Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1992, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.05.1992, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 203 upphefja heimilislækningar með órökstuddum samanburði og skáldskap um HNE-lækningar. Til gamans skal þess getið, að í fyrsta kafla Atlas of Ear Surgery (10) er rakin í tímaröð þróun eyrnalækninga og er elsta tilvitnunin frá 500 fyrir Krist og það er heilum hundrað árum áður en Hippókrates var upp á sitt besta. Eftir að sérgreinar komu til hafa HNE- læknar verið framarlega í flokki. Félag þeirra vestanhafs er ásamt augnlæknafélaginu elsta sérgreinafélag þar um slóðir og í september síðastliðnum var haldið 95. ársþing samtakanna. HNE-lækningar eru líka gamlar á Islandi og hefur stéttin oft verið fjölmenn. Islendingar sóttu í byrjun sérmenntun sína helst til Danmerkur og þar munu HNE- lækningar hafa staðið með nokkrum blóma fyrir aldamót. Arið 1899 var danska HNE- læknafélagið stofnað með 35 meðlimum, þar af fimm sænskum. I Kaupmannahöfn var haldið fyrsta norræna HNE-þingið 25.- 26. ágúst 1911 og á virðulegri mynd af þingfulltrúum eru hvorki fleiri né færri en 46 karlar (11). Til íslenskra frumherja teljast: Ásgeir Blöndal (1858-1926) héraðslæknir sem lagði meðal annars stund á háls-, nef- og eymasjúkdóma í Kaupmannahöfn með styrk frá landssjóði 1892-3 (12). Guðmundur Scheving Bjamason (1861-1909) héraðslæknir sem lagði í upphafi nokkra stund á eyrna- og augnlækningar, vafalítið eftir námsferð til Kaupmannahafnar 1894 (12). Tómas Helgason (1863-1904) var við nám erlendis 1888-1892 og var þá meðal annars í eymalækningum í Berlín og starfaði við HNE- lækningar í Reykjavík sumarið 1892 og aftur árin 1893-1894 (12). Þegar séfræðiviðurkenningar hófust á íslandi var það á vegum Læknafélags Islands sem 1923 viðurkenndi 12 sérfræðinga, þar af tvo HNE-lækna, þá Olaf Þorsteinsson og Gunnlaug Einarsson. Olafur kom til starfa á íslandi 1910 og varð aukakennari við læknadeild HÍ frá 1911 (12, 13). Þess má geta, að 1940 voru starfandi sex sérfræðingar í HNE-lækningum hérlendis, 1960 voru þeir sjö, 1980 voru þeir átta og 1990 voru þeir 18. Fjöldinn hefur sem sagt þrefaldast frá 1940 og á sama tíma hefur þjóðin rétt rúmlega tvöfaldað höfðatölu sína. Það má því með sanni segja að HNE-lækningar sem sérgrein sé gömul og fjölgunin í stéttinni ekki mikil, þegar til lengri tíma er litið. Ekki verður séð, að aldur sérgreinarinnar og fjölgun í stéttinni skýri ágreining milli heimilislækna og háls-, nef- og eymalækna. NIÐURLAG Greinaflokkur fjórmenninganna er unninn upp úr svörum íslenskra Iækna við 65 fullyrðingum sem einn höfunda notaði í doktorsritgerð sinni um vallhöslun í sænskri heilbrigðisþjónustu. Verulegs ósamræmis gætir í meðferð á niðurstöðum og tilgangur slíkrar könnunar virðist ekki sá sami hérlendis og í landi frumheimildarinnar. Sýnt er fram á að tölfræðiútreikningar eru rangir. í íslenska greinaflokknum er einnig drepið á ýmis mál er varða lækna, störf þeirra og skipulag heilbrigðismála. Sú umfjöllun er æði einlit og hallað á sérfræðinga. Það má ljóst vera, að heimilislækna og sérfræðinga greinir á og hafa báðir nokkuð til síns máls. Greinaflokki þeim sem hér er fjallað um var augljóslega ætlað að styrkja málstað þeirra sem vilja veg heimilislækninga sem mestan og er það sjónarmið útaf fyrir sig virðingarvert. Einhliða umfjöllun og misbeiting tölfræðinnar verður þeim málstað ekki til framdráttar. Kristján Guðmundsson, háls-, nef- og eyrnalæknir HEIMILDIR 1. Kristjánsson H, Sigurðsson JA, Magnússon G, Berggren L. Skoðanir lækna á starfssviðum sérgreina I. Læknablaðið 1990; 76: 295-8. 2. Kristjánsson H, Sigurðsson JÁ, Magnússon G, Berggren L. Skoðanir lækna á starfssviðum sérgreina II. Læknablaðið 1990; 76: 329-33. 3. Kristjánsson H, Sigurðsson JÁ, Magnússon G, Berggren L. Skoðanir lækna á starfssviðum sérgreina III. Læknablaðið 1990; 76: 441-7. 4. Kristjánsson H, Sigurðsson JÁ, Magnússon G, Berggren L. Skoðanir lækna á starfssviðum sérgreina IV. Læknablaðið 1991; 77: 72-6. 5. Sigurðsson JÁ, Kristjánsson H, Magnússon G, Berggren L. Skoðanir Iækna á starfssviðum sérgreina V. Læknablaðið 1991; 77: 266-72. 6. Berggren L. Non-physical territoriality in health care organizations. Doctoral thesis. Gothenburg: Department of social medicine, department of environmental hygiene. University of Gothenburg, 1986. 7. Hill AB, Hill ID. Bradford Hill’s principles of medical statistics. Edward Amold, 1991. 8. Swiscow TDV. Statistics at square one. London: British Medical Association, 1977.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.