Læknablaðið - 15.05.1992, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 163-9
163
Reynir Þorsteinsson 1,3), Ari Jóhannesson 2), Halldór Jónsson 1),
Þórir Þórhallsson 1), Jóhann Ág. Sigurösson 3)
LÆKKUN ÁHÆTTUÞÁTTA HJARTA- OG
ÆÐASJÚKDÓMA MEÐAL VERKSMIÐJUFÓLKS
Árangur tveggja ára íhlutandi heilsuverndar í
Járnblendiverksmiöjunni á Grundartanga
ÁGRIP
Á árunum 1989-1991 tóku 155 starfsmenn
í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga
þátt í íhlutandi heilsuvemd með það að
markmiði að lækka áhættuþætti hjarta- og
æðasjúkdóma, einkum blóðfitur. Breytt var
fæðuvali í mötuneyti verksmiðjunnar og
fræðsla um mataræði og heilbrigði aukin.
Kólesteról lækkaði að meðaltali um 7,6%
(p<0,001) á þessu tímabili. Háþéttniíituprótín
(HDL) hækkuðu (p<0,001) og hlutfall
lágþéttni- og háþéttnifituprótína (LDL/HDL)
og kólesteról/HDL lækkaði marktækt. Lítil
breyting varð á reykingum, hreyfingu og
þyngdarstuðli (BMI) við íhlutunina.
INNGANGUR
Helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma
eru hár blóðþrýstingur, reykingar, háar
blóðfitur og offita (1). Sýnt hefur verið fram
á, að með því að minnka þessa áhættuþætti
má draga úr líkum á sjúkdómum af þessu
tagi (2,3). Þrátt fyrir ný og kröftug lyf til
lækkunar kólesteróls, er undanhald hjarta-
og æðasjúkdóma nú á dögum ekki síst undir
markvissum breytingum á lifnaðarháttum
komið. Þar gegnir mataræði lykilhlutverki.
Fjölmargir hafa kannað áhrif fræðslu um
mataræði á blóðfitur (4-6). Sameiginlegt
flestum þessum rannsóknum er að áhrifin á
kólesteról voru fremur lítil, einkum þegar
frá leið. í »Oslóar rannsókninni« náðist
þó að lækka kólesteról hjá körlum með
hátt kólesteról um 15% fyrsta árið (2). í
íslenskri rannsókn, þar sem karlar og konur
nteð hátt kólesteról voru meðhöndluð með
ráðleggingum um mataræði á göngudeild
Landspítala, náðist 10% lækkun eftir eitt ár
og 14% lækkun eftir tvö ár (7).
Frá Heilsugæslustöð Akraness 1), Sjúkrahúsi Akraness
2), læknadeild Háskóla Islands / heimilislæknisfræöi 3).
Fyrirspurnir, bréfaskipti: Reynir Þorsteinsson.
í Jámblendiverksmiðjunni á Grundartanga
hefur verið reglulegt eftirlit með heilsufari
starfsmanna frá því verksmiðjan tók til
starfa árið 1978. Síðustu níu árin hefur þetta
eftirlit verið í höndum heilsugæslulækna á
Heilsugæslustöðinni á Akranesi. Heilsufar
starfsmanna hefur verið gott, og engir
óvenjulegir atvinnusjúkdómar hafa komið
fram á þessu tímabili. Starfsmenn eru þó
haldnir hinum ýmsu kvillum sem fylgja
lífsstíl og atvinnuháttum. Við reglubundnar
læknisskoðanir hefur starfsmönnum verið
veitt einstaklingsbundin fræðsla um heilbrigt
líferni, meðal annars varðandi mataræði og
reykingar. Oft virðist þessi fræðsla skila
takmörkuðum árangri og er því stöðugt reynt
að finna nýjar leiðir til að hafa bætandi áhrif á
heilsu starfsmanna.
Haustið 1988 vaknaði sérstakur áhugi á að
breyta mataræði í mötuneyti verksmiðjunnar. í
framhaldi af því var ákveðið að gera athugun
á áhrifum þessarar breytingar ásamt íhlutun
lækna á nokkra áhættuþætti hjartasjúkdóma,
einkum blóðfitu. Aukalega voru einnig könnuð
áhrif á reykingavenjur, líkamsþyngd, mataræði
og hreyfingu starfsfólks verksmiðjunnar.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Jámblendiverksmiðjan á Grundartanga er í
um 10 km fjarlægð frá Akranesi. Rúmlega
200 manns, þar af 87% karlar, starfa þar
að staðaldri og fremur litlar breytingar hafa
verið á mannahaldi undanfarin ár. Um 80%
starfsmanna búa á þéttbýlissvæði (Akranes
76%, Reykjavík 5%), en aðrir í dreifbýli í
grennd við verksmiðjuna. Allir starfsmenn
neyta að minnsta kosti einnar heitrar máltíðar
á dag í mötuneyti verksmiðjunnar, þar að auki
er boðinn morgunverður og kvöldverður.
í tengslum við starfsmannaheilsuvemd var
mælt kólesteról í sermi hjá 193 einstaklingum