Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.03.1991, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 109-14. 109 Konráö S. Konráðsson EYRNASUÐ: GREINING, MÖSKUN OG MEÐFERÐ MEÐ SUÐARA »Hví er það að suð í eyrunum dvínar þegar gert er hljóð. Er það vegna þess að hljómurinn meiri rekur út hinn minni?« Hippókrates, 400 f. Kr. SAMANTEKT Til Heymar- og talmeinastöðvar íslands, Reykjavfk (HTÍ) voru fyrir nokkru keypt tæki (WATICrAÍ TA3 og TM3) til greiningar og meðferðar eymasuðs með möskun og hömlunarleif'*. Tuttugu og þrír sjúklingar með langvarandi eymasuð voru teknir til greiningar og meðferðar á 12 mánaða tímabili. Sjúklingamir voru á aldrinum 47 til 75 ára - miðgildi 66 ár og meirihlutinn karlar (65%). Allir höfðu sjúklingamir meiri eða minni heymardeyfu og orsök hennar aðallega elli- og/eða hávaði. Suðgreining tókst hjá flestum og möskun var jákvæð hjá helmingi sjúklinganna. Sjö sjúklingar fengu hömlunarleif og var úthlutað suðara til reynslu. Suðarinn var stilltur ineð tilliti til suðgreiningar sérhvers sjúklings. Af öllum hópnum höfðu 9-27 af hundraði vemleg eða nokkur not af suðara til deyfingar eymasuðs með hömlunarleif. Er það sambærilegt við niðurstöður athugana erlendis. INNGANGUR Skilgreina má eymasuð, sem meðvitaðan hljóm eða suð, sem á upptök sín í höfði þess er hljóminn heyrir. I sumum tilvikum myndast hljómurinn í raunverulegum hljóðgjafa í höfði eða hálsi. Má þar nefna kjálkaliðsbresti, æðaþrengsl og vöðvasamdrætti. Slík hljóð geta utanaðkomandi stundum greint með eða án hjálpartækja. Staðreyndin er þó sú Höfundur starfar nú sem aðstoöaryfirlæknir við HNE-deild Háskólasjúkrahússins í Lundi, en var settur yfirlæknir Heyrnar- og talmeinastöövar íslands í Reykjavik, þegar rannsókn þessi fór fram. WATIC™ TA3-tinnitus analyzer WATIC™ TM3-tinnitus masker að í meirihluta tilvika greinist enginn innri hljóðgjafi, sem orsök eymasuðsins, þar sem suðið á sér upptök í kuðungi, heymartaug eða miðtaugakerfi. Hjá Medical Research Council’s Institute of Hearing Research í Nottingham í Englandi hafa staðið yfir rannsóknir á algengi eyrnasuðs frá 1978 (1). Niðurstöður benda til að 35- 45 af hundraði fullorðinna hafi fundið fyrir eymasuði í einhverri mynd. Að minnsta kosti 8 af hundraði lýstu eymasuði, sem truflaði svefn og/eða ylli öðrum verulegum óþægindum. Síðast er getið þeirra 0.5 af hundraði, sem segja eymasuðið valda því að þeir geti ekki lifað eðlilegu lífi. Samsvarandi hópur hérlendis gæti því verið um 1200 einstaklingar! Valdi eymasuð ekki óþægindum er meðferðar vart þörf, en vegna þess að suðið getur verið einkenni sjúkdóms er nánari rannsókn nauðsynleg. Ýmsar kenningar eru á lofti varðandi uppruna eymasuðs. Eyrað er afar nákvæmt skynfæri og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.