Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 44
122 LÆKNABLAÐIÐ þær örfáum árum eftir að þeim er lýst í fagtímaritum. Slíkar aðgerðir voru fátíðar á Norðurlöndum á þeim tfma. Vafalítið er, að Bjöm greindi gláku fyrstur lækna hér á landi. Héraðslæknar greindu ekki sjúkdóminn. Mun hann fljótt hafa séð hvílíkur skaðvaldur þessi sjúkdómur er og langtíðasta orsök blindu. Greining hægfara gláku um síðustu aldamót var torveld og lítt mögulegt að þekkja sjúkdóminn fyrr en hann var það langt genginn að skemmd var komin í augun. Aður en augnþrýstingsmælir kom til sögunnar var ekki með vissu hægt að greina gláku fyrr Jónína Magnúsdóttir, Ásláksstööum, Vatnsleysuströnd, f. 1889. Lýtaaögerö (sköpulagsaögerö) á vinstra, efra augnaloki, gerö 4. október 1902. (Sjá lýsingu aö framan.) Myndir teknar 11.05.1971. (Ljósm.: G.Bj.) en sýnileg skemmd var komin í sjóntaug og sjónsviðspróf voru enn ekki nákvæm. Augnþrýstingur var metinn með áþreifingu, sem er mjög ónákvæm greiningaraðferð, einkum þó á byrjunarstigi sjúkdómsins. Þegar Bjöm hefur störf er þekking manna á gláku skammt á veg komin og er hann samtímamaður margra þeirra lækna er drýgstan skerf lögðu til frumrannsókna á þessum torræða sjúkdómaflokki. Glákugreiningar Bjöms virðast áreiðalegar, því hann greinir frá öllum helstu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.