Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 113 örvun með rafstraumi, þrýstiklefameðferð og svonefnd lífræn afturverkun41 (19,20). Eymasuðssjúklingar eru hins vegar mjög ósamstæður hópur hvað aldur og sjúkdómsorsök varðar. Þess vegna er útilokað að finna eina meðferð sem hæfir öllum. Sjúklingar með eymasuð á háu stigi kvarta helst undan svefntruflunum og skorti á einbeitingu. Oft duga einföld ráð, til dæmis að hafa útvarp við rúmstokkinn stillt á milli stöðva og athuga hvort kliðurinn nægi til að draga úr eymasuðinu þannig að sjúklingurinn eigi léttara með svefn (16). Að deginum getur sumum gagnast vel að hlusta á tónlist um heymartól til að bæla eymasuðið (21). Miklu skiptir að afstaða læknisins sé jákvæð og sjúklingnum látið eftir að reyna mismunandi meðferð og velja og hafna að vild. Hópmeðferð, þ.e. samskipti eymasuðssjúklinga innbyrðis, er og mikilvæg (18). í framangreindri athugun á HTÍ var niðurstaðan sú að úr ósamstæðum hópi sjúklinga, töldu 9-26 af hundraði sig hafa veruleg eða nokkur not af suðara. Þetta er í góðu samræmi við niðurstöður annarra (19,22). Rétt er þó að taka fram að ýmsir efast um ágæti möskunar við eymasuði (23). Hvað sem því líður verður vart á móti mælt að hér er um að ræða athyglisverða nýjung í greiningu og meðferð sjúklinga með þann þráláta og oft bæklandi kvilla, sem eymasuð er. 1) hömlunarleif - residual inhibition 2) eiginleg/vakin úthljómun cyrans - spontanous/evoked otoacoustic emissions 3) hljóðskvetta - tone-burst 4) lífræn afturverkun - biofeedback SUMMARY Tinnitus: Analysis, masking and masker treatment. The National Hearing & Speech Institute, Reykjavik recently acquired equipment for analysis and treatment of tinnitus by masking and residual inhibition (RI). During a one year period tinnitus symptoms of 23 patients were analysed. The patients were 47 to 75 years old - median value 65 years. Males were in majority (65%). AU patients suffered from hearing loss and its causes were mainly noise induced hearing loss and/or presbyacusis. Analysis was successful for most patients and masking results positive for about half of the group. Seven patients experienced RI and received an individually adjusted pocket masker for trial treatment. Of the original group 9-27% experienced good or some relief of tinnitus using a masker for residual inhibition. This is in accordance with comparable foreign studies. ÞAKKIR Þakkir ber Sólrúnu Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi og starfandi heymartækni við HTÍ fyrir framkvæmd og samantekt heymarrannsókna og stjóm HTI fyrir skilning á nauðsyn rannsóknaverkefna af þessu tagi og allan stuðning. HEIMILDIR 1. Coles RRA. Epidemiology of tinnitus (1) Prevalence. J Laryngol Otol 1984: 9/SuppIement: 7-15. 2. Gould T. Hearing II. The physiological basis of the action of the cochlea. The Proceedings of the Royal Society 1948: 492-509. 3. Kemp DT. Stimulated acoustic emissions from within the human auditory system. J Acoust Soc Am 1978; 47: 504-9. 4. Kemp DT. Physiologically active cochlear micromechanics-one source of tinnitus. In: Evered D. Lawrenson G, eds. Tinnitus. London: Pitman. 1981: 54-81. 5. Zwicker E, Manley GA. Acoustical responses and suppression-period pattems in guinea pigs. Hear Res 1981; 4: 43-52. 6. Evans EF, Wilson JP, Boerwe TA. Animal models of tinnitus. In: Evered D, Lawrenson G, eds. Tinnitus. London: Pitman, 1981: 108-38. 7. Anderson SD, Kemp DT. The evoked cochlear mechanical response in laboratory primates. a preliminary report. Arch Otorhinolaryngol 1979; 224: 770-85. 8. Penner MJ. Aspirin abolishes tinnitus caused by spontaneous otoacoustic emissions. A case study. Arch Otolaryngol Nead Neck Surg 1989; 115 (7): 871-5. 9. Wilson JP. Evidence for a cochlear origin for acoustic re-emissions threshold line-structure and tonal tinnitus. Hear Res 1980; 2: 233-52. 10. Zurek PM. Spontaneous narrow band acoustic signals emitted by human ears. J Acoust Soc Am 1981; 69: 514-23. 11. Penner MJ. Audible and annoying spontaneous otoacoustic emissions. A case study. Arch Otolaryngol Head Neck Surg 1988; 114 (2): 150-3. 12. Flock A, Bretscher A, Weber K. Immunohisto- chemical localisation of several cytoskeletal proteins in inner ear sensory and supporting cells. Hear Res 1982; 7: 75-89. 13. Amold W, Anniko M. Supporting and membrane structures of human outcr hair cells: Evidence for an isometric contraction. ORL 1989; 51 (6): 339-53. 14. Hazell J. Masking thcrapy. In: Hazell J, ed. Tinnitus. London: Churchill Livingstone, 1987: 96-117. 15. Mendel D. A basis for the pharmacology of hearing. J Laryngol 1980: 94: 1363-76.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.