Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1992, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.05.1992, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 177 virðast öll hækka með aldri í báðum kynjum samtímis því sem þyngdarstuðull hækkar með aldri. Hluti aldursbundinnar hækkunar á blóðfitu gæti því verið af völdum aukinnar líkamsþyngdar (27), eða mataræðis en lítið er vitað um aðrar orsakir. í hverri LDL- santeind er ein sameind af apo B en fjöldi kólesteról sameinda getur verið breytilegur. Hlutfallið LDL-kólesteról/apo B var hið sama í báðum kynjum, en marktæk jákvæð fylgni þessa hlutfalls við aldur fannst hjá konum. Þessari hækkun á hlutfalli LDL-kólesteról/apo B með aldri hefur ekki verið lýst áður. Hér virðist því vera unt aldursbundna stækkun á LDL sameindinni að ræða, en af hvaða orsökum er óþekkt. Það er einnig athyglisvert að þríglýseríð kvenna hækkuðu verulega með aldri. I konum verður hækkun á heildarkólesteróli, LDL-kólesteróli og apo B mest upp úr fimmtugsaldri, og mælast konur eftir fimmtugt að jafnaði hærri í þessum gildum en karlar. Þessi síðbúna hækkun hjá konum, sem hugsanlega er vegna honnónabreytinga við tíðahvörf, er talin geta skýrt að einhverju leyti aukna tíðni kransæðasjúkdóma eftir fimmtugt og minnkandi kynjamun. Þessar niðurstöður eru svipaðar og lýst hefur verið, til dæmis nteðal Þjóðverja (28). Hluti af lágþéttni fituprótíninu (LDL) eru þríglýseríðar (25% heildarþríglýseríða) (12) og því kemur ekki á óvart að finna megi fylgni milli þríglýseríða og apo B en þar sem hlutur kólesteróls er mun meiri í LDL þá er fylgni kólesteróls mun sterkari en þríglýseríða við apo B. Hluti af apo B (<10%) er í VLDL (very low density lipoprotein) sem ber hins vegar stærsta hlutann af þríglýseríðum í sermi (fastandi) (12). Niðurstöður nýlegrar rannsóknar benda til þess að hlutfall heildarkólesteróls og HDL- kólesteróls sé sterkur forspárþáttur fyrir kransæðasjúkdómi (29). Aldursbundnar breytingar á þessu hlutfalli má sjá á mynd 2. Þar er athyglisvert að eftir fertugsaldurinn breytist hlutfallið lítið í körlum og að konur sýna mestu hækkunina fram að fimmtugu. Mjög svipaðar niðurstöður fengust fyrir hlutfall LDL-kólesteról og HDL-kólesteról, og hlutfall apo B og apo AI. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna sterka fylgni milli apo A1 og HDL-kólesteróls (r=0,85) og gæti það bent til að báðar mælingamar gæfu svipaðar upplýsingar um HDL en faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að ntælingar á apo AI og HDL- kólesteróli hafa svipað forspárgildi með tilliti til kransæðasjúkdóms (11,30). Þess ber þó að geta að fjöldi apo AI sameinda í hverri HDL- sameind er mismunandi (tvær til fjórar). HDL- kólesteról sýndi enga fylgni við aldur, en apo AI sýndi jákvæð fylgni (r=0,26) við aldur í konum. Þessar niðurstöður eru í samræmi við rannsóknir frá Ítalíu (31) en nýleg rannsókn frá Japan sýndi að apo AI lækkaði með aldri bæði í konum og körlum (32). Mælingar á HDL-kólesteróli og apo AI hafa verið frekar ónákvæmar og breytistuðullinn fyrir þessar mælingar 10-15% fyrir HDL- kólesteról og 15-25% fyrir apo AI (24,25). Hins vegar hafa nýjar vélvæddar mælingaraðferðir á apo AI (nephelometri og turbidimetri) verið þróaðar, ásamt betri stöðlun og hefur breytistuðullinn lækkað niður í <6% (33). Öðru máli gegnir um mælingar á HDL-kólesteróli en í mælingum þess felst mæliskekkjan aðallega í útfellingu á stærri fituprótínum (VLDL, LDL og Lp (a)), og því er oft mikill munur milli rannsóknarstofa í mælingum á HDL-kólesteróli (24). Eins og áður sagði benda nýlegar rannsóknir til þess að apo AI tengist ákveðnum viðtaka á yfirborði frumna og miðli útflæði á fríu kólesteróli úr frumum (17), apo AII virðist einnig tengjast þessum viðtaka, en án útflæðis á kólesteróli og hamlar þannig virkni apo AI (15). Ekki er ennþá vitað hvaða þýðingu þetta hefur, en samanburðarannsóknir benda til þess að HDL sameindir sem hafa apo AI en ekki apo AII hafi vemdandi áhrif gegn myndun æðakölkunar (34). Einnig hafa nýlegar dýrarannsóknir sýnt fram á að hækkun apo AI dragi úr myndun á æðakölkun (35). Þar sem bæði er aukinn áhugi á mikilvægi apo AI í myndun kransæðastíflu og aðferðir til mælinga á apo AI hafa stórbatnað, er hugsanlegt að rannsóknarstofur mæli apo AI í vaxandi mæli í stað HDL-C, nema nýjar og betri aðferðir verði þróaðar í mælingum á HDL-C. Þéttni Lp (a) hefur lítt verið könnuð meðal Islendinga en verulegur áhugi hefur beinst að þessu fituprótíni vegna þess að sumar rannsóknir hafa bent til þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.