Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1992, Page 51

Læknablaðið - 15.05.1992, Page 51
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 205-7 205 BRé-p tiL BLacísins Tekist á um tölfræði: Svör við athugasemdum Kristjáns Guðmundssonar I greinafiokki okkar »Skoðanir lœkna á starfssviðum sérgreina« kom meðal annars fram staðfesting á þeim skoðanamun milli sérgreina sem oft hefur verið ræddur, en ekki rannsakaður áður. Niðurstöður hér á landi voru sambærilegar við samskonar rannsóknir á hinum Norðurlöndunum. Það er ánægjulegt til þess að vita að lesendur Læknablaðsins kynni sér efni þess jafn ítarlega og Kristján Guðmundsson (KG) virðist hafa gert varðandi þessar greinar. Hann gerir ýmsar athugasemdir við greinamar, sem einkum beinast að tölfræðilegum aðferðum og túlkun niðurstaðna. TÖLFRÆÐILEGAR AÐFERÐIR I rannsókn okkar svöruðu þátttakendur spumingum samkvæmt svonefndum Likert kvarða, þar sem uppsetningu svarmöguleikanna var raðað á nákvæmlega sama hátt og sagt er til um í fræðibókum (1). Þessi kvarði er vel þekktur og oft notaður við að meta viðhorf, enda gefst þá svarendum kostur á að svara með mismunandi áherslum. KG eyðir löngu máli í að tíunda þessi atriði, sem virðast koma honum spánskt fyrir sjónir. Við viljum því að þessu tilefni benda á fyrmefnda heimild. Svörum úr Likert kvarða eru gefin stig til dæmis frá 1 til 5 eða 0 til 100 eins og við gerðum. Við fundum ekki upp þessa stigagjöf. KG gefur í skyn að óheimilt sé að styðjast við slíka stigagjöf (»..það er ámœlisvert hvernig þau eru túlkuð..«) og vitnar þar í Wulff HR sér til stuðnings. Hér tekur hann of djúpt í árinni, eða þá að tilvitnunin frá Wulff er ekki sambærileg við þessa rannsókn. Reyndar er til aðferð til að meta innbyrðis vægi kvarðans nteð svonefndri Cronbac’s alpha aðferð (2). Það var talinn óþarfi í þessari athugun, þar sem um endurtekna rannsókn var að ræða. Við úrvinnslu svara samkvæmt Likert kvarða er hægt að beita þekktum tölfræðiaðferðum við mat á niðurstöðum. a) Hægt er að einfalda kvarðann í »sammála« - »hlutlaus« - »ósammála« eins og við sýnum greinilega á myndum og beita hefðbundnum aðferðum við samanburð á hlutföllum og kí-kvaðrat prófi (3). Að vísu er »Yates’ correction« stundum notuð við prófið sem við gerðum ekki. b) Hægt er að skoða kvarðann sem tölulegan mælikvarða, þar sem hver svarmöguleiki fær stig í samræmi við stigagjöf eins og til dæmis þá sem nefnd var hér að ofan. Það er gert til að unnt sé að nota á gögnin hefðbundnar aðferðir við samanburð mælistærða á jafnbilakvarða, stúdents-t próf og fervikagreiningu (analysis of variance) (3). Við gáfum stig samkvæmt þessu eins og birtust í töllunum og er sú aðferð fullkomlega eðlileg og tíðkast við úrvinnslu af þessu tagi. Að sjálfsögðu erum við sammála KG um að ekki sé hægt að beita kí-kvaðrat prófi á meðaltöl. Við útreikninga okkar var þessu prófi beitt á tíðnitölur, þ.e. á fjölda. Má vera að þetta hafi verið óljóst í aðferðalýsingu okkar og eiga því ábendingar KG rétt á sér hvað það varðar. Til upplýsinga má nefna að frekari athugun með fervikagreiningu breytti ekki niðurstöðunum (3). Reyndar skýra myndirnar sig sjálfar og því verður tölfræðilegur samanburður ekki sérlega mikilvægur í þessu samhengi. Heimtur við hverju svari fyrir sig voru mjög góðar (97% að meðaltali). Upplýsingar um vanheimtur fyrir hverja spumingu hefðu lengt lesmálið verulega. Þar eð þær skiptu ekki máli að okkar mati var ákveðið að sleppa þeim. KG gefur í skyn að Leif Berggren hafi ekki verið kunnugt um úrvinnsluaðferðimar þar eð þeim er ekki lýst í samantekt okkar á ensku. Þetta er alrangt. Hann kom

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.