Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1991, Síða 48

Læknablaðið - 15.03.1991, Síða 48
124 LÆKNABLAÐIÐ á landi og átti eftir að gjörbreyta horfuni glákusjúklinga. Fyrir þann tíma voru flestir, sem fengu þennan sjúkdóm, dæmdir fyrr eða síðar að sitja í myrkri, það sem eftir var ævinnar. Með tilkomu veituskurðanna var í flestum tilfellum hægt að stöðva þróun sjúkdómsins og þá einkum, ef hann fannst áður en verulegur skaði var orðinn. Þessar breyttu aðstæður vorið 1909 gera það að verkum að glákusjúklingum Bjöms fjölgar óðum, er greiningin verður auðveldari og glákuaðgerðum hans stórfjölgar, þá fáu mánuði, sem hann á eftir ólifaða. Hann sér fljótt að hér er um aðgerð að ræða, sem gefur glákusjúklingum fyrirheit um bjartari framtíð og er ánægður með árangurinn eins og kernur fram í minningargrein að honum látnum. Þar segir: »Hann var sístaifandi við sína vísindagrein og hefur aldrei verið eins glaður og ánœgður með árangurinn af starfi sínu og nú þetta síðasta ár. Hafði hann tekið upp aðgerð, sem nýlega erfundin, til þess að bœta mönnum augnsjúkdóm þann er á lœknamáli er nefndur glaucoma og sem er mjög algengur hér á landi og alltaf orsakar blindu. Tók hann þegar með brennandi áhuga að fást við þessa aðgerð og hefur nú seinasta árið lceknað augu margra með uppskurði, sem áður voru taldir ólœknandi«. I minningargrein í Oðni stendur ennfremur: »Síðasta árið sem Björn lifði hafði hann tekið upp nýja aðferð, sem upp varfundin af norskum lœkni, við einn af hinum hœttulegustu og erfiðustu augnsjúkdómum, starblindunnar (glaucoma) og gefst sú aðferð vel«. í ársbyrjun 1894 sest Bjöm að í Reykjavík og fæst nær eingöngu við augnlækningar eftir það. A þessu tímabili var ekki hægt að stunda lækningar hér á landi, nema fyrir embættislækna eða hljóta til þess opinberan styrk. Alþingi veitti Bimi 2000 króna ársstyrk til þess að hann gæti flust til Reykjavíkur og gefið sig allan að augnlækningum. »Gekk það fullörðugt, en tókst þó, mest fyrir harðfylgi Isafoldar«, segir Sigurður Hjörleifsson, læknir er þá var ritstjóri Norðurlands. Hélt Bjöm þessum styrk meðan hann lifði. Skilyrði fyrir styrknum var, að hann hefði á hendi kennslu í augnsjúkdómum við Læknaskólann og ferðaðist á sumrin með strandferðaskipunum kringum landið til þess að almenningur ætti sem hægast með að ná til hans. í blaðinu Fjallkonan 17. janúar 1894 birtist eftirfarandi fréttapistill: »Björn Olafsson, augnlœknir, sem hefir verið aukalœknir á Akranesi, hefir nú sest að hér í bcenum, samkvœmt gerðum alþingis, og munu allir kunna þinginu þökk fyrir, því hér er hann miklu betur settur. Til hans sœkja sjóndaprir og blindir menn víðsvegar af landinu, og hefir hann lœknað marga að meira eða minna leyti, og gert ekki allfáa alblinda menn heilskyggna, er sumir hafa verið gamalmenni. Síðast lœknaði hann þannig í sumar fjóra alblinda menn.« Er fyrsti augnlæknirinn sest að í Reykjavík er höfuðstaðurinn aðeins sjávarþorp. íbúatala bæjarins í árslok 1890 var 3886, árið 1900 voru bæjarbúar 6682 og í árslok árið 1910 var íbúatala bæjarins kominn upp í 11.600. Til samanburðar skal þess getið að árið 1890 var íbúatala landsins 70.927. Við manntalið 1901 var tala landsmanna 78.470 og árið 1910 voru landsmenn 85.183. Þegar Bjöm Olafsson hóf störf í höfuðstaðnum 8. janúar 1894 var Schierbeck landlæknir, en hann fór alfarinn utan í byrjun júlímánaðar sama ár. Dr. Jónassen var þá skipaður landlæknir og forstöðumaður Læknaskólans í stað Schierbecks, sem hafði fengið veitingu fyrir stiftslæknisembætti á Norður-Sjálandi. Var Guðmundur Bjömsson settur héraðslæknir í Reykjavík, er Jónassen varð landlæknir. Þegar Björn Olafsson kemur til Reykjavíkur er Tómas Hallgrímsson, læknaskólakennari nýlátinn (24. des. 1893), en Guðmundur Magnússon héraðslæknir flyst til Reykjavíkur um svipað leyti og gerist kennari (dósent) við Læknaskólann. Með framangreindum læknum starfar Bjöm Olafsson fyrstu árin í Reykjavík. Brátt kemur í ljós að augnlæknirinn er betur settur í höfuðstaðnum en á Skipaskaga. Sjúklingafjöldinn stóreykst. Samkvæmt sjúkraskrám Björns leita 802 sjúklingar til hans fyrsta árið, sem hann starfar í Reykjavík og er hver sjúklingur aðeins talinn einu sinni, þó hann hafi komið aftur. Skiptast þeir þann veg: Augnsjúkdómar 414, sjónlagsgallar með eða án minniháttar augnkvilla 341 og 47 með aðra sjúkdóma. Björn fór í fimmtán augnlækningaferðalög og skoðaði að minnsta kosti 2522 sjúklinga í þessum ferðum. Er það um fjórðungur allra

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.