Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 40
118 LÆKNABLAÐIÐ kunnáttu í læknisfræði en almennt gerist meðal lækna hérlendis á þessu tímabili, auk þess sem nýr sjúkdómaflokkur sér dagsins ljós. Sömu sögu er að segja um sjúkdómaskýrslur Guðmundar Magnússonar 1892-93 frá Sauðárkróki og Guðmundar Hannessonar, sem tók við héraðslæknisembættinu í Skagafirði 1894 þegar nafni hans flyst til Reykjavíkur og gerist læknaskólakennari. Skýrslur þessara þriggja lækna til landlæknis á þessu tímabili bera svo af hvað snertir fjölbreytni sjúkdómsgreininga, að um samanburð við aðra héraðslækna er vart að ræða. Þessa þrjá lækna, ásamt Guðmundi Bjömssyni landlækni, má með sanni kalla feður nútímalækninga hér á landi, því með komu þeirra til starfa má segja, að straumhvörf verði í sögu íslenskrar læknisfræði. Svo heppilega vill til að einkasjúkraskrár Bjöms Olafssonar hafa varðveist að undanskildum tveimur fyrstu starfsárum hans. Ná þær yfir tímabilið frá 24. júlí 1892 til 12. október 1909. Hefðu sjúkraskrár þessar ekki varðveist og komið í leitimar væri lítið vitað um læknisstörf Bjöms nema þau, sem í munnmælum eru geymd, því skýrslur um augnlæknisstörf sendi hann ekki til landlæknis, enda þess ekki krafist eftir að hann fluttist til Reykjavíkur. I nóvember árið 1970 fékk höfundur þessarar greinar sjúkradagbækur Bjöms óvænt í hendur fyrir milligöngu Vilmundar Jónssonar landlæknis. Höfðu bækumar þá nýlega fundist í skjalasafni Reykjavíkurborgar að Korpúlfsstöðum, er verið var að kanna verðmæti, er björguðust úr bruna, er varð í safninu nokkrum árum áður. Hafði sjúkradagbókunum og fleiri bókum úr eigu Bjöms verið komið í vörslu í Skjalasafni Reykjavíkurborgar við andlát ekkju hans árið 1957. Hafði höfundur gert ítarlega leit að þessum bókum í söfnum og víðar og taldi að bækumar væru glataðar. Dagbækumar eða sjúklingaskrámar geyma mikinn fróðleik um augnsjúkdóma hér á landi á fyrrnefndu tímabili. Eru þær frábærilega vel unnar og bera höfundi sínum glöggt vitni um vandvirkni og kunnáttu. Hvað augnlækningar snertir kom Bjöm í ónumið land. Hann varð fyrstur til að greina þá augnsjúkdóma, sem hér voru tíðastir, lagði grundvöllinn að blinduvömum hér á landi með glákulækningum sínum og varð fyrstur lækna til að framkvæma augnskurði í stórum stíl og mæla gleraugu eftir kúnstarinnar reglum. Verður nú helstu augnsjúkdóma um síðustu aldamót gerð nokkur skil og er eingöngu stuðst við sjúkradagbækur Bjöms, enda ekki um aðrar heimildir að ræða. Langalgengustu augnkvillar á þessu tímabili voru ýmiskonar bólgusjúkdómar á ytra borði augna, augnalokum og tárafærum. Er tala þeirra sjúklinga, sem höfðu augnangur (conjunctivitis), hvarmaþrota, bólgu í tárasekk og glærubólgu ótrúlega há, miklu algengari en nú gerist. Tíð orsök þessara kvilla munu hafa verið fylgikvillar kirtlaveiki, sem var þá algeng bæði hér á landi og í nágrannalöndum en þekkist nú ekki, og fylgifiskar hörgulsjúkdóma; skortur á almennri mótstöðu hjá þjóð, sem leið af næringarskorti og bjó í lélegum og köldum húsakynnum og átti vart skjólflíkur eða vatnshelda skó. Bjöm skráði allmarga sjúklinga með fylgikvilla kirtlaveiki í augum (keratitis og conjunctivitis phlyctenularis, augnbólguangur), en þó tiltölulega færri en Guðmundur Hannesson á Akureyri. Sennilega hefur síðbúið ofnæmi berklaveiki verið orsakavaldur. Böm og unglingar þjáðust oft mánuðum eða ámm saman af þessum ömurlega kvilla og þurftu að hafast við í hálfrökkri, því þau þoldu enga birtu. Margir báru ævilöng örkuml af þessum augnmeinum, því stundum kom fyrir að vagl kom á glæru eða bólgan hljóp inn í augað og hafði sjóndepru í för með sér. Algengt var að herpingur kom í augnalok með stöðugu tárarennsli. Höfundur sá þessa fylgikvilla meðal aldraðs fólks á fyrstu starfsárum sínum hér á landi um miðja öldina. Er greinargóð lýsing á einkennum og meðferð augnbólguangurs í Læknablaði Guðmundar Hannessonar frá 1904. Sjúkdómar í táragöngum voru algengir og erfiðir viðureignar, mun tíðari en nú á dögum. Fylgdi skriðsæri (ulcus comea serpens) á glæru oft í kjölfar slíkra kvilla, einkum þegar ígerð var í tárasekk. Skriðsárið var hættulegur sjúkdómur, er stakk augu úr fleiri íslendingum en nokkur annar sjúkdómur að gláku undanskilinni. Ymsir fleiri augnsjúkdómar herjuðu á landslýð um síðustu aldamót, sem

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.