Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1990, Síða 26

Læknablaðið - 15.12.1990, Síða 26
500 LÆKN ABLAÐIÐ sýkingar (einkum í öndunarfærum), skurðaðgerðir og áverkar, geta átt sinn þátt í að kalla fram eða auka einkenni sjúkdómsins. Ýmis lyf geta verið sjúklingum með VSF hættuleg. Sjúklingamir eru mjög næmir fyrir lyfjum sem hamla boðflutningi frá taugum til vöðva, t.d. kúrarelyfjum. Stundum uppgötvast VSF vegna þess að sjúklingurinn þarf langvarandi öndunaraðstoð er hann fær kúrarelyf til vöðvaslökunar við skurðaðgerð. Amínóglýkósíðsýklalyfin, t.d. streptomýcín og gentamícín, tmfla boðleiðina til vöðvanna með því að hamla losun asetýlkólíns. Lyf við hjartsláttaróreglu (t.d. kínidín, prókaínamíð og lidókaín) draga úr ertanleika vöðvahimnunnar. Sjúklingar með VSF em mjög næmir fyrir lyfjum sem dempa taugakerfið og þar með vöðvana og öndunina, svo sem morfíni, díazepami og fenýtoíni. Þvagræsilyf geta aukið vöðvaslenseinkennin með því að valda kalíumskorti í blóði. Hægðalyf geta dregið vemlega úr frásogi mestínons. Oll þessi lyf verður því að forðast eða nota með ítmstu varkámi. Velþekkt er að lyfið penícillamín getur framkallað einkenni vöðvaslensfárs. Sennilega framkallar lyfið klínísk einkenni hjá fólki sem hefur forklínískt vöðvaslensfár. Einkennin hverfa yfirleitt þegar lyfjatöku er hætt. Eftir dvöl í biðstofu læknisins getur sjúklingurinn verið úthvfldur og vöðvakrafturinn eðlilegur. Við klíníska skoðun er því mikilvægt að láta sjúklinginn reyna á vöðvana til að fá fram vöðvamagnleysið og er þá athyglinni einkum beint að þeim vöðvum sem sjúkrasagan bendir til að þreytist mest. Þannig er t.d. hægt að láta sjúkling horfa upp fyrir sig á fingur skoðandans og sjá hvort annað eða bæði augnalok síga, láta sjúkling telja til að sjá hvort fram kemur þvoglumælgi eða athuga hversu lengi hann getur haldið handleggjunum útréttum. Flokka má VSF í klínísk stig (tafla I), sem gjaman eru kennd við Bandaríkjamanninn Osserman (15,16). GREINING VSF Greining VSF byggist í fyrstu atrennu á klínísku einkennunum, en er staðfest með eftirfarandi rannsóknum (tafla II). Tensilonpróf. Edrophonium (Tensilon) er kólínesterasahamlandi lyf, sem hefur Tafla I. Klínísk flokkun áunnins vödvaslensfárs Stig I. Einkennin eru aö mestu bundin viö augun og versna ekki meö tímanum. Stig IIA. Einkennin eru væg, trufla ekki daglegt líf eöa vinnu og geta horfið meö tímanum. Stig IIB. Einkennin eru miðlungsalvarleg og talsvert útbreidd og geta truflaö daglegt líf talsvert. Gangurinn er sveiflukenndur, í mörg ár. Stig III. Frá upphafi stööug versnun einkenna og skapast fljótt kreppuástand, meö svæsnum heilataugaeinkennum og öndunarlömun. Stig IV. Eins og III, nema þróunin er hægari, kreppuástand skapast ekki fyrr en eftir sex mánuöi eöa lengri tíma. Tafla II. Rannsóknir vegna greiningar vöðvaslensfárs. Til staðfestingar greiningar vöövaslensfárs: Tensilonpróf (13,14) Vöövarit (2,13,14) Mæling mótefna gegn nemum asetýlkólíns (2- 4,13,19-21) Lungnastarfspróf (meö tilliti til öndunarlömunar) Greining fylgikvilla: Sneiömyndun/tölvustýrö sneiömyndun af miömæti Vöövamótefni sem tengjast hóstarkirtilsæxlum (23) Önnur sjálfnæmismótefni (7) Gigtarþáttur (RF) Kjarnamótefni (ANA) Skjaldkirtilsmótefni skjóta og skammvinna verkun á einkenni VSF. Gefin eru 2 mg í æð og ef engin svörun sést eftir 30 sekúndur og ekki heldur kólínergar hjáverkanir, eru gefin 8 mg í viðbót. Forsendan er að sjúklingur hafi eitthvert hlutlægt einkenni sem hægt er að staðfesta að hverfi, þ. e. ekki dugir að reiða sig á að sjúklingur segi að sér líði betur. Oft er byrjað á inndælingu saltvatns með tilliti til hugsanlegra lyfleysu- (placebo) áhrifa. Vöðvarit. Með endurtekinni örvun (3 Hz) sést dæmigert fall hrifspennunnar (meira en 10%), sem gjaman má upphefja með Tensilongjöf. Með skráningu frá mörgum vöðvum hefur þessi breyting komið fram hjá meira en 90% VSF sjúklinga. Eðlilegt vöðvarit útilokar þó ekki VSF, þar sem það getur komið fyrir hjá sjúklingum með væg og stöku sinnum jafnvel svæsin einkenni. Einþáttarvöðvarit er næmara og sérhæfara. Þá eru mörg lítil rafskaut á nálinni sem stungið er í vöðvann og skrá þau virknina í einstaka vöðvaþráðum.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.