Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1990, Síða 25

Læknablaðið - 15.12.1990, Síða 25
LÆKNABLAÐIÐ 499 Mynd 2. Ahrif AKN mótefna á taugaflögu beinagrindarvöðva. Mótefnin bindast AKN og keppa þannig við og koma í veg fyrir bindingu AK. Mótefnissameindirnar eru tvígildar, þ.e. geta bundist tveimur nemum. Slík binding breytir formi AKN og flýtir með því fyrir náttúrlegu niðurbroti. Mikilvœgasta verkun mótefnanna er hins vegar binding mögnuðar (komplements), sem veldur niðurbroti AKN og umlykjandi himnu. Asetýlkólín er einnig mikilvægt boðefni í heilanum og þar eru nikotín AKN, en ekki er enn ljóst hvort AKN mótefnin geta truflað starfsemi heilans. Lýst hefur verið einkennum frá heila hjá sjúklingum með VSF (8, 9), en þau eru sjaldgæf og mænuvökvi er oftast eðlilegur (11, 12). TÍÐNI OG KYNJAHLUTFALL (3, 4) Tölur um tíðni VSF eru nokkuð á reiki, en algengi er talið á bilinu 2,5-10/100.000 íbúa. Sjúkdómurinn er helmingi algengari hjá konum en körlum. Það sjást tveir tíðnitoppar, annar við 20-40 ára aldur, einkum hjá konum og hinn við 50-60 ára aldur, einkum hjá körlum. í hinum síðari er tiltölulega há tíðni hóstarkirtilsæxla. KLÍNÍSK EINKENNI (2,3,5,12-18) Þegar einkenni sjúkdómsins eru veruleg er greiningin auðveld, en oft eru þau hins vegar óljós, einkum þegar sjúkdómurinn er á byrjunarstigi og þá geta liðið nokkur ár áður en greining fæst. Sjúkdómurinn er þá stundum greindur sem taugaveiklun og meðferð hafin með róandi lyfjum (17,18), en þau geta aukið á vöðvamagnleysið og vanlíðanina. Sjúkdómurinn byrjar oft með augneinkennum og breiðist stundum ekki frekar út. Vegna lömunar efra augnalokslyftisins sígur augnalok, stundum aðeins á öðru auganu, og lömun ytri augnvöðva veldur tvísýni. Margir fá einkenni frá neðri heilataugum. Erfiðleikar við að tyggja og kyngja valda þyngdartapi. Raddþreyta er einnig algeng. Vegna lömunar mjúka gómsins getur maturinn komið út um nefið og sjúklingurinn verður nefmæltur. Oft fylgir magnleysi í andlitsvöðvum. Þegar sjúklingur er þreyttur verður andlitið gjaman svipbrigðalaust og erfitt reynist að brosa, þannig að viðkomandi virðist dapur eða jafnvel reiður. Brosið verður lóðrétt. Erfitt getur verið að halda höfðinu og neðri kjálkanum uppi. Sjúkdómurinn getur einnig byrjað með útbreiddum einkennum og meira en helmingur sjúklinga fá einhvem tímann slík einkenni, þ. e. þreytu og magnleysi í útlimavöðva. I sumum tilvikum skapast kreppuástand (crisis), með lömun öndunarvöðva og öndunarbilun. Vöðvaslenseinkennin versna við áreynslu, en lagast við hvfld. Þau hafa gjaman dægursveiflu, em lítt áberandi á morgnana og versna þegar líða tekur á daginn. Þegar litið er til lengri tíma sjást einnig sveiflur versnunar og bata, vegna breytilegs vægis milli niðurbrots og nýmyndunar AKN. Með tímanum getur komið fram varanlegt magnleysi og vöðvarýmun. Sumir eiga mjög erfitt með að lýsa einkennunum. Vægt magnleysi í vöðvum er stundum túlkað sem dofi, einkum í andlitinu. Magnleysi í vöðvum sem tryggja stöðu líkamans, getur leitt til kvartana um verki eða dofatilfinningu í baki eða höfði. Fyrir koma kvartanir um heymarskerðingu, sennilega vegna lokunar kokhlustar vegna lömunar í koki. Heymin getur orðið of næm, vegna máttleysis í ístaðsvöðva eyrans. Öndunarörðugleikar geta valdið súrefnisskorti í heila og köstum með meðvitundarmissi. Ýmis konar álag, einkum geðrænt uppnám,

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.