reykingatíðni ásamt kólesteróli mátti ná allt að eins og hálfs árs til tveggja ár lengingu á meðalævi. Þessar niðurstöður breyta því ekki að meðal karla og kvenna með mjög hœkkað kólesteról í blóði má ná allt að tveggja ára ævilengingu með 20% lækkun á kólesteróli. Fleiri rannsóknir benda til svipaðra niðurstaðna. Athyglisvert er að við athugun á dánartíðni 34-78 ára karla er tóku þátt í hóprannsókn Hjartavemdar á ámnum 1968-1985 virtist hátt kólesteról ekki vera verulegur áhættuþáttur meðal þeirra er aldrei höfðu reykt. Þessar niðurstöður stangast á við ýmsar erlendar athuganir. Athyglisvert er að í 29-landa rannsóknum WHO (Monica-rannsókninni) hefur komið í ljós að skortur á E vítamíni (tocopherol) virðist vera mun meiri áhættuþáttur kransæðasjúkdóms en kólesteról. Enn skortir mikið á þekkingu okkar á áhættuþáttum fyrir kransæðasjúkóma. GREINING MISMUNANDI TEGUNDA HUMAN PAPILLOMA VIRUS (HPV) í SÝNUM FRÁ KYNFÆRUM KARLA OG KVENNA Bjarni A. Agnarsson, Kristrún Benediktsdóttir, Kristrún Óiafsdóttir. Rannsóknastofa Háskólans í meinafrœði. Condyloma sýkingar, sem orsakast af HPV, eru algengir kynsjúkdómar. Sýkingar vegna HPV tegundanna 16, 18, 31 og 35 hafa verið tengdar myndun dysplasiu (forstigsbreytingar krabbameins) og krabbameins á kynfæmm karla og kvenna, en aðrar tegundir HPV (einkum 6 og 11) virðast lítt eða ekki tengjast dysplasiu og krabbameini. Tilgangur rannsóknar þessarar er að athuga hvaða tegundir HPV valdi sýkingum á kynfæmm í íslenskum sjúklingum. Athuguð vom 110 sýni (úr 90 einstaklingum) frá cervix, vagina, vulva og penis, sem öll bámst til vefjagreiningar á Rannsóknastofu Háskólans í janúar og febrúar 1989. Notuð var in-situ hybridization (ISH) tækni og vefjasneiðar sem höfðu verið steyptar í paraffín. Við rannsóknina vom notaðir bíótínmerktir DNA þreifarar (probes) gegn HPV 6/11; 16/18; og 31/35/51 (Enzo Diagnostics). Samkvæmt hefðbundinni smásjárrannsókn mátti flokka sýnin í tvo hópa, þ.e. annars vegar sýni með vefjafræðileg teikn um condyloma (HPV sýkingu) og/eða dysplasiu og hins vegar »eðlileg«-sýni. Úr fyrmefnda flokknum vom 96 sýni. Með ISH fannst mest jákvæði fyrir HPV í cervix (26 af 60 sýnum eða 45%); í vulva vom tvö af 21 sýni jákvæð (9%); í vagina var eitt af fimm sýnum jákvætt; öll tíu sýni frá penis vom neikvæð. Öll »eðlilegu« sýnin, 14 talsins, vom neikvæð fyrir öllum þreifumm. Jákvæði fyrir HPV 6/11 var í fjórum sýnum; fyrir HPV 16/18 í 15 sýnum; og fyrir HPV 31/35/51 í átta sýnum. HPV 6/11 fannst aðeins í condylomata án teljandi dysplasiu en HPV 16/18 og 31/35/51 fundust einkum í condylomata með dysplasiu á meðalháu eða háu stigi. Þessar niðurstöður benda til þess að HPV af tegundunum 6/11; 16/18; og 31/35/51 valdi allar sýkingum hér á landi. Fylgni forstigsbreytinga krabbameins í cervix, vagina og vulva við ákveðnar tegundir HPV sýkinga virðist svipuð hér á landi og lýst hefur verið annars staðar. ERFÐAÞÆTTIR í MEÐGÖNGUEITRUN OG FÆÐINGARKRÖMPUM Reynir Arngrímsson, Steingrímur Björnsson, JJ. Walker, Reynir T. Geirsson, Gunnlaugur Snœdal. Kvennadeild Landspítalans, University Department of Obstetrics and Gynaecology, Royal Infirmary, Glasgow. Meðgöngueitmn (pre-eclampsi) og fæðingarkrampar (eclampsi) virðast vera fjölskyldubundnir sjúkdómar og gætu erfst sem eingena erfðagalli. Til að kanna þessa tilgátu vom allar fæðingarskýrslur á fæðingardeild Landspítalans á ámnum 1931-1947 athugaðar. I úrtakshóp vom valdar konur sem höfðu krampa í fæðingu eða slæma meðgöngueitrun (>160/110 mm Hg eða >160/110 og prótín í þvagi). Haft var samband við þær úrtakskonur sem vom á lífi. Afdrif afkomenda þeirra í meðgöngum og fæðingum var athugað, með leit í þjóðskrám og fæðingaskýrslum. Skráð vom blóðþrýstingsgildi og prótín í þvagi og flokkað eftir stigi sjúkdómsins. Af 7453 fæðingum vom 44 konur með fæðingarkrampa og 112 konur með slæma meðgöngueitmn (2.1%) I tveimur þriðju tilfella var um fmmbyrju að ræða (n=105) og þar af tókst að rekja 90 ættir ásamt 7 af 15 ættum fjölbyrja með fæðingarkrampa. Ættir með tveimur kynslóðum sem höfðu eignast böm vom 51 og með þremur kynslóðum 46. Tíðni á meðgöngueitrun (>140/90 og prótín í þvagi) meðal dætra var 25% en tengdadætra 12.6% (p<0,01; borið saman við konur með eðlilegan blóðþrýsting). Sonar- og dótturdætur þeirra höfðu svipaða tíðni og dætur (26.7%). Tengdadætur bama úrtakskvennanna höfðu sömu tíðni og tengdadætur úrtakskvennanna (12.8%). í 37% fjölskyldnanna var að minnsta kosti ein dóttir með sjúkdóminn en í 19% var að minnsta kosti ein tengdadóttir. í næstu kynslóð á eftir var að minnsta kosti ein sonar- eða dótturdóttir með sjúkdóminn í 39% fjölskyldna en samsvarandi tala fyrir tengdadætur í þeirri kynslóð er 16%. Niðurstöður þessarar athugunar geta stutt tilgátu um ríkjandi erfðir með 50% sýnd (autosomal dominant inheritance with 50% penetrance) sem erfist bæði í gegnum karl- og kvenlegg. ÁRANGUR AF KEMBILEIT AÐ SÁRASÓTT í ÞUNGUN Alexander K. Smárason, Reynir Tómas Geirsson, Jón Hjaltalín Ólafsson, Ólafur Steingrímsson. Kvennadeild Landspítaians, húð- og kynsjúkdómadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, Rannsóknastofa Háskólans í sýklafrœði. Sárasóttarsýking á meðgöngu getur valdið fésturlátum, andvana fæðingum og meðfæddri sárasótt, með

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.