Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 97-8. 97 LÆKNABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafclag íslandsog |P| Læknafclag Rcykjavikur 77. ÁRG. - MARS 1991 HÚSASÓTT Húsasótt er safn einkenna sem margir verða varir við en gætir oftar hjá starfsmönnum í sumum húsum en öðrum. Fólk finnur að einkennin koma þegar það er í húsunum en dregur úr þeim aftur þegar farið er úr byggingunum. Einkennin hafa verið athuguð með spumingalistum eða viðtölum. Pað má skipta þeim í tvennt. Algengust eru almennu einkennin þreyta, slappleiki og höfuðverkur. Ogleði gerir einnig vart við sig. Oft er litið á þurrk, sviða eða önnur óþægindi í nefi og augum sem eina heild, en einnig koma fyrir þorsti og þurrkur í hálsi ásamt þurri húð og astma einkennum. Ekki er víst að hægt verði að rekja einkennin til einnar orsakar. Þegar orsaka þessara einkenna hefur verið leitað með faraldsfræðilegum rannsóknum hefur verið unnt að útiloka með mælingum í andrúmsloftinu að eftirfarandi þættir séu algengir eða venjulegir skýringarþættir: hraði loftskipta, mengun formaldihýðs, ósóns, loftjóna, kolmónoxíðs, koldíoxíðs, tölvur, hermannaveiki og smitsjúkdómar. Aftur á móti hafa margar athuganir sýnt að í húsum sem menguð eru af örverum vegna raka frá kælikerfum eða rakagjöfum hafa starfsmenn meira af einkennum en annars staðar. Oftast hafa þó ekki fundist tengsl einkenna um húsasótt við örverur í andrúmsloftinu en stundum hafa slík tengsl fundist við leysanlega mótefnavaka í andrúmsloftinu. Þeir sem mest hafa lagt sig fram um að leysa gátuna um húsasótt telja að í framtíðinni verði unnt að komast hjá hluta vandamálsins í tempruðu loftslagi, með því að byggja einföld hús sem loftræst eru um glugga og þeir sem í húsinu dveljast geti sjálfir stjómað að nokkru umhverfinu. Þetta eru þó aðferðir sem vart munu duga fyrir byggingar í borgarkjömum eða í öðru loftslagi. Oft er gengið út frá því að fundin sé orsök kvartana fólks innanhúss ef mælinganiðurstöður eru utan svokallaðra þægindastaðla. Það virðist hins vegar ekkert benda til þess að þetta sé rétt. Mælingar á loftgæðum innanhúss sýna nær alltaf lakari niðurstöður í húsum sem loftræst eru um glugga en í byggingum með vélrænni loftræstingu. Rakastig innanhúss gæti haft þýðingu fyrir líðan fólks innanhúss í íslensku kaldtempruðu úthafsloftslagi, en stundum verður það mjög lágt á vetuma. Hér er vert að minna aftur á hættuna á örverumengun frá rakagjöfum. Komið hafa fram ábendingar um að örverueyðar sem stundum eru í rakagjöfum valdi einkennum svipuðum þeim sem fram koma í húsasótt. Ljóst er að erfitt er að ráða bót á húsasótt. Orsakir hennar eru enn sem komið er óljósar. Oft er reynt að nálgast úrlausn vandans í áföngum og hafa verið gerðar aðgerðaáætlanir í þessu skyni. Varanlegri úrræði munu ekki fást nema með gleggri skilningi á örsökum húsasóttar, en til þess þarf frekari rannsóknir sem byggja á samstarfi tækni- og líffræðimenntaðra sérfræðinga. Vilhjálmur Rafnsson HEIMILDIR 1. Burge PS. Building sickness - A medical approach to the causes. In: Walkinshaw DS, ed. Indoor air ’90. The 5th intemational conference on indoor air quality climate. Toronto, Canada July 29 - August 3 1990. Ottawa 1990; 5: 3-14. 2. Skov P. Valbjöm O, Pedersen BV. The Danish Indoor Climate Study Group. Influence of personal characteristics, job-related factors and psychosocial factors on the sick buildings syndrome. Scand J Work Environ Health 1989; 31: 286-95. 3. Burge PS, Hedge A, Wilson S, Harris-Bass J, Robertson AS. Sick building syndrome: a study of 4373 office workers. Ann Occup Hyg 1987; 31: 493- 504.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.