Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1992, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.05.1992, Blaðsíða 16
172 LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 172-9 Garðar Sigurðsson 1), Ásdís Baldursdóttir 1), Vilmundur Guðnason 2), Gunnar Sigurðsson 3) PÉTTNI FITUPRÓTÍNA í ÍSLENDINGUM ÁGRIP I mörg ár hafa mælingar á heildarkólesteróli, þríglýseríðum og kólesteróli í háþéttni íituprótíni (high density lipoprotein, HDL) verið notaðar til að meta áhættu á kransæðasjúkdómum. Apoprótín (apo) AI er eitt meginprótín HDL og apo B er meginprótín lágþéttni fituprótíns (low density lipoprotein, LDL). Fituprótín (a) (Lp(a)) samanstendur af apo (a) og LDL. í nokkrum rannsóknum virtist apo AI hafa sterkt forspárgildi um kransæðastíflu og apo B hafa svipað forspárgildi og heildarkólesteról og LDL-kólesteról. Há gildi af Lp (a) virðast tengd aukinni tíðni á kransæðastíflu. Við mældum apo AI, B og (a) í 317 Islendingum (151 karli og 166 konum) úr almennu þýði á aldursbilinu 15-79 ára, þar sem meðaldur kynja var svipaður. Að auki voru mæld gildi fyrir heildarkólesteról, þríglýseríð og HDL-kólesteról. LDL-kólesteról var reiknað út frá jöfnu Friedewalds. Meðalþéttni apo AI í körlum og konum var 144,9 (±20.6) og 161,7 (±23,5) mg/dl og var marktækur munur milli kynjanna (p<0,001). Meðalþéttni apo B var marktækt hærri í körlum, 120,1 (±25,8) á móti 111,6 (±28.6) mg/dl í konum (p<0,01). Apo B í báðum kynjum (r=0,45- 0,62, p<0,001), ásamt apo ÁI í konum (r=0,26, p<0,01) höfðu marktæka fylgni við aldur. Apo AI hafði sterka fylgni við HDL-kólesteról (r=0,85 og 0,86) (p<0,001), einnig var sterk fylgni milli apo B og LDL- kólesteróls (r=0,89 og 0,95). Lp (a) var ekki normaldreift og mældist meðalþéttni 24,7 (±31,1) mg/dl í körlum en 26,3 (±32.3) mg/dl í konum og var munurinn ekki marktækur. Þessar niðurstöður eru sambærilegar við þær sem hafa fengist í rannsóknum meðal annarra Evrópuþjóða. Frá 1) Rannsóknarstöö Hjartaverndar, 2) Charing Cross Sunley Research Centre, London, 3) lyflækningadeild Borgarspitalans, Reykjavík. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Gunnar Sigurðsson. INNGANGUR Rannsóknir Hjartavemdar á síðustu árum hafa gefið glöggar upplýsingar um blóðfitugildi (heildarkólesteról og þríglýseríð) miðaldra Islendinga og tengda áhættu á kransæðasjúkdómi(l-6). Hins vegar hafa litlar upplýsingar verið til um þéttni apoprótína (prótínhluta fituprótína) en bæði ferilrannsóknir og samanburðarrannsóknir hafa bent til að þéttni apoprótína segi fyrir um áhættu á kransæðasjúkdómi umfram það sem þéttni blóðfitunnar sjálfrar segir (7-11). Til að fá fyllri upplýsingar um þéttni apoprótína í samanburði við blóðfitur (kólesteról og þríglýseríða) höfum við mælt þéttni eftirtalinna apoprótína í blóði 317 karla og kvenna á aldrinum 15-79 ára. 1) Apoprótín B (apo B); prótínhlutinn í lágþéttni fituprótíni (LDL). Gegnir hlutverki flutningsprótíns fyrir kólesteról í blóði og verkar sem bindill við LDL-viðtakann og stuðlar þannig að upptöku kólesteróls í frumum líkamans. Meir en 90% af heildarþéttni apo B er í LDL, hinn hlutinn er í VLDL (very low density lipoprotein) (12). Apo B er framleitt í lifur og er eitt stærsta prótín sermis, með sameindarþyngd 513 kD (13). Há þéttni af apo B í sermi hefur tengst aukinni áhættu á kransæðastíflu (7-11). 2) Apoprótín AI (apo AI); meginprótín háþéttni fituprótíns (HDL). HDL er talið flytja kólesteról frá vefjum til lifrar (»reverse cholesterol transport«). I þeim flutningi gegnir apo AI sennilega meginhlutverki. Þekkt er að apo AI verkar sem hvati fyrir ensímið LCAT (lecithin cholesterolacyl transferase) (14) og einnig virðist apo AI bindast við hugsanlegan HDL-viðtaka á himnu frumna (15,16). Þetta tvennt er talið auka útflæði kólesteróls úr frumum (17). Apo A1 er framleitt í lifur og smáþörmum og hefur sameindarþyngd 28,1 kD. Lág þéttni af apo AI í senni hefur tengst aukinni áhættu á kransæðastíflu (8-11).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.