Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1992, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.05.1992, Blaðsíða 34
190 LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 190-5 Ólafur Thorarensen 1), Þröstur Laxdal 1), Ólafur Gunnlaugsson 2), Þorkell Bjarnason 3), Bjarni A. Agnarsson 4) SJÚKDÓMUR MENETRIER í BÖRNUM ÁGRIP Hér er fjallað um ungan dreng með sjúkdóm Menetrier sem greindur var á barnadeild Landakotsspítala. Drengurinn er, að því best er vitað, fyrsta bamið sem greint er með sjúkdóm Menetrier hér á landi. Árið 1981 var þó annar sjúklingur á sömu deild sterklega grunaður um þennan sjúkdóm. Einkenni, breytingar á röntgenmynd og gangur voru dæmigerð, en stórsætt (macroscopic) og smásætt (microscopic) útlit benti hins vegar ekki til sjúkdóms Menetrier. INNGANGUR Sjúkdómur Menetrier er sjaldgæfur í bömum og einkennist af gríðarlegri slímhúðarþykknun í maga og blóðprótínlækkun (hypoproteinemia). Sjúkdómnum var fyrst lýst 1888 af frönskum lækni, Menetrier að nafni (1). Það var ekki fyrr en um miðbik þessarar aldar að sýnt var fram á að prótínlækkunin varð vegna leka um göm (2). Síðan hefur þessi sjúkdómur gengið undir ýmsum nöfnum svo sem sjúkdómur Menetrier, giant hypertrophic gastritis og hypertrophic gastropathy. Alls hafa rúmlega 200 tilfelli verið skráð hjá fullorðnum (3,4). Sjúkdómurinn er enn sjaldgæfari í börnum þar sem einungis tæplega 50 tilfellum hefur verið lýst til þessa (5-30). Það virðast vera tvær gerðir af sjúkdómnum, annars vegar hjá bömum og hins vegar hjá fullorðnum. Öll börn, sem greinst hafa með sjúkdóm Menetrier, eru ellefu ára eða yngri og flest eru yngri en fimm ára (20). Sjúkdómurinn er algengari hjá drengjum en stúlkum. Mikill munur er á einkennum, gangi, svo og horfum sjúkdómsins milli aldurshópanna tveggja (18). Frá 1) barnadeild, 2) lyflækningadeild og 3) röntgendeild Landakotsspítala, 4) Rannsóknastofa Háskólans í meinafræöi. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Ólafur Thorarensen. TILFELLI Tveggja ára og átta mánaða drengur var innlagður í júlímánuði 1990 með 10 daga sögu um slappleika, lystarleysi og bjúg umhverfis augu. Engin saga var um augnóþægindi, tárarennsli eða nefrennsli og hann hafði verið hitalaus þennan tíma. Tveimur dögum fyrir innlögn var tekið eftir bjúg á báðum leggjum og uppþembu á kviði. Engin saga var um uppköst eða kviðverki. Bjúgur var umhverfis bæði augun. Kviður var mjúkur, en þaninn. Engin merki voru um vökva í kviðarholi. Gamahljóð vom eðlileg. Bjúgur var á báðum ganglimum upp á miðja kálfa og einnig í pungi. Líkamleg skoðun var að öðru leyti eðlileg. Deilitalning sýndi 9% eosínfíkla (eosinophile) (eðlilegt 0-6%). S-prótín 38 g/1 (eðlilegt 62-84 g/1), S-albúmín 25 g/1 (eðlilegt 35- 55 g/1), S-glóbúlín 13 g/1 (eðlilegt 18-32 g/1). Mótefni fundust af IgG-gerð gegn cytomegalovirus (CMV), sem bentu til gamallar sýkingar. Aðrar blóðrannsóknir vom eðlilegar. Þvagskoðun var eðlileg. Sólarhringsþvagsöfnun fyrir prótínum 8,2 mg (eðlilegt <70 mg). Ræktunartilraunir úr þvagi fyrir CMV báru ekki árangur. Röntgenmynd af lungum og yfirlitsmynd af kviði voru eðlilegar. Ómskoðun af kviði var eðlileg. Röntgenmynd af maga sýndi mikla þykknun á slímhúðarfellingum, allt upp í 15 mm. Mestar voru breytingarnar í magabol (coipus) á stóru magabugðu (curvatura major) (mynd 1). Röntgenmynd af mjógimi var eðlileg. Þessar breytingar gátu samræmst sjúkdómi Menetrier. Var því gerð speglun á vélinda, maga og skeifugöm sem sýndi mjög grófar slímhúðarfellingar í magabol sem náðu niður að porthelli (antrum) (mynd 2). Slímhúð í porthelli virtist eðlileg. Það sléttist ekki úr fellingum í magabol þótt blásið væri talsverðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.