Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1992, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.05.1992, Blaðsíða 6
164 LÆKNABLAÐIÐ á tímabilinu desember 1988 til júní 1989. Þessum hópi var boðið að taka þátt í tveggja ára íhlutandi rannsókn á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Alls voru 155 manns (þar af 20 konur) með í rannsókninni allan tímann. Af þeim 38 (19,7%), sem féllu úr rannsókninni voru þrjár konur sem urðu þungaðar á tímabilinu, þrír voru settir á blóðíitulækkandi lyf og 32 hættu ýmist störfum eða voru í fríi á tímabilinu. Kólesteról var mælt tvisvar í upphafi hjá 86% þátttakenda. Starfsmönnum var síðan skipt í fjóra hópa A, B, C og D eftir meðaltali fyrstu mælinga sem hér eftir er nefnt upphafsgildi (tafla 1). Þessir hópar fengu síðan mismunandi íhlutun á tímabilinu af hálfu læknanna, þannig að þeir sem höfðu hæst kólesteról fengu aukaviðtöl og skriflegar leiðbeiningar og þar að auki fleiri blóðfitumælingar. Vorið 1989 var fenginn næringarráðgjafi til að kanna samsetningu matar í mötuneytinu og vera matreiðslumanni til halds og trausts. Athugunin leiddi í ljós að morgunverður innihélt allt að 1800 hitaeiningum og hádegisverður allt að 1300 hitaeiningum. Auk þess var á borðum orkuríkt meðlæti í kaffitímum (8). Fyrsta júní 1989 var gerð róttæk breyting á fæðuvali í mötuneytinu og er upphaf íhlutandi aðgerða miðað við þennan dag. Næringarráðgjafinn hélt þrjá fundi með starfsmönnum, þar af einn þar sem mökum var boðin þátttaka. Alls mættu 150 manns á þessa fundi. Mataræðinu var breytt í samráði við starfsfólk, einkum með tilliti til orkuríkra fæðutegunda. Aðalbreytingarnar voru að nýmjólk, smjör, smjörvi og feitt álegg var alveg tekið af matseðlinum. Dregið var úr notkun fitu í hádegismat og boðið grænmetisborð. Eftir þessar breytingar innihéldu máltíðir aukið trefjamagn og hádegismatur um 1000 hitaeiningar, morgunmatur um 7-800 hitaeiningar og kaffibrauð var hitaeiningasnauðara. Næringarráðgjafinn fylgdist síðan með mataræði af og til, gerði athugasemdir og var til ráðgjafar. Þrír heilsugæslulæknar frá Heilsugæslustöðinni á Akranesi sinntu eftirliti með starfsmönnum. Lögðu þeir áherslu á að fræða starfsmenn um mataræði og heilbrigt lífemi og dreifðu meðal annars skriflegum upplýsingum um blóðfitulækkandi mataræði. Einkum var þessari fræðslu beint að starfsmönnum í hópum C og D, og hittu þeir sem voru í hópi D lækni að máli tvisvar að meðaltali fyrsta árið, en hinir einu sinni. Mæld voru kólesteról, HDL og þríglýseríðar í hópum C og D eftir íjóra mánuði. Eftir 12 mánuði var mælt kólesteról og HDL hjá hópum B, C og D. Lokamæling var síðan gerð á öllum starfsmönnum eftir 24 mánuði. Blóðsýni voru yfirleitt tekin á vinnustað og síðan send á rannsóknastofu Sjúkrahúss Akraness. Mælingaaðferðir eru staðlaðar og í samræmi við aðrar rannsóknastofur sem mæla blóðfitur (9). LDL var reiknað samkvæmt reiknireglunni: LDL = heildarkólesteról - HDL - (0,45 x þríglýseríðar). Safnað var upplýsingum um ýmsa aðra áhættuþætti hjartasjúkdóma hjá öllum þátttakendum, svo sem reykingar, blóðþrýsting, sykursýki, líkamsþyngd og ættarsögu um hjarta- og æðasjúkdóma. Einnig var kannað hvemig mataræði og hreyfingu þátttakenda var háttað við upphaf og lok rannsóknar. Varðandi inataræði kom fram hvort viðkomandi borðar a) mat án tillits til fituinnihalds (diet 1), b) reynir að borða hollan mat (diet 2) eða c) hugsar vandlega um það sem hann leggur sér til munns (diet 3). Hvort hreyfing var a) lítil, b) í meðallagi eða c) mikil. Notaðar voru hefðbundnar aðferðir við útreikninga á meðaltölum og staðalfrávikum (SD). Stuðst var við parað tvíhliða Stúdents-t próf við samanburð á meðaltölum einstaklingsbundinna breytinga (intraindividual changes) við upphaf og eftir ákveðinn tíma íhlutunar. Kí- kvaðratpróf var notað við samanburð á hlutföllum. Munur var talinn marktækur ef p-gildi var rninna en 0,05. Til útreikninga var notað »STATVIEW 512+« forrit. NIÐURSTÖÐUR Meðalaldur er hærri í þeim hópum sem hafa hærra kólesteról (tafla I). Alls höfðu 64,7% starfsmanna kólesterólgildi undir 7,0 mmól/1 við upphaf rannsóknar. Dreifing kólesterólgilda í upphafi og lok tímabilsins var eins og sést á mynd 1. Meðaltal kólesteróls allra þátttakenda var 6,6 mmól/1 í upphafi en 6,1 í lokin (p<0,001). I lok rannsóknar voru rúmlega 50% með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.