Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 11! ■ Male Female 01 2345678 Patients Fig. I. Ratients' age & gender ■ Male Female Fig. 2. Patients' recidence Patients greina hvort heldur suð sem sínustón eða nið með misbreiðu tíðnisviði - annað eða hvort tveggja samtímis. Næsta stig er möskun, þ.e. leitast er við að finna suð, sem dylur eymasuð sjúklingsins við lágmarkstónstyrk. í byrjun er notast við niðurstöðu suðgreiningarinnar. Tónsviðið er því næst breikkað og jafnvel bætt við sínustón. Tónstyrk er svo breytt þar til fundin eru þau mörk þar sem suðið dylur nákvæmlega eymasuðið - minnsti möskunarstyrkur (MMS). Notagildi suðara til meðferðar eymasuðs er metið með prófi á hömlunarleif, þar sem athugað er hvort hægt sé að hamla eða eyða eymasuði sjúklingsins í skemmri eða lengri tíma með því hljóði sem mældist við möskunarprófið. Prófið er framkvæmt þannig að sjúklingurinn hlustar með heymartólum á möskunarhljóðið í 60 sekúndur eða lengur. I byrjun er tónstyrkurinn stilltur lOdB yfir MMS. Sjúklingurinn tekur því næst af sér heymartólin og árangur er skráður. Merki sjúklingurinn enga breytingu á eymasuðinu er prófið endurtekið með auknum tónstyrk að ákveðnu hámarki. I samræmi við þessar rannsóknaniðurstöður er meðfærilegur suðari, WATIC™ TA3 stilltur þannig að hann gefi frá sér um heymartól samskonar hljóð og gaf besta hömlunarleif. Sjúklingurinn ber tækið með sér og notar eftir þörfum til að deyfa eymasuðið. Congenital Cerebral Insult Mb Méniere Atherosderosis Postlabyrintitis Presbyacusis Noise/Presb Noise 0 1 2 Fig. 3. Causes of hearing loss ■ Male Female 3 4 5 6 Patients Með þeim er kleift að greina nákvæmlega eymasuð sjúklings, þ.e. tíðnisvið og styrk. Við greininguna ber sjúklingurinn saman eigið eymasuð og hljóm í heymartólum. Hægt er að NIÐURSTÖÐUR A 12 mánaða tímabili frá október 1988 var 24 sjúklingum með langvarandi eymasuð vísað til suðgreiningar á HTI. Hjá einum hafði eymasuðið hætt þegar kom að athugun þannig að mælingar voru gerðar hjá 23 sjúklingum (n=23). Sjúklingamir voru á aldrinum 47 til 75 ára, miðgildi aldurs 66 ár og meirihlutinn karlar (65%) (mynd 1). Flestir voru búsettir í Reykjavík og nágrenni (74%) (mynd 2). Rúmur helmingur sjúklinganna kvartaði um eymasuð fyrir báðum eyrum eða í höfðinu (61%), þrjátíu af hundraði höfðu suð í vinstra eyra, en níu af hundraði í hægra. Allir höfðu sjúklingamir heymardeyfu, mismikla þó. Elli- og/eða hávaði var í flestum tilvikum ástæða deyfunnar (78%), aðrir orsakavaldar voru: Æðakölkun, meðfædd deyfa, heilablóðfall, sjúkdómur Méniere og eftirköst völundarbólgu. Orsakir voru

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.