Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 493-6 493 Jóhann Heiðar Jóhannsson'), Stefán Hreiðarsson2), Margrét Steinarsdóttir1), Astrós Arnardóttir'), Elín Guömundsdóttir1), Erla Sveinbjörnsdóttir'), Halla Hauksdóttir'), Sigurborg E Billich'), Halldór Þormar’'4) LEIT AÐ BROTGJÖRNUM KVENLITNINGUM HJÁ ÞROSKAHEFTUM ÍSLENSKUM DRENGJUM ÚTDRÁTTUR Litningarannsókn á blóðsýnum frá 57 þroskaheftum íslenskum drengjum leiddi í ljós brotgjaman kvenkynlitning (fragile X chromosome) í frumum hjá tveimur (3.5%), sem er sambærilegt við tölur frá öðrum löndum. Annar þeirra hefur útlitsauðkenni í samræmi við heilkenni brotgjams kvenkynlitnings (fragile X syndrome), þ.e. langt andlit, stóran neðri kjálka og stór eistu. Gera má ráð fyrir að þetta heilkenni sé ekki sjaldgæfara á Islandi en annars staðar, það er einn af hverjum 1000-2500 drengjum, þó enn hafi ekki önnur tilfelli fundist. INNGANGUR Meira en tuttugu ár eru nú liðin síðan bent var á tengsl milli þroskahömlunar (vangefni) hjá karlmönnum og sérkennilegs kynlitningagalla, sem í fyrstu var kallaður »marker X« (1), en síðar »fragile X« (2). Þessi litningagalli kemur fram sem skarð (gap) eða mjódd (constriction) neðarlega á lengri armi X-kynlitnings, sem gerir hann brotgjaman (fragile). Skarðið sést ekki við almenna litningarannsókn og til að framkalla það þarf að rækta lifandi frumur í sérstöku fólínsýrusnauðu æti (3) eða bæta út í ætið efnum sem trufla fólínsýruefnaskipti frumnanna (4). Brotgjam X-litningur hjá drengjum hefur í för með sér þroskahömlun og breytilega samstæðu útlitsauðkenna, svokallað heilkenni brotgjams X-Iitnings (fragile-X-syndrome). Ekki er að fullu upplýst hvert er orsakasamhengið milli litningagallans og auðkennanna, Frá 1) litningarannsóknadeild Rannsóknastofu Háskólans í meinafræöi, 2) Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, 3) Líffræöistofnun Háskólans, 4) Institute for Basic Research in Developmental Disabilities, Staten Island, New York. Upplýsingar, bréfaskipti: Jóhann Heiöar Jóhannsson. Lykilorö: Chromosome abnormalities, X-linked mental retardation, fragile-X syndrome, fra(X), fragile site X chromosome, Martin-Bell syndrome. en talið er að um þriðjungur tilfella af arfgengri, kyntengdri þroskahömlun tengist brotgjömum X-litningi (5) og að allt að 6% þroskaheftra drengja hafi heilkenni brotgjarns X-Iitnings. Þetta verður því að teljast algengur litningagalli. Nauðsynlegt er að leit að honum sé markviss þegar tilefni gefast, þannig að gerð sé viðeigandi litningarannsókn þegar þroskahömlun og útlitseinkenni heilkennisins fara saman (6). Tilgangur þessarar rannsóknar var að finna algengi brotgjams X-kynlitnings hjá úrtaki þroskaheftra drengja og ungra manna á Islandi. Áður hafa ekki greinst neinir einstaklingar með brotgjaman X-litning hér á landi. Rannsóknin beindist eingöngu að einstaklingum með áður óþekktar orsakir fyrir þroskahömlun. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Drengimir voru valdir úr hópi forskólabama, sem komið höfðu til greiningar á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, og úr hópi þáverandi og fyrrverandi nemenda Öskjuhlíðarskóla í Reykjavík. Samþykkis foreldra eða forráðamanna var aflað áður en rannsóknin hófst. Skilmerki þátttöku var væg þroskahömlun eða treg greind án þess að orsakir væru þekktar. Greindarvísitala var ekki mæld sérstaklega, en af fyrirliggjandi upplýsingum má gera ráð fyrir að hún hafi verið á bilinu 50-70 hjá fiestum og á bilinu 70-80 hjá nokkrum. Blóð til litningarannsóknar, 5 ml úr bláæð á handlegg, var tekið í hylki með Iitíum- heparíni, sem kemur í veg fyrir blóðstorku. Sýnin voru send á litningarannsóknadeild Rannsóknastofu Háskólans innan tveggja klukkustunda. Sýnataka fór fram í Öskjuhlíðarskóla og á göngudeild Landspítala á tímabilinu frá því í september 1987 og fram í nóvember 1988.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.