Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 8
486 LÆKNABLAÐIÐ sýklategunda sem algengastar reyndust. Næmi, sértæki, jákvætt og neikvætt forspárgildi þessara tengsla eru sýnd í töfiu III. UMRÆÐA Algengustu sýkingavaldar skútabólgu í þessum tveimur rannsóknum voru S. pneumoniae (31%) og H. influenzae (23%) og eru þær niðurstöður hliðstæðar þeim, sem komið hafa fram í sambærilegum erlendum rannsóknum (5-7). S. milleri greindist í kjálkaholum 10 sjúklinga eða í 9% tilfella. Lét sá sýkill fremur illa undan meðferð og ræktaðist frá kjálkaholu hjá fjórum af átta sjúklingum þar sem sýni voru tekin til ræktunar í lok meðferðar (rannsókn II). Skýring þessa er ef til vill sú, að breytilegt næmi S. milleri fyrir tetracýklínum er þekkt (12) og hluti sjúklinga í rannsókn II var einmitt meðhöndlaður með doxýcýklín. Aðeins einn stofn (4%) H. influenzae myndaði /3-lactamasa. Er það mun lægra hlutfall en fannst meðal H. influenzae stofna í nýlegri rannsókn, sem gerð var hér á landi, á sýkingavöldum í miðeymabólgum bama (13). Þar framleiddu 28% stofnanna /3-lactamasa. Er þetta í samræmi við fyrri athuganir hérlendis, sem leitt hafa í ljós að hlutfall H. influenzae sem framleiðir /3-lactamasa er mun hærra í sýnum frá bömum en fullorðum (14). Báðir B. catarrhalis stofnanna og 12 af 13 S. aureus stofnunum mynduðu hins vegar /3-lactamasa. I rannsókn I var einn stofn S. pneumoniae ónæmur fyrir erýtrómýcíni. Þegar sú rannsókn var gerð var ekki venja að athuga næmi pneumókokka fyrir penicillíni. Frá árslokum 1988 fram til miðs árs 1990 höfðu hins vegar greinst hér á landi rúmlega þnr tugir pneumókokka með litlu eða engu næmi fyrir penicillíni og hafa sumir þeirra verið fjölónæmir (15). Jákvætt forspárgildi nefstroks í þessari rannsókn var umtalsvert eða 84%, þegar litið er til allra stofna í heild. Ef litið er til algengustu sjúkdómsvaldanna í skútabólgum, þá var jákvætt forspárgildi fyrir 5. pneumoniae 95% og næmi 83%, en þar var um að ræða 23 sýni, sem höfðu þann sýkil í kjálkaholu. Fyrir H. influenzae reyndist jákvætt forspárgildi 86%, en næmi aðeins 60%, en hins vegar óx sá sýkill aðeins úr 10 kjálkaholum. Er hér um Tafla III. Næmi (sensitvity), sértæki (specificity), jákvæö og neikvæö forspárgildi tengsla sýkils í nefi viö tilvist sama sýkils í kjálkaholu (rannsókn II). Næmi % Sértæki % Jákvætt forspárg. % Neikvætt forspárg. % Allir . (82) (77) (84) (74) S. pneumoniae ... • (83) (98) (95) (93) H. influenzae • (60) (98) (86) (94) að ræða hærra jákvætt forspárgildi en í fyrri rannsóknum (8,9) og virðist nefræktun geta verið til gagns við orsakagreiningu skútabólgu skv. þessum niðurstöðum. í áðumefndri hérlendri athugun á miðeymabólgu barna var jákvætt forspárgildi nefkoksræktunar um orsök þess sjúkdóms hins vegar lítið og gagnslaust 03). Ef litið er til annnarra sýkla en fyrr voru nefndir má nefna, að minnst forspárgildi hafði að tinna S. aureus eða B. catarrhalis í nefi hjá sjúklingum með skútabólgu. í alls 10 tilvikum (5+5) fundust þessir sýklar í nefi en ekki í kjálkaholum. Algengustu orsakir skútabólgu í rannsókn þessari vom sem áður segir S. pneumoniae og H. influenzae. Með það í huga virðist kjörmeðferð sjúkdómsins vera lyf úr flokki amínópenicillína (ampicillín og skyld lyf). Hjá mjög veikum sjúklingum verður þó að hafa allnokkra tíðni stofna sem framleiða /?-lactamasa (14%) í huga og koma þar til álita sem upphafsmeðferð lyf á borð við trímetóprím-súlfametoxazól (Bactrim®, Primazol®, Septrin®, Sulfotrim®) eða amoxicillín-clavúlanat (Augmentin®). ÞAKKIR Daníel Guðnasyni, Guðmundi Sverrissyni, Hannesi Hjartarsyni, Olafi Bjamasyni og Páli M. Stefánssyni læknum eru þökkuð samvinna við rannsóknina. Starfsfólki háls-, nef- og eymadeildar Borgarspítala er þökkuð aðstoð við öflun sýna og starfsfólki sýklarannsóknadeildar Borgarspítala eru þökkuð störf við greiningu þeirra. Lyfjaframleiðendunum Astra Lakemedel AB, Södertálje, Svíþjóð og Eli Lilly & Co., Kastrup, Danmörku og umboðsaðila þeirra á Islandi, Pharmaco hf., Garðabæ, eru ennfremur þökkuð samvinna við framkvæmd rannsóknarinnar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.