Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1992, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.05.1992, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 181-5 181 Jóhannes Björnsson, Jón Gunnlaugur Jónasson, Gunnlaugur P. Nielsen ÁREIÐANLEIKI DÁNARVOTTORÐA ÁGRIP Dánarvottorð veita mikilvægar upplýsingar um heilbrigði hvers þjóðfélags og byggja ákvarðanir um ráðstöfun opinberra fjármuna meðal annars á upplýsingum af dánarvottorðum. Krufning (líkrannsókn) er enn í fullu gildi til ákvörðunar sjúkdómsgreiningu og aðdraganda dauða og mætti ætla, að dánarvottorð krufinna væru áreiðanlegri en hinna er eigi voru krufðir. Bomar vom saman krufninganiðurstöður og færslur á dánarvottorð 589 látinna fyrir tvö ár með tíu ára millibili, 1976 (250 skýrslur) og 1986 (339 skýrslur). Misræmi fannst í 49% (1976) og 48% (1986) tilvika. Hvað varðar beina dánarorsök var misræmi í 24% (1976) og 26% (1986) skýrslna og hvað varðar alvarlega sjúkdóma aðra en beina dánarorsök var misræmi í 32% (1976) og 34% (1986). Misræmi var kannað eftir því hvort dánarvottorð var ritað á undan (38 skýrslur) eða sama dag (eða síðar) (551 skýrslna) og frumgreining krafningar. Ekki dró úr misræmi nema hvað varðaði aðra sjúkdóma en beina dánarorsök, þar féll misræmi úr 45% í 33%. Samkvæmt þessari athugun virðast dánarvottorð: 1. Oáreiðanleg heimild um dánarorsakir og aðra alvarlega sjúkdóma. 2. Ekki aukast að marktæki þótt vottorðsritari hafi handbærar niðurstöður krufningar. 3. Ekki aukast að marktæki frá 1976-1986 þrátt fyrir framfarir í rannsóknaraðferðum á sjúkrahúsum. INNGANGUR Upplýsingar um heilbrigðisástand þjóða fást meðal annars við athugun dánarvottorða. Heimildir um heilsufar, og ekki síst um vægisbreytingar á tíðni sjúkdóma í tímans rás, eru helst sóttar í dánarvottorð (1, 2). Frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræöi. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Jóhannes Björnsson. Ákvarðanir um ráðstöfun fjármagns, einkum þær sem horfa til langtíma þróunar, byggja að veralegu leyti á þeim upplýsingum sem dánarvottorð veita. Því er augljóst, að nákvæm ritun dánarvottorðs og áreiðanleiki þeirra upplýsinga sem það geymir eru mikilvæg forsenda verkefnaröðunar og skynsamlegrar dreifingar fjár til heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma. Þótt til séu nokkrar erlendar rannsóknir, byggðar á niðurstöðum krafninga, á marktæki dánarvottorða, þá liggja sams konar upplýsingar ekki fyrir hér á landi. Líkrannsókn, þótt ýmsum takmörkunum sé háð, telst enn sú rannsóknaraðferð sem næst kemst nákvæmri heildargreiningu lokasjúkdóma og dánarmeins (3, 4). Læknar eru flestir sammála um mikilvægi krufninga til viðhalds viðunandi gæðum í greiningu og læknismeðferð (5, 6). Tilgangur þessarar rannsóknar er þríþættur: 1. Að bera saman annars vegar færslur á dánarvottorð og hins vegar niðurstöður líkrannsókna; 2. að kanna hvort breytingar verða á misræmi milli þessara skjala við það, að útfyllandi dánarvottorðs hefur handbærar niðurstöður líkrannsóknar; 3. að athuga hvort breytingar hafi orðið á misræmi á tilteknu árabili, þ.e. milli áranna 1976 og 1986, þegar framþróun varð í rannsóknaraðferðum á íslenskum sjúkrahúsum, meðal annars með tilkomu tölvusneiðmyndunar og ómskoðunar. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin tekur til allra sjúklinga er létust á Borgarspítala, Landakoti og Landspítala árin 1976 og 1986 og krufðir voru á ábyrgð sérfræðinga Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði (R.H.). Hluta þessa efniviðar hafa verið gerð skil annars staðar (7). Undanskilin voru réttarmál, andvana fæðingar og böm látin einum mánuði eða skemur eftir fæðingu. Eftirtalin gögn voru könnuð: 1. Ljósrit dánarvottorðs, fengið á Hagstofu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.