Læknablaðið - 15.05.1992, Blaðsíða 48
202
LÆKNABLAÐIÐ
ákveðnum sjúkdómum hins vegar. Það er
alveg sama hvemig svarað er, ekki er hægt
að halda frarn ágæti annars nema hafna hinu.
Flestir læknar eru vafalítið sammála um að
bæði atriðin skipti miklu máli.
Túlkun greinahöfunda á niðurstöðum
svaranna er eftirfarandi: »Þessi rannsókn
staðfestir að heimilislœknar leggja mikla
áherslu á að greina vandamál sjúklings
samtímis í líkamlegu, geðrœnu, sálrœnu
og félagslegu samhengi... og leggja meiri
áherslu á þessi viðhoif til lœkninga og
heilsuverndar en hin fagfélögin«. Má ekki
alveg eins segja, að heimilislæknar leggi litla
áherslu á sérþekkingu í barnasjúkdómum,
öldrunarsjúkdómum, kvensjúkdómum
og sjúklegri ofneyslu þegar þeir annast
ungbarnaeftirlit, hjúkrunarheimili, mæðravernd
og meðferð áfengissjúkra?
Víða í greinaflokki þessum er rætt um
hinar ýrnsu hliðar heilbrigðismála og
læknisþjónustu. Skal nú vikið að nokkrum.
(A) í grein III (bls. 441) segir: »Megin
tilgangur með tilvísunum hefur fyrst og
fremst verið upplýsingamiðlun á milli lœkna
en einnig hefur þeim verið œtlað að «stýra
sjúklingaflœðinu»«. Þarna er staðhæft um
megintilgang tilvísana sem ég hygg að fáir
kannist við. Saga tilvísana teygir sig allt
aftur til nýrra almannatryggingalaga 1936
og voru tilvísanir frá fyrstu tíð skilyrði þess,
að sérfræðingur fengi greitt fyrir sína vinnu.
Læknir vísar sjúklingi til sérfræðings til að
sjúklingur fái betri meðferð en hann sjálfur
geti veitt. Tilvísunin sem plagg undirritað
af tilvísandi lækni var frá byrjun krafa frá
sjúkrasamlögum, annars fékk sérfræðingur
ekki greitt.
(B) I sömu grein, sömu blaðsíðu og að
ofan, segir einnig: »Sýnt hefur verið fram
á að sérfræðiþjónusta er yfirleitt dýrari í
þeim löndum þar sem tilvísanaskylda er
ekki við lýði og hafa því heilbrigðisyfirvöld
mikinn áhuga á málinu. Aðrir hafa einnig
komist að þeirri niðurstöðu að það geti
verið hœttulegra (leturbreyting mín) fyrir
sjúklinginn að leita beint til sérfrœðings án
tilvísunar heldur en að láta heimilislœkni
stýra flœðinu. Skoðanir á þessu máli geta
því mótast af fjárhagslegum sjónarmiðum
og faglegum ágreiningi«. Nú er ekki ljóst
hvort átt er við, að sérfræðiþjónusta sé dýrari
í landi án tilvísunarskyldu en í öðru landi þar
sem hún er við lýði eða hvort átt er við að
sérfræðiþjónusta sé dýrari en heilsugæsla.
Ofangreind staðhæfing verður ekki skilin
á annan veg, en það sé ódýrara að hafa
tilvísanir. Þessi staðhæfing er ákaflega hæpin
og í mínum huga röng. Það er ekkert sem
bendir til þess hér á landi að sérfræðiþjónusta
sé dýrari en heilsugæsla og hún er örugglega
miklu ódýrari en samsvarandi þjónusta í
Svíþjóð. Það er einnig óviðkunnalegt að
taka sér í munn orð eins og »hœttulegt« og
»fjárhagsleg sjónarmið« þegar fjallað er um
ntál eins og tilvísanir. Er verið að gefa í skyn
að það sé ódýrara og hættuminna að fara til
heimilislæknis en sérfræðings?
Hér hefði mátt fara að dæmi Leif Berggren (6)
í margtilvitnaðri doktorsritgerð sem ljáir rúm
skoðunum með og á móti ýmsum atriðum,
meðal annars skoðunum Sjönell (1981) þar
sem hann segir frá ráðstefnu í Róm um ítalska
heilsugæslu: »...transfer of resources from
hospitals to primary health care would prove
fatal to the patients« (bls. 100-1). Einnig
vitnar hann í grein í Dagens Nyheter frá
1983 og segir: »...the chief medical ojficers
in Stockholm have drawn the managing health
care director' s attention to the fact that the
primary care is an expensive waste and that
the planned expansion should be stopped
as soon as possible« (bls. 99). Það eru sem
sagt til menn sem halda því fram að það geti
verið bæði »hœttulegt« og »dýrt« að fara til
heilsugæslulæknis.
(C) í V. grein er að finna eftirfarandi
fullyrðingu: »Heimilislœkningar eru elsta
grein lœknislistarinnar, en með þeim yngri
sem frœðigrein. Fagið er því byggt á gömlum
grunni. Háls-, nef- og eyrnalækningar er
fremur ung sérgrein og til komin vegna
tœkniþróunar síðari tíma. Fjölgun háls-,
nef- og eyrnalækna á síðustu tíu árum
var yfir 100% (Lœknaskrár 1976 og 1989)
og kann það að skýra að hluta ágreining
milli þessara sérgreina, sem kemurfram í
þessum niðurstöðum og fyrri rannsókn.«
Þama eru á snyrtilegan hátt bomar saman
heimilislækningar sem »elsta grein
lœknislistarinnam og HNE-lækningar sem
»fremur ung sérgrein«. Undirrituðum er
ekki ljóst hvaða tilgangi svona fullyrðingar
eiga að þjóna nema ef vera mætti að