Læknablaðið - 15.05.1992, Blaðsíða 32
188
LÆKNABLAÐIÐ
viðbótar hefðu verið metnir með jákvætt
svar og mundi það auka tíðni jákvæðra
svara úr 29,3% eins og fannst við fyrstu
svörun, í 34,9%. Neikvætt svar við endurtekna
prófun útilokar þó ekki fyrri sýkingu með
mýkóbakteríum, jafnvel þótt prófið hafi verið
endurtekið með 250 TU (15). Minna má á,
að 7% þeirra, sem hafa virka berkla, reynast
neikvæðir á berklaprófi (2).
Athuganir á tíðni jákvæðra berklaprófa á
Islandi á síðasta áratugi (I) sýndu vaxandi
tíðni með hækkandi aldri, eða frá 20-29 ára
1,7%; 30-39 ára 5,3%; 40-49 ára 11,5%;
og 60-69 ára 24%. I okkar rannsókn meðal
aldraðs fólks á stofnunum var tíðnin 35,7% í
yngsta aldurshópnum 67-79 ára, en fór síðan
lækkandi í 28,9% í aldurshóp 80-89 ára og
21% í elsta hópnum 90-101 ára. Báðar þessar
rannsóknir taka til valinna hópa.
Þannig rís tíðni jákvæðra berklaprófa hæst
á milli sextugs og sjötugs en lækkar síðan
með hækkandi aldri. Ætla má að elstu
aldurshóparnir hafi verið mest útsettir fyrir
berklasmiti og hefðu jákvæð berklapróf átt
að finnast mun oftar á meðal þeirra, ef ekki
kæmu til aðrir áhrifavaldar.
Svörun við túberkúlíni byggist á frumubundnu
ónæmissvari, sem meðal annars byggist einnig
á að ósértæk bólgusvörun líkamans sé í lagi
(3). Þekkt er að hvort tveggja getur dvínað
með aldri og einnig vegna vannæringar, lyfja
og sjúkdóma eins og ristilkrabbameins (16)
og alnæmis (17). Húðsvörunin byggist á T-
eitilfrumna íferð, sem aftur er tengd HLA-DR
vefjaflokkum (18,19).
Mesta áhætta að sýkjast af berklum er
meðal þeirra sem sýkjast með eyðniveiru
og hafa berklasmit fyrir (20). Ahætta undir
þeim kringumstæðum er um 30% en til
samanburðar er áhætta á berklaveiki eftir
nýsmitun 5-10% fyrstu árin. Ný berklatilfelli
á Islandi eru í 85% tilvika sprottin upp
úr forðalind gamalla berklahreiðra meðal
einstaklinga sem tekið hafa berklabakteríuna
löngu áður.
Birtar hafa verið rannsóknir sem sýnt hafa
samband á milli lifunar og vansvörunar á
berkla- og öðrum húðprófum bæði meðal
heilbrigðra aldraðra (7) og aldraðra á
hjúkrunarheimilum (6,8). Þetta samband kom
ekki fram í okkar rannsókn hvorki meðal
þeirra þar sem berklaprófið hafði dvínað
á löngum tíma, né heldur á milli svörunar
á húðprófum og lifunar næstu þrjú árin á
eftir. A þessum þremur árum Iést meir en
helmingur fólksins.
Rannsóknin hefur sýnt að um þriðjungur
fólks á stofnunum fyrir aldraða í Reykjavík
hefur jákvætt berklapróf. Svörun þessi fer
minnkandi með aldri og virðist ekki háð
langvinnum sjúkdómum, fötlun eða heilabilun.
Bendir það til að dvínunin sé tengd þróun
öldrunarinnar sjálfrar og kann að vera að hún
sé skýrara »ellimark« en þeir sjúkdómar, sem
fylgja háum aldri.
SKIL
Þriðjungur fólks á stofnunum fyrir aldraða
hefur jákvætt berklapróf og annar hver maður,
sem hefur sögu um jákvætt berklapróf hefur
glatað því. Endurómun fékkst fram hjá 8%.
Hvorki fannst fylgni á milli jákvæðs
berklaprófs og hjúkrunarþyngdar né
heilabilunar.
Ekki fannst heldur munur á lifun þeirra, sem
svöruðu berklaprófi jákvætt eða neikvætt. Það
fannst ekki heldur munur á lifun þeirra, sem
höfðu glatað fyrra jákvæðu svari og hinna,
sem höfðu haldið því.
Jákvætt berklapróf dvínaði marktækt með
aldri.
Engir virkir berklar fundust meðal
rannsóknarhópsins.
SUMMARY
In 1987 a survey of tuberculin reactivity was
carried out amongst residents in geriatric wards
in Borgarspítalinn and associated nursing homes.
Included were 215 individuals, 46 males (mean age
84.2 years) and 169 females (mean age 84.1 years).
A standard 5-TU Mantoux test (PPD RT-23) was
performed and the skin reaction considered positive
if an area of induration equal or more than 8 mm
developed within 48-72 hours of testing.
The prevalence of tuberculin positivity was found
to be 29.3% irrespective of nursing dependency
or mental test score and 38% in 61 with history
or findings suggestive of previous tuberculosis
and 43% in 29 residents with documented positive
Mantoux test up to 30 years earlier.
By December 1990, 118 residents (55%) had died.
Survival was compared with tuberculin reactivity