Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 14
490 LÆKNABLAÐIÐ Þessi sérkennilegi litningagalli, sem Lubs hafði fyrstur lýst, fékk síðan heitið »fragile- X« (19) og lagt er til að á íslensku verði talað um brotgjama X-litninga eða brotgjama kvenlitninga. KLÍNÍSK AUÐKENNI I upphafi var talið að kyntengdri vangefni hjá drengjum fylgdu ekki nein áberandi útlitsauðkenni (6), og þetta fyrirbæri var ýmist kallað non-specific X-linked mental retardation, Martin-Bell syndrome eða Renpenning syndrome. A næstu ámm var svo lýst fjölskyldum þar sem saman fóru kyntengd vangefni og stór eistu (20,21) og síðar bættust við önnur auðkenni, svo sem langt og mjótt andlit og stór, útstæð eyru (22). Stundum er einnig lýst yfirbiti (prognathismus), stóru höfði, auknum taugaviðbrögðum, skjálg, yfirhreyfingum í liðamótum (hyperextension), sérkennilegum handahreyfingum (hand flapping), einhverfu (autismus), ofvirkni (hyperactivity), taltruflunum, krömpum, bandvefsgalla (connective tissue dysplasia) og vöðvaslekju (hypotonia). Tjáning þessara auðkenna er breytileg og bent hefur verið á, að klínísk greining hjá mjög ungum drengjum sé sérstaklega erfið, vegna þess að útlitsauðkenni hjá þeim séu oftast lítil (23). Karlmenn úr fjölskyldunni, sem Martin og Bell höfðu rannsakað (2), voru skoðaðir aftur og reyndust þeir flestir hafa stór eyru, stór eistu, blá augu og brotgjaman X-litning. Renpenning-fjölskyldan (4) var einnig endurskoðuð, en karlmenn úr henni reyndust hins vegar hafa fremur lítið höfuð, eðlileg eyru, höku og eistu og brotgjam X-litningur fannst ekki. Svo kom að því að menn gerðu sér grein fyrir því að fyrirbærið »vangefni og stór eistu« væri sama fyrirbærið og »vangefni og brotgjarn X-litningur« (24,25). Nú er orðið ljóst að til em margar mismunandi gerðir kyntengdrar vangefni, sennilega 60-70 talsins (9), og að brotgjam-X- litningur fylgir einungis einu þeirra (26), sem kallað er »Martin-Bell syndrome with fragile- X« (MBS-fra-X). Þá samstæðu auðkenna sem á ensku kallast fragile-X-syndrome, má nefna »heilkenni brotgjams kvenkynlitnings« á íslensku. TÍÐNITÖLUR Aætlað hefur verið að kyntengdar erfðir geti verið ástæða vangefni í 20% tilfella af ósértækri vangefni hjá karlmönnum (7). Faraldsfræðilegar rannsóknir á algengi brotgjams kvenlitnings hjá vangefnum drengjum hafa leitt í ljós tíðnitölur frá 2% hjá meðalvangefnum upp í 7% hjá mikið vangefnum (27,28) og 9.2% hjá vangefnum með fjölskyldusögu (29). Algengi brotgjams kvenlitnings hefur verið reiknað sem 1:1360 til 1:5035 hjá drengjum og 1:2073 til 1:20760 hjá stúlkum (21,30) og samkvæmt því má gera ráð fyrir, að hér á landi fæðist að minnsta kosti eitt sveinbam á ári með þennan litningagalla. Enn hafa þó ekki fundist nema tveir drengir með brotgjaman kvenlitning. FÓSTURGREININGAR Sutherland notaði blóðfrumuræktanir, þegar hann var að prófa mismunandi æti til að framkalla mjóddir á litningum (13). Hann sagði frá því, að honum hefði ekki tekist að framkalla mjóddir í litningum bandvefsfrumna, en þegar það tækist mundi verða hægt að hefja fósturgreiningar á brotgjömum kvenlitningum (14). Lengi vel gekk illa að sýna fram á brotgjama litninga í bandvefsfrumum en það tókst þó að lokum (31) . Brotgjaman kvenlitning tókst fyrst að greina í legvatns- og fósturfrumum ári síðar (32) . Þessi greining var þó ekki gerð fyrr en eftir framkallað fósturlát hjá konu sem var vís arfberi. Það sama ár tókst fyrst greining í fósturblóði (33), en blóðið var tekið við fósturspeglun. Næst var sýnt fram á að hægt væri að gera fósturgreiningu með notkun legvatnsfrumna í öðmm hluta meðgöngu (34) og loks var gerð fósturgreining á fylgjufmmum teknum með fylgjuvefssýnistöku (chorionic villous biopsy) í fyrsta hluta meðgöngu (35). Fósturgreining þykir enn erfið og ótrygg og hefur bæði verið sagt frá falsk-jákvæðum og falsk-neikvæðum tilfellum (36,37). ERFÐIR OG TJÁNING Ekki er ljóst hver sú erfðabreyting er, sem veldur heilkenni brotgjams kvenlitnings, en þó er talið víst að um sé að ræða stökkbreytingu í genaröð X-litnings, sennilega

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.