Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 117 febrúar 1890 til að þjóna Rangárvallahéraði eftir fráfall Boga læknis Péturssonar og sat að Móeiðarhvoli. Þar dvaldist hann aðeins nokkra mánuði, því um sumarið var hann settur frá 1. september aukalæknir í þriðja aukalæknishéraði, er náði yfir Skipaskaga og fjóra syðstu hreppa Borgarfjarðarsýslu. Sat hann á Akranesi. Samtíma heimildir segja, að á Akranesi hafi brátt orðið mikil aðsókn að hinum nýja héraðslækni og einkum farið mikið orð af augnlækningum hans og leitaði fólk til hans hvaðanæva af landinu. I tímaritinu Oðni segir: »A fyrstu árunum eftir að Björn kom til landsins leituðu margir til hans, sem verið höfðu sjónlausir árum saman af augasteinsblindu (cataract) ogfengu aftur fulla sjón. Þetta var svo óvenjulegt hér á landi þá, að mjög mikið var um það talað og að því dáðst«. Það er því engin furða að læknir, sem gaf blindum sýn fyrir síðustu aldamót yrði brátt umtalaður og eftirsóttur. Eitt af fyrstu lækningaafrekum Bjöms átti mikinn þátt í því að hann varð fljótt landsþekktur. Sumarið 1891 leitaði Jóhanna Matthíasardóttir, kona Finns á Kjörseyri til Bjöms. Var hún þá 46 ára að aldri. Innan við þrítugt var hún orðin það sjóndöpur, að hún þekkti ekki fólk og hafði hún ekki séð böm sín, er hér var komið sögu. Hafði hún farið til Kaupmannahafnar nokkrum árum áður eða 1877, en læknar þar töldu ekki tímabært að gera á henni aðgerð, meðan hún sæi fingraskil, þegar hún bæri höndina fyrir sólar- eða ljósbirtu. Sumarið 1891 gerði Bjöm á henni dreraðgerð (tók augastein sem var orðinn ógagnsær) á báðum augum og fékk hún góða sjón með viðeigandi gleraugum, sem Bjöm útvegaði henni frá Danmörku og sá hún til að lesa og sauma. Hélt hún sjóninni til dauðadags, en hún dó í hárri elli. Þessa fyrstu dreraðgerð, sem vitað er um að Bjöm framkvæmdi, gerði hann í svonefndu Krosshúsi á Akranesi, en hann var þar til heimilis hjá Guðmundi kaupmanni Ottesen. Ragnhildur dóttir Jóhönnu skrifaði um lækningu móður sinnar í blaðinu Akranes 1949. Þar segir hún er Bjöm gerir aðra slíka aðgerð með góðum árangri: »Þegar mamma kom að sunnan, mœttu þau á Borðeyri séra Þorvaldi á Melstað og konu hans. Þau voru Jóhanna Marteinsdóttir, Kjörseyri. Myndin er tekin áriö 1907. að fara með Böðvar son sinn, þá barn að aldri, til lœkninga vestur að Hvammsdal til Magnúsar Guðlaugssonar, hómópata. I þeirri ferð komu þau að Skarði á Skarðaströnd. Þar var séra Jónas Guðmundsson áður á Staðarhrauni, og var þá orðinn blindur. Þau sögðu þar fréttir af mömmu. Var þá brugðið við og farið með séra Jónas suður á Akranes ogfékk hann fulla sjón«. Séra Jónas var afi Kristjáns Sveinssonar, augnlæknis. Aðeins ein ársskýrsla úr Akranessaukalæknisumdæmi hefur varðveist frá Bimi Olafssyni. Er þetta eina opinbera skýrslan frá hans hendi, sem varðveist hefur (frá árinu 1892). Er hún um sjúkdóma í héraðinu, en sérskrá er yfir augnsjúkdóma »af því þau sjúkdómstilfelli heyra ekki fremur þessu umdcemi til heldur öllu landinu«, eins og segir í skýrslunni. Markar þessi skýrsla tímamót í sögu læknisfræðinnar hér á landi. Það er í fyrsta skipti að héraðslæknir sendir frá sér jafn greinargóða skýrslu, er ber vitni um meiri

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.