Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 95 % 100 75 50 25 0 Irritation of the mucous membranes % General symptoms Workplaces Buildings n=3 Men Gsa Women a Men csa Women Fig. 3. Prevalence (%) of irrilalion of the mucous membranes and general symptoms among smokers and non-smokers in the ten workplaces. mun meira af einkennum en karlar hvemig sem loftræstingu er háttað. Mynd 3 sýnir algengi slímhimnueinkenna og almennra einkenna eftir húsum meðal reykingamanna og þeirra sem ekki reykja. Ekki er hægt að greina fylgni við reykingar. Títer fellimótefna gegn mótefnavökum úr rakagjöfum var athugaður hjá fólki á fimm vinnustöðum. Ekki reyndist hærri títer hjá fólki í húsum með vélrænni loftræstingu og rakagjöf (vinnustaðir 6-9) en í húsi 10 sem var gluggaloftræst og án rakagjafar (Mann- Whitney próf p>0.05). UMRÆÐA Þessi rannsókn lýsir líðan fólks í íslenskum húsum sem athuguð var með spumingalista. Niðurstöðumar eru í megindráttum samhljóða því sem fram hefur komið í erlendum rannsóknum (3,5,8,23-25). Eins og þar hefur verið gert, var tíðni kvartana í húsum með vélrænni loftræstingu borin saman við það sem gerist í gluggaloftræstum húsum (3-8). Hér er ekki um slembiúrtak húsa að ræða heldur voru nokkur húsanna athuguð vegna þess að borist höfðu kvartanir og beiðnir um athugun og úrlausn. Þess var hins vegar gætt að taka hús til samanburðar þar sem ekki hafði verið kvartað, eins og merkt er í töflu I og eru einkenni þar fátíðari en í hinum húsunum. í rannsókninni var ekki unnt að athuga hvort einkenni væru mismunandi eftir starfshópum, til þess þarf stærri hópa. Konur höfðu hlutfallslega fleiri einkenni en karlar og hefur það einnig fundist í erlendum rannsóknum (8,23,24). Af niðurstöðum þessarar rannsóknar vérður ekkert ákveðið ályktað um samband reykinga og einkenna, en í danskri rannsókn virtust reykingamenn fremur hafa einkenni en þeir sem ekki reykja (24). Niðurstöðumar sýna að fólki líður best í húsum sem loftræst eru um glugga og dyr. Þetta hefur einnig fundist í erlendum rannsóknum á líðan fólks í húsum þar sem ekki er iðnaðarstarfsemi (3,5,8) en þær niðurstöður eru þó ekki einhlítar (25). I húsunum með vélrænu loftræstingunni er loftið endumýtt að hluta en fersku lofti bætt við smám saman. Rakagjöf var í öllum loftræstikerfunum nema í húsi 4. í gluggaloftræstu húsunum var hins vegar hvorki um að ræða hringrás loftsins né rakagjöf. Menn hafa áður veitt athygli rakagjöfum sem geta verið mengaðir bakteríum, sveppum, frumdýrum og þess háttar (3). Því hefur verið sett fram sú tilgáta að örverumengun, til dæmis frá rakagjöfum, valdi sumum af þessum einkennum, hugsanlega vegna ofnæmisviðbragða eða verkunar inneitra (3,8,25-27). Þessi rannsókn á íslenskum húsum virðist ekki styðja þá tilgátu. í fyrsta lagi var mjög mikið af einkennum í húsi þar sem ekki var nein rakagjöf. í öðru lagi mældust fellimótefni í blóði fólks í fjórum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.