Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 32
112 LÆKNABLAÐIÐ breytilegar eftir kyni (sjá mynd 3). Allir sjúklingamir reyndust hafa mismunandi mikla heymardeyfu, þ.e. lakari heym en 25dB við tónheymarmælingu á tíðnisviðinu 0.250 til 8 kHz. Eins og sést á mynd 4 var heym sjúklinganna mun betri á talsviði (meðalgildi heymarmarka við 0.5, 1 og 2 kHz) en á hátónasviði (meðalgildi 4 og 6 kHz). Er það sem vænta má eftir orsökum heymardeyfunnar. Hvað varðar niðurstöður rannsóknanna tókst suðgreining hjá tuttugu einstaklingum (87%) (mynd 5). Styrkur suðsins mældist frá 33 til 87dB (mynd 6). Meðalstyrkur var 68dB, staðalfrávik 13.7. Möskun hafði áhrif hjá um helmingi sjúklinganna (52%). Af þeim tólf, sem möskun hafði áhrif á, fengu sjö hömlunarleif. Þessir sjúklingar fengu allir suðara til reynslu. Einn þeirra hafði engin not af suðaranum og skilaði tækinu strax, fjórir sjúklingar höfðu takmörkuð not af suðaranum og skiluðu tækinu eftir þrjá til fimm mánuði. Tveir sjúklinganna voru það ánægðir að þeir óskuðu eftir að fá suðarann til eignar. UMRÆÐA I ritstjómargrein British Journal of Audiology var fyrir nokkru vikið að þeirri algengu afstöðu að fyrir sjúklinga með eymasuð sé lítið hægt að gera. Margir sjúklingar fái einvörðungu þá »úrlausn« að þeir verði að læra að lifa með mein sitt (18). Eymasuð getur verið einkenni alvarlegs sjúkdóms, sem þarfnast meðferðar og því er ávallt þörf nákvæmrar læknis- og heymarrannsóknar. Æskilegt er að greina suð sem flestra sjúklinga eftir því sem við verður komið. Þá er unnt að láta sjúklingnum í té snældu með hljóðdæmi um eigið eymasuð. Snælduna getur sjúklingurinn notað til að lýsa einkennum sínum hlutlægt fyrir fjölskyldu og aðstandendum, en slíkt hefur mörgum reynst erfitt með orðum einum og skilningur nákominna á vanda sjúklingsins því oft takmarkaður. Til ýmissa ráða hefur verið gripið gegn eymasuði. Níasín, lídókaín, karbamasepín og fenýtóín eru meðal þeirra lyfja, sem reynd hafa verið með misgóðum árangri. Breytt mataræði sjúklinga hefur einnig verið reynt, dáleiðsla, heymartæki, skurðaðgerðir, Ears: — Mean: 0,5/1/2kHz .j.- '-- Mean: 4/6kHz Fig. 4. Hearing levels Hearing level in dB Ears: A % í ! \ / \ / & / ’í 'ý"- j * <50 55 60 65 70 75 80 85 90 dB Fig. 5. Tinnitus level Patients: Identif ication Fig. 6. Analysis - results Masking Rl-test

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.