Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 26
108 LÆKNABLAÐIÐ Vífilsstöðum sem er framhaldsdeild fyrir áfengissjúklinga. Auk hefðbundinna vinnubragða geðlæknisfræðinnar á þessu sviði, kynnti hún sér aðferðir og stefnu SAA og ennfremur fór hún í nokkrar ferðir til lengri og skemmri námsdvala á viðurkenndum stofnunum í Bandaríkjunum til þess að afla sér aukinnar þekkingar á þessu sviði. Hún kynnti sér sögu AA-samtakanna, hugmyndafræði þeirra, markmið og leiðir og nýtti sér í starfi sínu. Úrsúla lét hér ekki staðar numið. Geðlæknisfræðin vakti óskiptan áhuga hennar, og hún afréð brátt að segja endanlega skilið við hina fyrri sérgrein sína. Hún vann ötullega að því að afla sér haldgóðrar menntunar á þessum nýja vettvangi og tók það verkefni engum vettlingatökum, fremur en annað. En mannlegi þátturinn, sambandið við sjúklinginn og þjálfunin í samtalsmeðferð var henni án efa efst í huga, og eins og áður segir meðferð alkóhólista og síðast en ekki síst aðstandenda þeirra. Sérfræðiréttindi í geðlækningum hlaut Úrsúla á síðasta ári. Sérfræðiritgerð hennar fjallaði um mat á þunglyndi og birtist í Nordisk Psykiatrisk Tidsskrift. í suntar opnaði Úrsúla lækningastofu í húsnæði Apóteks Vesturbæjar við Hagamel, ásamt nteð starfi sínu á göngudeild geðdeildar Landspítalans. Hún stóð því á merkum vegamótum á ferli sínum um þessar mundir. Úrsúla festi hér traustar rætur. Islenskur nkisborgari varð hún 1986. Lífsviðhorf hennar einkenndist af virðingu fyrir umhverfi og gróðri og ást á fegurð náttúrunnar. Dýravinur var hún góður. Útivist og ferðalög um landið og óbyggðir þess og síðast en ekki síst hestamennska voru hennar líf og yndi. Þrjá góða hesta átti hún sjálf. Til þess að kynnast landinu sem best sótti hún námskeið fyrir leiðsögumenn og fékk réttindi sent slíkur. Úrsúla var listelsk, las mikið, fylgdist vel með öllu sem hér var að gerast, ekki síst í tónlist, myndlist og leiklist. Agætt skyn bar hún á andleg verðmæti og nauðsyn þess að öllum þessunt þáttum tilverunnar væri sýnd ræktarsemi. Mjög áhugasöm var hún um félagsmál lækna og ekki síst stöðu kvenna í starfinu. Úrsúla var vinaföst og böm löðuðust að henni. Um hvað sárast að binda við fráfall Úrsúlu á líklega ungur systursonur hennar, Mick, en hann dvaldi hér hjá henni um skeið á hverju sumri og var samband þeirra tveggja náið og gott. Líf og störf Úrsúlu einkenndust af reglusemi, snyrtimennsku og trúmennsku við allt sem hún tók að sér. Gestrisni hennar var við brugðið. Hún hafði skýrar og ákveðnar skoðanir, gekk hiklaust og skipulega að verki, var einbeitt og krefjandi, en ætíð meir við sjálfa sig en aðra, baráttuglöð og föst fyrir, harðsnúin og rökfim fyrir hönd sannfæringar sinnar. Réttlætiskennd hennar, hreinskilni og græskuleysi voru aldrei neinum vafa undirorpin. Hún stóð fyrir sínu og fór ekki í felur. Af næmleika fyrir kjama málsins og einarðleik sem henni var laginn, var hún skarpskyggn á sýndarmennsku og moðreyk hálfkáks og stefnuleysis. Úrsúla hafði, eins og áður segir, nýlega náð merkum áfanga er hún veiktist skyndilega af illkynja sjúkdómi. Hún varðist af harðvítugleik meðan stætt var, en hneig í valinn langt um aldur fram, aðeins 44 ára. Þunnskipuð sveit íslenskra geðlækna hefur misst vaskan liðsmann úr röðum sínum. Fyrir hönd Geðlæknafélags Islands og starfsfólks geðdeildar Landspítalans votta ég Úrsúlu þökk fyrir eftirminnileg kynni og samstarf, minningu hennar og hugsjónum virðingu og hollustu, og móður hennar og öðrum ástvinum samúð. Magnús Skúlason

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.