Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 513-8 513 ÚTDRÆTTIR ÚR ERINDUM FLUTTUM Á HAUSTNÁMSKEIÐI LÆKNAFÉLAGANNA 18.-20. SEPTEMBER 1989. SPJALDASÝNING AÐ TAKA AÐSKOTAHLUT ÚR FÆTI Brynjólfur Mogensen, Þonaldur Ingvarsson. Slysa- og bæklunarlœkningadeild Borgarspítalans. Nær daglega leita sjúklingar á slysadeild með aðskotahlut í fæti. Oftast er um að ræða tréflís, glerbrot, nál eða nálarbrot. Oftar en ekki virðist einfalt að fjarlægja aðskotahlutinn. Röntgenmyndir gefa hugmynd um staðsetninguna ef um málmhlut er að ræða en annars yfirleitt ekki. A röntgenmyndum virðast aðskotahlutimir oft nær yfirborðinu en þeir raunverulega em. Það kemur því oft fyrir að viðkomandi haldi að það verði auðvelt að ná aðskotahlutnum, en kemst að hinu sanna þegar leitin er byrjuð og lítið gengur. Við mælum með eftirfarandi aðferð við að fjarlægja aðskotahluti úr fæti. Aður en deyft er skal kanna húðskyn, blóðflæði og sinastarfsemi tánna. Því næst gera sér grein fyrir hvaða taugar sjá um viðkomandi svæði. Langoftast er um að ræða n.tibialis posterior sem greinist í n. plantaris med. og lat. eða þá n. suralis sem ber boð frá aftari hluta fótarins. Viðkomandi taug er deyfð í hæð við malleolana með um 15 ml. af 1% Lidocain án adrenalins hjá fullorðnum. Nákvæma lýsingu á deyfingunni er að finna í bókinni Illustrated Handbook in Local Anaesthesia*). Eftir að svæðið dofnar, sem gerist á um 15-25 mínútum, er fóturinn vafinn með um það bil fjórum lögum af gifsbómull ofan við ökklann. Neðan við gifsbómullina er fóturinn þveginn og vafinn inn í dauðhreinsað klæði. Yfir klæðið er síðan vafið stasabindi sem er hnýtt yfir gifsbómullina. Dauðhreinsaða lakinu er flett í sundur nógu mikið til þess að hafa góðan aðgang að aðgerðasvæðinu. Með þessu móti er hægt að vinna í blóðtómu svæði. Gerður er um 1 sm skurður þar sem aðskotahluturinn fór inn. Þá sést alltaf gamalt, storknað blóð og er einfaldast að fylgja blóðstorkunni eftir að aðskotahlutnum. Ef þessari aðferð er beitt er yfirleitt hægt að fjarlægja flesta aðskotahluti án teljandi erfiðleika á heilsugæslustöð ef læknirinn treystir sér til að deyfa fótinn. Böm undir 10 ára aldri er þó varla hægt að meðhöndla á þennan hátt nema að þau fái góða premedication. Ungböm er best að svæfa. *)IHustrated Handbook in Local Anaesthesia, Lloyd-Luke Ltd. 1979. ÁRANGUR AÐGERÐA VEGNA ROTATOR CUFF EINKENNA Brynjólfur Mogensen, Agúst Kárason. Slysa- og bæklunarlœkningadeild Borgarspítalans, handlœkningadeild Sjúkrahúss Akraness. Gerð var aðgerð á átján sjúklingum (tíu karlar og átta konur) vegna langvarandi rotator cuff einkenna eftir að hefðbundin meðferð bar ekki árangur. Engir sjúklinganna höfðu rotator cuff rifu, er þeir voru skomir. Hjá sjö sjúklinganna byrjuðu rotator cuff einkennin eftir áverka. Álgengustu kvartanir fyrir aðgerð voru sársauki við hreyfingu, næturverkur, minnkuð axlarhreyfing og óþægindi við vinnu. Meðalaldur sjúklinga í aðgerð var 43 ár (26-74). AðgerÖ: Hjá níu sjúklingum var ligamentum coracoacromiale (CAL) og hluti af neðra fleti fremri hluta acromion (A) fjarlægður. Ofannefnd aðgerð (CAL + A) ásamt losun á biceps longus sininni (BLT) var framkvæmd hjá fjórum sjúklinganna. Hjá fimm sjúklingum (CAL + A + BLT) var að auki tekinn ysti hluti viðbeins. Arangur: Allir nema einn sjúklinganna álitu árangurinn góðan (tólQ eða ágætan (fimm) við eftirrannsókn, að meðaltali 25 mánuðum (12-48) síðar. Sjúklingamir vom ánægðastir með að verkur fyrir aðgerð var horfinn eða aðeins væg óþægindi eftir mikið álag. Einn sjúklinganna hafði sömu óþægindi eftir aðgerð og hann hafði fyrir. Niðurstaða: Árangur virðist góður af aðgerð vegna langvarandi rotator cuff einkenna. SAMANBURÐUR Á MÆLINIÐURSTÖÐUM ÁTTA ÍSLENSKRA RANNSÓKNASTOFA Á SERUMLÍPÍÐUM VORIÐ 1989 Elín Olafsdóttir, Þon’aldur Veigar Guðmundsson. Rannsóknastofa Landspítalans í meinefnafrœði. Vegna mikillar umræðu hérlendis og erlendis um hlut kólesteróls í meingerð fituútfellinga í kransæðum og hugsanlegar leiðir til að lækka kólesteról í blóði fólks, var ákveðið að kanna hversu vel mæliniðurstöðum hinna ýmsu rannsóknastofa í landinu bæri saman og hversu nákvæmar lípíðmælingar þeirra em í dag. Frystiþurrkuð kontrólsermi (dýra) vom keypt frá Nycomed og fékk hver þátttakandi 10 sýni með lágu lípið gildi, 10 með meðalháu og 10 með háu gildi. Ein mæling var gerð daglega í tíu daga á kólesteróli (kól), HDL-kólesteróli (HDL) og trfglýceríðum (TG) um leið og venjuleg sjúklingasýni vom mæld. Allar rannsóknastofumar nota sömu aðferð við mælingu á kól og TG og sömu efni til fellingar á LDL og VLDL, en

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.