Læknablaðið - 15.05.1992, Side 20
176
LÆKNABLAÐIÐ
a) Karlar
mmól/l
b) Konur
mmól/l
Mynd 1. Aldursbundnar breytingar á heildakólesteróli.
Samanburður viS MONICA II (5) hjá bœSi a) körlum og
b) konum. Punktalínan táknar MONICA II, en heila línan
niðurstöbur frá fituprótínrannsókninni.
Mynd 2. Aldursbundnar breytingar á hlutfalli
heildarkólesteróls og HDL-kólesteróls hjá körlum (heila
línan) og konum (punktalínan).
komin og má búast við að alþjóðlegir staðlar
verði komnir innan nokkurra ára (13, 26).
Enginn kynjamunur var á aldri hópanna (tafla
II), heildarkólesteróli og Lp (a). Töluverður
munur var á þéttni apo AI og HDL-kólesteróls
milli kynja, og voru konur með hærri þéttni
en karlar. Þessi munur gæti skýrt að talsverðu
leyti hvers vegna karlar eru í meiri áhættu
fyrir kransæðastíflu en konur. Einnig sýndu
niðurstöðurnar nokkru hærri gildi af apo B,
LDL-kólesteróli og þríglýseríðum í körlum,
en hækkun á þessum gildum hefur verið tengd
aukinni áhættu á kransæðastíflu (7-11).
Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna sterka
fylgni milli útreiknaðs gildis af LDL-
kólesteróli og þéttni apo B. Þannig benda
niðurstöðumar til að sé gildi þríglýseríða
og HDL-kólesteróls þekkt til viðbótar við
heildarkólesterólgildið svo að unnt sé að
reikna út LDL-kólesteról (Friedewalds-jafna)
þá mætti halda að mæling á apo B gæfi ekki
miklar viðbótarupplýsingar. Sumar rannsóknir
hafa gefið til kynna að apo B þéttni væri
sterkari áhættuþáttur en LDL-kólesteról (7-
9) en ferilrannsókn Hjartavemdar meðal karla
hefur ekki stutt þá kenningu (11). Mæling á
apo B gefur hins vegar upplýsingar um fjölda
LDL sameinda, sérstaklega þegar ekki er
unnt að beita Friedewald’s nálgunaraðferðinni
vegna hækkaðra þríglýseríða (yhr 400 mg/dl
eða 4,5 mmól/1). Slíkar upplýsingar gætu verið
gagnlegar til ákvörðunar á lyfjameðferð, til
dæmis með HMG-CoA blokkurum.
Áberandi er hvemig gildi á heildarkólesteróli,
þríglýseríðum, LDL-kólesteróli og apo B
(%)
25 t
20
15
10
5 -■
0 10
ku
A°Fm°#i i i i‘i°i MMl i i r LP (a) (mg/dl)
30
50
70
90
110
130 150 170
Mynd 3. Hlutfallsleg dreifing Lp (a) gilda i körlum og konum, (apo (a) gildum liefur verið umbreytt í Lp (a) gildi, sjá
aðferðir).