Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 123 sjúkdómseinkennum í sjúkraskrám sínum. Greining hans byggist á lokaeinkennum sjúkdómsins og með þeim tækjakosti, er Bjöm hafði yfir að ráða, var varla hægt að greina hann fyrr. Aldamótalæknamir þurftu í ríkara mæli en læknar nútímans að beita athyglisgáfu sinni og gegnir furðu hversu langt þeir náðu í sjúkdómsgreiningum með frumstæðum tækjakosti. A útmánuðum árið 1909 fékk Bjöm augnþrýstingsmæli, smíðaðan af prófessor Schiötz í Osló, sem fann þetta rannsóknartæki upp nokkru áður. Hefur þessi mælir stuðlað mest að því að finna gláku áður en augljós sjúkdómseinkenni koma í ljós og er þar með það tæki, sem blinduvamir byggðust fyrst og fremst á í áratugi. Athyglisvert er að Bjöm, hér á hjara veraldar og án þess að fara utan, hefur fengið þetta tæki um fjórum árum eftir að því er lýst. Þess vegna gat hann greint gláku miklu fyrr en ella og tók sjúklinga til meðferðar áður en skemmdin var farin að grafa um sig. Fyrsta augnþrýstingsmæling hans er skráð 18. mars 1909. Glákusjúklingum Bjöms fjölgar óðum, er greiningin verður auðveldari og þetta síðasta missiri, sem hann á eftir ólifað finnur hann að minnsta kosti 43 nýja glákusjúklinga. I bókum Bjöms eru alls skráðir um 439 einstaklingar með gláku, en aðeins þrír þeirra eru með greininguna bráðagláka. Skráðir glákusjúklingar Bjöms er mikilvæg undirstaða, þegar verið er að kanna glákuættir hér á landi. Eru þær ömggar heimildir um glákusjúkt fólk um og eftir aldamótin síðustu. Sjúkraskrá Bjöms gefur og góða mynd af gangi gláku, þegar engri meðferð var beitt eins og var hér áður en Bjöm tók til starfa. Af 439 glákusjúklingum voru 121 undir sextugu eða 27.4 af hundraði, er sjúkdómurinn var greindur, en flestir á aldrinum 60-69 ára eða tæplega helmingur. Karlar eru mun fleiri en konur eða 326 á móti 113, sýnir þetta enn einu sinni hvað gláka leggst þyngra á karla en konur og er það enn meira áberandi en nú á dögum. Af þessum glákusjúklingum vom 58 alblindir á báðum augum, er þeir leita til Bjöms eða rúmlega 13 af hundraði. Auk hinna alblindu voru 112 starfsblindir og flestir hinna komnir með sjúkdóminn á lokastig. Þegar sjúkdómurinn finnst ekki fyrr en þetta, er skiljanlegt að árangur meðferðar hefur á umræddum tíma verið lítill og blindutíðni há. Aðgerðir voru mjög oft ekki gerðar fyrr en sjúklingurinn var nær blindur og árangur af þeim sökum meðal annars ekki góður. Hugmyndin að skurðaðgerð við gláku kemur ekki fram fyrr en 1830 og árið 1835 framkvæma William MacKenzie og Middlemore ástungu á hvítuna til að lækka háþrýsting í auga. Höfðu menn þá nýlega gert sér ljóst að hár vökvaþrýstingur í auga er aðaleinkenni gláku. Arið 1857 verða þáttaskil í meðferð gláku er Albrect von Graefe kemur með nýja aðferð - lituhöggið, sem enn í dag er lækning við bráðagláku. Var lituhöggið notað við allar tegundir gláku, uns veituaðgerðir fóru að ryðja sér til rúms í byrjun þessarar aldar. Það kom fljótt í ljós að lituhöggið reyndist ekki haldgott við hægfara gláku. Um 1870 kynnti Louis de Wecher (1832-1906) hvítuskurðinn (sclerotomia anterior), sem átti að auka frárennsli augnvökvans við hægfara gláku. Var ætlunin að veita myndaðist úr framhólfinu. Skeði það stundum, en oftar myndaðist örvefur og rásin stíflaðist. Ymsar slíkar aðgerðir voru reyndar, en komu ekki að gagni uns veituskurði með litustagi (iridencleisis) var lýst af Norðmanninum Sören Holth árið 1907. Með þessari aðferð rann upp ný öld á sviði glákuskurðlækninga, því þá var í fyrsta sinn fundinn haldgóður veituskurður við hægfara gláku. Hefur þessari aðferð verið beitt til skamms tíma, en öruggari endurbættar aðferðir hafa þó fundist síðan. Núna hefur leysigeislameðferð að stórum hluta leyst blóðuga glákumeðferð af hólmi. Bjöm var bam sinnar tíðar og beitti hvítuskurði og lituhöggi við gláku fram á síðasta starfsár sitt. Stundum komu þessar aðgerðir að nokkru gagni og töfðu fyrir þróun sjúkdómsins um tíma einkum, ef varanleg veita myndaðist við skurðinn, sem heyrði þó frekar til undantekninga. Aðeins tveimur ámm eftir að prófessor Holth fann fyrmefndan veituskurð hóf Björn að gera slíkar aðgerðir hér heima. Gerði hann fyrstu aðgerðina 3. mars 1909 og markar sú aðgerð tímamót í sögu augnlækninga á Islandi og einnig augnþrýstingsmælingin, sem Bjöm byrjaði að beita um sama leyti. Þetta er fyrsta raunhæfa aðgerðin við hægfara gláku, sem gerð er hér

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.