Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 23
497 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafclag Íslands og Læknafclag Rcykjavikur 76. ÁRG. - DESEMBER 1990 LÆKNAÐLAÐIÐ OG ÍSLENSK MYNDLIST Undanfama mánuði hafa verið birtar myndir af íslenskum myndverkum af ýmsum toga á forsíðu Læknablaðsins eins og lesendur blaðsins hafa án efa merkt. Hugmynd þessi er að sjálfsögðu ekki ný, fremur en flest annað undir sólinni, og hafa ýmis tímarit víða um heim, þar á meðal læknatfmarit, haft í frammi svipaða tilburði. í tilefni af 75 ára afmæli blaðsins á síðastliðnu ári taldi ritstjóm ástæðu til að minna á einhvem veigamikinn þátt íslenskrar menningar. Leitað var til myndlistarmanna í þessu skyni og er Læknablaðinu mikill sómi sýndur af jákvæðum viðbrögðum þeirra og afkomenda þeirra. Ástæða þessa var ekki síst sú að minna bókhneigða lesendur á, að fleira en ritað mál er homsteinn menningar hverrar þjóðar. Af ástæðum sem teljast verða augljósar, er örðugt að fjalla um ýmsar aðrar listgreinar, til dæmis tónlist, á sama hátt, þótt ástæða væri til. I upphafi var sú hugmyndin að finna myndverk þar sem listamenn fjölluðu um óáran, sjúkdóma, plágur og dauða. Sú leit bar lítinn árangur, enda hafa myndlistarmenn hérlendir margir verið tilfinningaríkir rómantíkerar og tjáð landið, atvinnulífið, hughrif fólksins og sín eigin í verkum sínum, fremur en að auka á skammdegisþunglyndi landsmanna með umfjöllun um þjáninguna. Á þessu eru að sjálfsögðu nokkrar undantekningar. Skemmst er að minnast eftirtektarverðrar sýningar nemenda Myndlista- og handíðaskóla Islands á verkum sem öll tjáðu túlkun þeirra á alnæmi og haldin var í anddyri og göngum Borgarspítala á síðastliðnu ári. Ritstjóm hyggst halda myndbirtingum þessum áfram enn um sinn og mun áfram njóta ómetanlegrar aðstoðar listfræðinga á Listasafni Islands við öflun og frágang mynda til birtingar, en flest verkin hafa verið í eigu safnsins. Ekki hefur verið leitast við að gefa með þessu sérstakt yfirlit um íslenska listasögu og hefur smekkur eins ritsjómarmanna ráðið mestu um val myndverka. Áfram verður þó reynt að velja verk frá sem flestum skeiðum hinnar stuttu sögu íslenskrar myndlistar. Þótt ýmsir telji að ekki tjói að deila um smekkinn, er hann samt afstæður og óræður, og því vill ritstjóm leita eftir hugmyndum lesenda um frekara val myndverka til birtingar á næstu mánuðum og eru þeir beðnir um að koma skoðunum sínum á framfæri við starfsfólk eða ritstjómarmenn blaðsins. Ýmsir lesendur eiga sjálfir vafalítið góð söfn íslenskra myndverka og væri áhugavert að birta sýnishom úr þeim á forsíðu blaðsins. Sigurður Guðmundsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.