Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 125 sjúklinga hans á því tímabili, sem hann fór í ferðalögin. A þessum ferðalögum fann hann 175 nýja glákusjúklinga. Eru þeir um sjö af hundraði þeirra sjúklinga, sem til hans leituðu á ferðalögunum. Fór hann ætíð með strandferðaskipum og dvaldist stundum nokkra daga eða vikur á sama stað. Heildartala augnsjúklinga Bjöms frá miðju sumri 1892 til 12. október 1909 er um 11.112, en af þeim eru 439 einstaklingar með gláku eða tæplega fjórir af hundraði sjúklinga hans. Eftir að Bjöm flyst til Reykjavíkur kennir hann augnlækningar við Læknaskólann og er jafnframt prófdómari. Er hann fyrsti kennarinn í augnsjúkdómum hér á landi, en Andrés Fjeldsted, augnlæknir var næstur. Ekki er vitað hvemig kennslunni var háttað, en í reglugerð handa Læknaskólanum í Reykjavík frá 1899 segir, að lærisveinar skuli að minnsta kosti í tvö skólamisseri hafa sótt augnklínik. Sama árið og Björn sest að í höfuðstaðnum gerir Guðmundur Magnússon þá nýskipaður kennari við Læknaskólann fyrsta holskurð sinn við sullaveiki í Reykjavík. Er hann var héraðslæknir, hafði hann gert fimm sullskurði á Sauðárkróki. Bjöm aðstoðaði Guðmund Magnússon við marga meiriháttar skurði. Sendi Guðmundur stundum sjúklinga til augnlæknisins vegna greiningar sjúkdóma, einkum þar sem vænta mátti einkenna frá augum, til dæmis ef grunur lék á heilaæxli. Bjöm Olafsson var ekki aðeins augnskurðlæknir, heldur gat hann líka brugðið fyrir sig almennum skurðlækningum, enda vanur að aðstoða mikilhæfan skurðlækni. Sumarið 1898 gerði Bjöm holskurð til sulls með Volkmannsaðferð á dreng í Stykkishólmi. Var hann þá staddur hjá Davíð Scheving- Thorsteinsson, er þar var héraðslæknir. Tókst aðgerðin með ágætum. Þessi sullskurður og fyrmefndar lýtaaðgerðir og skinnflutningur sýna alhliða hæfni Bjöms sem skurðlæknis. Er hillir undir nýja spítalabyggingu í Reykjavík í túni Landakots og þar með bætta aðstöðu til lækninga og þá einkum skurðlækninga, fara þeir Guðmundur Magnússon og Bjöm Olafsson saman námsför til útlanda haustið 1901. Voru þeir félagar þremenningar að frændsemi og mikil vinátta þeirra á milli. Leggja þeir leið sína til Edinborgar, Glasgow, Lundúna, Berlínar, Breslau og Kaupmannahafnar og komu heim í mars 1902, um svipað leyti og homsteinn er lagður að nýrri spítalabyggingu á Landakoti. Er St. Jósefsspítalinn tekur til starfa á morgni þessarar aldar verða þáttaskil í sögu læknisfræðinnar hér á landi, en fullur skriður var þó kominn á þá byltingu er átti sér stað í handlækningum nokkrum árum áður. Landakot verður höfuðsetur vísindalegrar læknisfræði og nú fyrst er kleift að leggja í ýmsar þær læknisaðgerðir, er áður var torvelt að framkvæma. Verkleg kennsla læknanema flyst þangað og þar taka til starfa þeir læknar, er gátu sér bestan orðstír í byrjun aldarinnar vegna lærdóms og hæfni. Hinir fyrstu voru Guðmundur Bjömsson, Guðmundur Magnússon og Bjöm Ólafsson. Arið 1905 bætast þeir Sigurður Magnússon og Sæmundur Bjamhéðinsson í hópinn. Matthías Einarsson byrjar 1906 og Guðmundur Hannesson árið 1907. Björn leggur fyrsta sjúkling sinn inn á spítalann 9. nóvember 1902, en fyrsta sjúklinginn bar að garði 1. september þetta sama haust. Bjöm gerði margar stóraðgerðir á Landakoti þau sjö ár, sem hann starfaði þar. Er þeim lýst í einkasjúkraskrám hans, því í sjúkraskrám Landakotsspítala er ekki getið um sjúkdómsgreiningu og meðferð fyrr en árið 1908. Mun ekki verða sagt frá þeim aðgerðum hér, en um merkilegt brautryðjandastarf var þar að ræða við hliðina á þeim læknum, sem hæst bar um aldamótin. I fimm ár, 1905-1909, lagði Bjöm einnig sjúklinga sína inn á Franska spítalann, en þeir voru fáir. Þrátt fyrir spítalaaðstöðu, eftir að St. Jósefsspítalinn tók til starfa, gerði Bjöm enn æði margar af aðgerðum sínum heima hjá sjúklingum. Hann var vanur að gera aðgerðir við frumstæðar aðstæður og hélt því áfram þótt sjúkrahús risi upp. Ein aðalástæðan fyrir því var sennilega sú, að efnahagur fólks leyfði því ekki að leggjast inn á spítala, enda er áberandi hvað sjúklingar eru fljótt útskrifaðir, jafnvel eftir stóraðgerðir. Daggjöldin fyrstu árin á Landakoti voru kr. 1.50 á dag og þóttu miklir peningar í þá daga. Bjöm Ólafsson hlaut heiður af lækningum sínum, hæfni og mannkostum, en ritsmíðar hans eru litlar af vöxtum. í tímaritinu Eir, sem var ársfjórðungsrit handa alþýðu um

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.