Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 18
494 LÆKNABLAÐIÐ Blóðfrumur voru ræktaðar við 37°C hita í samtals 92 klst. Notaðir voru 0.4 ml af blóði út í 8-10 ml af fólínsýrusnauðu frumuæti, TC-199 með Hepes búffer (pH 1.0-1.2), sýklalyfjablöndu (penisillíni og streptómýsíni) og 5% kálfasermi. Hverju sýni var skipt í fjóra hluta. I einni ræktunarflösku var ofangreint æti óbreytt allan ræktunartímann, í annarri var sýrustig hækkað upp í pH 8.0 síðustu 24 klukkustundimar með því að bæta bíkarbónatblöndu (7g/100ml) út í ætið, og í tveimur flöskum var 5-flúóródeoxýúridíni (FUdR) bætt út í ætið síðustu 24 klst, til að ná þéttninni 0.1 míkrómól (1/10E7 M/l) í annarri flöskunni og 0.4 míkrómól (4/10E7 M/l) í hinni. Frumur voru heimtar á venjulegan hátt. Smásjárskoðun og talning litninga fór fram við stækkun 1250 sinnum. Litningar voru greindir úr minnst 100 frumum hjá hverjum einstaklingi, oftast 25 frumum úr ræktun með óbreyttu æti, 25 úr ræktun með hækkuðu pH-gildi og 50 úr ræktun með FUdR. Við smásjárskoðun eftir venjulega litun án böndunar var sérstaklega leitað að skarði eða brotstað (fragile site) á lengri armi litninga í C-hópi. Litningamir voru aflitaðir og G-bandaðir þegar skörð sáust, til að staðfesta að um X-litninga væri að ræða og að skörðin væru á réttum stað (Xq27.3). Fjöldi frumna með slíku skarði í X-litningi var talinn og skráður sem hundraðshlutfall. Akveðið hafði verið að hlutfall frumna með brotgjaman X-litning þyrfti að vera 2% eða hærra til að teljast marktækt (7). Þekkt skörð í öðrum litningum (autosomal fragile sites) voru skoðuð til að staðfesta áreiðanleika aðferðanna. Að auki vom litningar úr fimm frumum hjá hverjum einstaklingi fullgreindir nteð smásjárskoðun eftir G-böndun. Ljósmynd var tekin af litningum einnar frumu úr hverju sýni en fleiri þegar brotgjamir X- litningar fundust og í þeim tilvikum vom litningamir klipptir út og settir upp í raðaða litningamynd (karyotype). NIÐURSTÖÐUR Blóðsýni voru tekin hjá 58 drengjum og ungum mönnum á aldrinum þriggja til 35 ára (meðalaldur 14.8 ár). í hópnum voru fjögur bræðrapör. Af Reykjavíkursvæði komu 48 drengir og 10 annars staðar af landinu. í ljós kom að annar litningagalli hafði áður fundist hjá einum og er sýnið frá honum því ekki talið með í niðurstöðum. Af þeim 57, sem þá eru eftir, hafa tveir drengir (3.5%) brotgjaman X-litning í marktæku hlutfalli, annar í 30% frumna og hinn í 48% frumna. Annar hefur útlitseinkenni, sem oft tengjast þessari litningagerð: Langt andlit, stóran neðri kjálka og stór eistu, en hinn hefur ekki einkennandi útlit. Litningarannsókn var gerð á blóðsýnum frá mæðrum beggja og tveimur systrum annars, en brotgjam X-litningur fannst ekki. Að auki fannst brotgjam X-litningur í einni frumu hjá átta drengjum, en samkvæmt áður ákveðnum skilmerkjum var það ekki talið marktækt. Brotgjam X-litningur fannst ekki hjá neinum drengjanna úr bræðrapörunum fjórum. Engir aðrir litningagallar fundust. Við athugun á skrám litningarannsóknadeildar kom í ljós að almenn litningarannsókn hafði verið gerð hjá 33 drengjanna (57.9%) frá einu til átján árum áður. Þroskahömlun var tilnefnd sem aðalástæða þeirrar rannsóknar í öllum tilvikum, en einnig var getið um ósértæk útlitseinkenni hjá tíu og ýmis einkenni frá taugakerfi hjá sex. I tveimur tilvikum hafði verið gerð almenn litningarannsókn á fósturfrumum í meðgöngu, í öðru vegna aldurs ntóður, en í hinu vegna þroskahömlunar hjá fyrri bömum konunnar. I báðum tilvikum voru fósturlitningar eðlilegir. Hjá einum drengjanna hafði verið gerð litningarannsókn erlendis og var hann sagður hafa brotgjaman X-litning, en formleg skýrsla um þá rannsókn liggur þó ekki fyrir hjá okkur. Þegar rannsókn okkar sýndi ekki brotgjaman X-litning voru ný blóðsýni frá honum send á tvær erlendar rannsóknastofur. Hvorug gat sýnt fram á brotgjaman X-litning og var það túlkað sem full staðfesting á niðurstöðu okkar. Athugun á skrám litningarannsóknadeildar leiddi enn fremur í ljós að önnur tilfelli af brotgjömum X-litningum hafa ekki fundist hér á landi enn. UMRÆÐUR Þetta er fyrsta tilraun, sem gerð er til að finna algengi brotgjams X-litnings hjá þroskaheftum karlmönnum á íslandi. Við leit að brotgjömum X-litningi þarf að beita sérstakri tækni við ræktun frumna, til að framkalla brotgjöm skörð (fragile sites) á litningunum (3,4).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.