Læknablaðið - 15.05.1992, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 171
171
NABLAÐIÐ
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
Læknafélag íslands og
Læknafélag Reykjavikur
78. ARG.
MAI 1992
Mataræði íslendinga
Nýlega lauk mikilli könnun á mataræði
Islendinga á vegum Heilbrigðisráðuneytis og
Manneldisráðs. Niðurstöður könnunarinnar
sýna matarvenjur nútíma Islendinga í allri
sinni margbreytni, allt eftir aldri, kyni, búsetu
og öðrum aðstæðum fólks, auk þess sem þær
varpa ljósi á sérkenni íslensks mataræðis borið
saman við aðrar þjóðir (1,2).
Könnunin sýnir glöggt að íslenskt fæði er
eindæma prótínríkt enda er fæða úr dýraríkinu
óvenju fyrirferðamikil í neyslu Islendinga.
Flestir fá nægilegt magn nauðsynlegra
næringarefna en þó er jám af skomum
skammti í fæði kvenna á bameignaaldri
og eins skortir bæði vítamín og steinefni
í fæði margra aldraðra. Helsti ókostur á
fæðuvenjum flestra fullorðinna Islendinga
er þó tvímælalaust of mikil fita en lítið af
grænmeti og öðru jurtafæði. Að jafnaði
veitir fita 41% af orku í fæði Islendinga
en samkvæmt manneldismarkmiðum væri
æskilegt að hlutur fitu væri innan við 35%
(3).
En neysluvenjur einstaklinga eru ólíkar og
hollusta fæðunnar er að sama skapi misjöfn.
Hverju sætir þessi munur og hvaða þættir
hafa mest áhrif á neysluvenjur og hollustu?
Niðurstöður könnunarinnar sýna meðal
annars að ýmsar ytri aðstæður, til dæmis
mötuneyti vinnustaða, geta haft veruleg áhrif
á mataræði og hollustu. Fjöldi fólks borðar
aðalmáltíð dagsins að staðaldri í mötuneyti.
Karlar eru þar í meirihluta og samkvæmt
könnuninni er fæði þeirra mun fituríkara að
jafnaði en karla sem ekki borða heitan mat
í mötuneyti, með 44% orku úr fitu borið
saman við 41% (p<0,05, fervikagreining).
Það er umhugsunarefni að þjónusta sem öðru
fremur er ætlað að bæta hag starfsmanna,
getur þannig haft gagnstæð áhrif með tilliti
til hollustu á vinnustað.
Mikilvægi mötuneytisfæðis kemur einnig
skýrt í ljós í grein Reynis Þorsteinssonar og
félaga í þessu hefti Læknablaðsins. Þar er
greint frá athyglisverðri íhlutun sem gerð
var á fjölmennum vinnustað með það fyrir
augum að lækka kólesteról í blóði starfsfólks.
Fæði í starfsmannamötuneyti var breytt,
dregið var úr notkun fitu og aukið framboð
á grænmeti auk þess sem fræðslufundir voru
haldnir fyrir starfsmenn einu sinni til tvisvar
á ári. Tveimur árum eftir að íhlutun hófst
hafði heildarkólesteról í blóði starfsmanna
lækkað um 7,6% að jafnaði miðað við upphaf
rannsóknarinnar og um 13% nteðal þeirra sem
mældust með hækkað kólesteról í byrjun. Hér
er því á ferðinni óvenju áhrifarík en jafnframt
tiltölulega einföld íhlutun í hollustuátt sem
jafnframt ætti að vera framkvæmanleg á fjölda
annarra vinnustaða.
Arangur þessarar aðgerðar verður ef til vill
ekki metinn af vísindalegri nákvæmni þar
sem enginn samanburðarhópur var hafður
til hliðsjónar við rannsóknina. Eins hefði
verið fróðlegt að fá gleggri upplýsingar
um samsetningu fæðisins fyrir og eftir
íhlutun. Þær umbætur sem gerðar voru í
mötuneyti starfsmanna á Grundartanga eru
fyrst og fremst lofsvert framtak og nýlunda í
heilbrigðismálum á Islandi. Vonandi verður
þessi frábæri árangur öðrum hvatning til
svipaðra aðgerða.
Laufey Steingrímsdóttir
HEIMILDIR
1. Laufey Steingrímsdóttir, Hólmfríður Þorgeirsdóttir,
Stefanía Ægisdóttir. Könnun á mataræði fslendinga 1.
Helstu niðurstöður. Rannsóknir Manneldisráðs fslands
1991. Reykjavík: Manneldisráð íslands, 1991.
2. Laufey Steingrímsdóttir, Hólmfríður Þorgeirsdóttir,
Stefanía Ægisdóttir. Könnun á mataræði íslendinga
2. Mataræði og mannlíf. Rannsóknir Manneldisráðs
íslands 1992. Reykjavík: Manneldisráð fslands, 1992.
3. Manneldismarkmið fyrir fslendinga. Reykjavík:
Manneldisráð fslands, 1987.