Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 13
489 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavikur 76. ARG. - DESEMBER 1990 VANGEFNI OG BROTGJARNIR KVENLITNINGAR Heilkenni brotgjams kvenlitnings (fragile- X syndrome) hefur vakið mikla athygli hjá þeim sem fást við rannsóknir á orsökum vangefni. Til marks um það má nefna að fjöldi fræðilegra greina um þetta efni í læknisfræðilegum tímaritum mun vera kominn talsvert á annað þúsund á síðustu tuttugu árum. Þetta heilkenni er mikilvægt sem algeng orsök að vangefni, en breytileg tjáning klínískra einkenna, óvenjulegur erfðagangur og erfiðleikar í greiningu hafa einnig freistað vísindamanna á ýmsum sviðum erfðarannsókna. I þessu hefti Læknablaðsins er sagt frá leit að heilkenni brotgjams kvenlitnings hjá vangefnum íslenskum drengjum, en það er jafnframt fyrsta rannsóknin á þessu sviði hérlendis. SÖGULEG ATRIÐI Fyrir rúmlega hálfri öld var fyrst bent á að á stofnunum fyrir vangefna væru fleiri karlmenn en konur (1) og rúmlega 45 ár eru síðan fram kom fyrsta vísbendingin um að arfgeng vangefni gæti verið kyntengt fyrirbæri (sex-linked) (2). Martin og Bell (2) höfðu rannsakað eina stórfjölskyldu með ellefu vangefnum karlmönnum og tveimur treggreindum konum, sem þeir töldu án markverðra útlitseinkenna. Þessi hugmynd um arfgenga vangefni var rækilega staðfest (3-7), en virtist þó ekki valda straumhvörfum í rannsóknum. Þess er til dæmis getið að bandaríski sálfræðingurinn R.G. Lehrke hafi átt erfitt með að fá viðurkenndar hugmyndir sínar um að erfðaþættir á X-Iitningi gætu valdið vangefni (8,9). Seinna var svo lýst tengslum milli arfgengrar, kyntengdrar vangefni í einni fjölskyldu og sérkennilegs litningagalla, sem í fyrstu var kallaður »marker X« (10). Gallinn kom fram sem mjódd (constriction) neðarlega á lengri armi X-litnings og virtist gera litninginn brotgjaman. Treglega gekk að fá þessa uppgötvun viðurkennda og staðfesta á öðrum rannsóknastofum, en það gerðist þó að lokum nokkrum árum seinna, að litningagallinn fannst bæði hjá óskyldum, vangefnum einstaklingum (11) og hjá vangefnum einstaklingum í sömu fjölskyldum (12). í ljós kom að ástæða þess, hve illa gekk að staðfesta uppgötvun Lubs (10), var sú að nota varð sérstakt æti við frumuræktun til að sýna fram á litningagallann. En ætið, sem Lubs hafði notað (medium TC-199), var talið ófullkomið og var því ekki lengur í notkun á öðrum rannsóknastofum. Ástralíumaðurinn Sutherland gerði þá rannsóknir með mismunandi ætum og sýndi fram á að æti, sem skorti fólínsýru eða týmidín, framkölluðu brotgjama staði á ýmsum litningum, t.d. á X-litningum (13,14). Ástæða þess að Sutherland (13) hóf athugun sína á aðferðum til að framkalla brotgjama staði á litningunum var sú að hann var að rannsaka fjölskyldu með arfgengan brotstað á öðrum litningi, en við endurtekna rannsókn fannst brotgjami staðurinn ekki aftur. Síðar kom í ljós að brotgjama staði mátti einnig framkalla með því að setja metótrexat út í ætið (15), en þetta efni er andefni fólínsýru og tmflar kjamasýruefnaskipti í frumum. Á árinu 1981 kom fram sú aðferð sem síðan hefur mest verið notuð til að framkalla mjódd á X-litningum, en aðferðin byggir á því að efnið 5-flúóródeoxýúridín (FdUrd) er sett í ætið (16). FdUrd er pýrímídín-jafngildi, sem hindrar verkun týmidýlat-sýnþetasa, veldur týmdínskorti og stöðvar að lokum kjamasýrumyndun (17). Þrátt fyrir notkun þessara efna er þó ekki hægt að finna brotgjaman X-litning í öllum frumum hvers einstaklings. Hjá drengjum með heilkenni brotgjams X-litnings er fjöldi fruma með þennan brotgjama litning ekki nema 2- 50% (18).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.