Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 38
116 LÆKNABLAÐIÐ á tímabilinu 1866-1884. Dr. Jón Hjaltalín landlæknir var forstöðumaður skólans. I þessu elsta sjúkrahúsi Reykjavíkur var rými fyrir 14 sjúklinga. Það var sérkennilegt við spítalahald í þessu húsi, að á neðri hæðinni var veitingarekstur. Þar voru haldnar veislur, dansleikir og leiksýningar en sjúkrastofur voru notaðar handa ferðamönnum eftir því sem ástæður spítalans leyfðu. Talið er að landnámsbærinn Reykjavík hafi staðið á svæðinu við suðurenda Aðalstrætis þar sem klúbbhúsið (spítalinn) stóð. Það sem styður þá getgátu er, að mannvistarleifar frá því skömmu fyrir árið 900 fundust þar við fomleifarannsóknir, sem fram fóru 1971- 73. Þetta hús stóð fram undir 1916 en þá lét Hjálpræðisherinn rífa það og reisti í stað þess stórt samkomuhús. Bjöm lauk prófi í forspjallsvísindum við Prestaskólann vorið 1885. Mátti enginn ljúka fullnaðarprófi frá Læknaskólanum, nema hann hefði lokið slíku prófi áður. A þeim tíma sem Bjöm var í Læknaskólanum veitti Schierbeck, landlæknir skólanum forstöðu en samkennarar hans voru dr. Jónas Jónassen, héraðslæknir og Tómas Hallgrímsson, sem var fastakennari við skólann. Ytri aðbúnaður Læknaskólans í Þingholtum og sjúkrahússins var í mesta máta frumstæður og var skurðstofa sjúkrahússins í annarri kennslustofu skólans og var þar hvorki rennandi vatn né skólpveita. Þrátt fyrir frumstæðan og fátæklegan búnað, sem að sjálfsögðu leiddi til lítillar verklegrar kennslu, var bókleg fræðsla nokkuð sambærileg við aðra læknaskóla á Norðurlöndum og sambærilegar kennslubækur notaðar. Ingólfur Gíslason, héraðslæknir, sem var við nám í Læknaskólanum við Þingholtsstræti laust fyrir og um síðustu aldamót, lýsir aðstæðum þar: »SpítaIinn í Þingholtsstrceti var lítill. A neðri hœðinni voru t\’œr óvistlegar stofur. Þar var lœknaskólinn. Það voru aðeins þrjú herbergi uppi yfir lœknaskólastofunum, en engin var skurðstofan, er því nafni gœti heitið. Þó voru gerðar þar operationir öðru hverju við sullum, berklum, og vegna slysa og því um líkt. Guðmundur Magnússon var aðalskurðlœknirinn og lét hann Björn Olafsson aðstoða sig, þegar meira var í húfi«. Bjöm lauk kandídatsprófi í júlílok 1888 með hárri fyrstu einkunn. Samtímis honum útskrifuðust þrír kandídatar: Halldór Torfason Sjúkrahús Reykjavíkur 1884-1903. (d. 1939), sem fluttist til Bandaríkjanna og var starfandi læknir í Boston um nokkurra ára skeið. Hann var einnig vélaverkfræðingur og starfaði síðustu ár ævi sinnar við vélfræðistörf. Kristján Jónsson fluttist sömuleiðis vestur um haf og starfaði lengst í Clinton, Iowa. Sá þriðji var Tómas Helgason (d. 1904) og lagði hann stund á háls-nef og eymalækningar í Kaupmannahöfn og eymalækningar í Berlín. Vann hann lítið að sérgrein sinni, nema sumarið 1892 og 1893-94 í Reykjavík. Var hann lengst af héraðslæknir. Hann var eins og kunnugt er faðir dr. Helga yfirlæknis og afi dr. Tómasar prófessors. Að embættisprófi loknu sigldi Bjöm til Hafnar og starfaði tilskilinn tíma á fæðingarstofnun og var síðan við nám í augnlækningum til ársloka 1889 eða nokkuð fram yfir áramótin. Vann hann á klíníkinni hjá dr. Edm. Hansen- Grut, sem var prófessor í augnsjúkdómafræði við Hafnarháskóla. Hafði Hansen-Grut numið hjá Albrecht von Graefe í Berlín og Desmarres í París, en þeir voru í hópi þeirra augnlækna, sem lögðu grunninn að nútíma vísindalegum augnlækningum. Heimildir eru fyrir því að Hansen-Grut hafi talið Bjöm meðal sinna bestu lærisveina. Samtímis Bimi í Höfn voru Guðmundamir þrír (GM, GB, GH) við nám í læknadeild háskólans. Lágu leiðir þessara merku lækna saman á ný nokkrum árum síðar, er þeir voru kennarar við Læknaskólann og læknar við spítala St. Jósefssystra í Landakoti. Er Bjöm kom heim frá framhaldsnámi, þá tæplega 28 ára gamall, var hann settur 24.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.