Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 91-6. 91 Vilhjálmur Rafnsson, Hólmfríöur Gunnarsdóttir, Soffía G. Jóhannesdóttir HÚSASÓTT: KÖNNUN Á LÍÐAN FÓLKS Á 10 VINNUSTÖÐUM ÚTDRÁTTUR Þversniðsathugun á fyrirbærinu húsasótt (sick building syndrome) var gerð meðal fólks í átta húsum, en á 10 vinnustöðum. Notaður var spumingalisti sem ýmist var sendur fólki í pósti eða lagður fyrir það á vinnustaðnum. Athuganimar voru ýmist gerðar að beiðni, vegna kvartana fólks um vanlíðan, eða að frumkvæði rannsakenda sjálfra. I húsum sem loftræst voru um glugga og dyr og þar sem ekki voru neinir rakagjafar fann fólk fyrir minnstum óþægindum. I húsum sem voru með vélrænni loftræstingu og öll með rakagjöf, utan eitt, hafði fólk meiri einkenni en í gluggaloftræstu húsunum hvort sem litið var eingöngu á þau hús sem athuguð voru að beiðni, vegna kvartana, eða hin sem athuguð voru til samanburðar. Tíðni augneinkenna var til dæmis 17.1% í gluggaloftræstu húsunum en frá 28.2-66.3% í húsum með vélrænni loftræstingu. Samsvarandi tölur vegna óþæginda í nefi voru 10.5% í gluggaloftræstu húsunum á móti 19.2-60.7% í þeim vélrænt loftræstu. I gluggaloftræstum húsum kvörtuðu 13.3% undan óeðlilegri þreytu, en tíðni slíkra kvartana var 19.2-53.6% í hinum húsunum og samsvarandi tölur vegna höfuðverks voru 11.4% á móti 21.2-51.7%. Athugun á fellimótefnum, sem var gerð í fimnt húsum, benti ekki til að einkenni fólks mætti rekja til mengunar örvera úr rakagjöfum. Heilsusamlegustu húsin virðast vera þau sem loftræst eru með opnanlegum gluggum, þar sem hvorki er vélræn endumýting loftsins né rakagjöf. INNGANGUR Talað er um vandahús (problem buildings) sem almennt hugtak yfir byggingar, þar sem kvartað er um óþægindi og vanlíðan og fólkið Frá Vinnuettirliti ríkisins, atvinr.usjúkdómadeild. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Vilhjálmur Rafnsson. sem þar dvelst kennir húsnæðinu um (1). Þessum húsum má skipta í þrjá aðalflokka. í fyrsta lagi eru hús þar sem fólk hefur ákveðið mynstur af einkennum. Þetta er kallað húsasótt eða »sick building syndrome« (2-8). Húsasótt var áður fyrr iðulega rakin til hóp- fmyndunarveiki (mass psychogenic illness) (9) en er nú talin af óþekktum orsökum. I öðru lagi eru veikindi sem tengjast húsum en hafa ákveðnar þekktar orsakir, svo sem ofnæmissjúkdómar (10-15), smitsjúkdómar (16,17) og kvartanir sem tengjast sérstakri mengun (4,18-20). I þriðja flokknum eru sjúkdómar með löngum huliðstíma, en þá verður fólk fyrir mengun innanhúss án þess að verða hennar vart, og ekki er hægt að gera sér grein fyrir menguninni nema gerðar séu sérstakar mælingar. Hér verður fyrst og fremst fjallað um húsasótt og rannsóknin er þversniðsathugun á líðan fólks á 10 vinnustöðum. EFNI OG AÐFERÐIR Á undanfömum árum hefur verið leitað til Vinnueftirlits ríkisins og beðið um ráðleggingar vegna vanlíðunar fólks í húsum þar sem ekki fer fram iðnaðarframleiðsla. Stundum hafa verið gefin almenn ráð til lausnar en í öðrum tilvikum athugað hvers eðlis kvartanir eru. Spumingalistar voru ýmist lagðir fyrir fólkið á vinnustaðnum og safnað þar saman eða sendir heim til fólks. Spurt var um einkenni í augum, nefi, öndunarfærum, höfuðverk, hita, hroll, þreytu og húðeinkenni sem kæmu í vinnunni. Rakagjafar voru á sjö vinnustöðum. Á fimm vinnustöðum var athugað hvort fólk hefði myndað fellimótefni gegn örverum frá rakagjöfum. Þessar rannsóknir voru gerðar við Allergologisk Laboratorium A/S í Kaupmannahöfn með gagnmótefna rafdrætti í agarhlaupi (21,22).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.