Læknablaðið - 15.05.1992, Blaðsíða 36
192
LÆKNABLAÐIÐ
Mynd 3. Sýni úr magabol. SlímhúSin er áberandi þykknuð vegna aukinnar lengdar magadokka (efri hlula
slímhúðar).
Rúmlega einu ári síðar er drengurinn hraustur
og algerlega einkennalaus.
UMRÆÐA
Algengustu einkenni sjúkdóms Menetrier í
börnum eru ógleði, uppköst og bjúgur, eða
í yfir 80% tilvika. Um helmingur sjúklinga
hafa einnig kviðverki (17,20,21). í fullorðnum
eru hins vegar kviðverkir og þyngdartap
algengustu byrjunareinkennin, en bjúgur
er sjaldgæfari (3,17). Önnur einkenni eru
þreyta, lystarleysi og vökvi í kviðar- og
fleiðruholi. Blæðingar frá meltingarvegi með
blóðuppköstum (hematemesis) og sortusaur
(melena) koma líka fyrir (8,12,17,22).
Eosínfíklager (eosinophilia) finnst í 60-70%
barna með sjúkdóm Menetrier. Blóðleysi sést
í um 20% tilvika og minnkuð sýrumyndun hjá
flestum sem rannsakaðir hafa verið með tilliti
til þess (3,17,20,21). Yfir 95% barna með
sjúkdóm Menetrier hafa blóðprótínlækkun.
Margir hafa sýnt fram á prótíntap um göm
(5,7-9,12,18,20,21,24). Tapið á prótíni virðist
vera um maga, því að fundist hefur aukið
prótíninnihald í magasafa (11,18) og S-prótín
hækka eftir magabrottnám (gastrectomia)
(6,31). Rannsóknir hjá fullorðnum sýna
að prótíntapið virðist vera ósértækt (32).
Þétttengin (tight junctions) rnilli frumna í
magaslímhúð virðast víkka meðan einkenni
standa yfir en verða eðlileg þegar sjúklingum
batnar (28).
Greining byggist annars vegar á kiínískum
einkennum sem eru mismunandi eftir
aldurshópum. Hins vegar byggist greining
á röntgenmynd af maga og magaspeglun
með vefjagreiningu sem eru samsvarandi í
báðum aldurshópum. Það sem einkum aðskilur
sjúkdóm Menetrier í bömum frá fullorðnum er
að einkennin og breytingar á röntgenmynd og
í vefjasýni ganga yfir á nokkrum vikum eða
mánuðum.
A röntgenmynd af maga sést gríðarleg
þykknun á slímhúðarfellingum í magabol
og magabotni (fundus), aðallega á stóru
magabugðu. Oftast eru engar breytingar
í porthelli eða portverði (pylorus)
(3,11,17,23). Stundum verða þykknaðar
slímhúðarfellingamar óreglulegar og
sepalaga (polypoid) og geta jafnvel líkst
magakrabbameini. Nýlega er farið að nota