Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1992, Síða 25

Læknablaðið - 15.05.1992, Síða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 181-5 181 Jóhannes Björnsson, Jón Gunnlaugur Jónasson, Gunnlaugur P. Nielsen ÁREIÐANLEIKI DÁNARVOTTORÐA ÁGRIP Dánarvottorð veita mikilvægar upplýsingar um heilbrigði hvers þjóðfélags og byggja ákvarðanir um ráðstöfun opinberra fjármuna meðal annars á upplýsingum af dánarvottorðum. Krufning (líkrannsókn) er enn í fullu gildi til ákvörðunar sjúkdómsgreiningu og aðdraganda dauða og mætti ætla, að dánarvottorð krufinna væru áreiðanlegri en hinna er eigi voru krufðir. Bomar vom saman krufninganiðurstöður og færslur á dánarvottorð 589 látinna fyrir tvö ár með tíu ára millibili, 1976 (250 skýrslur) og 1986 (339 skýrslur). Misræmi fannst í 49% (1976) og 48% (1986) tilvika. Hvað varðar beina dánarorsök var misræmi í 24% (1976) og 26% (1986) skýrslna og hvað varðar alvarlega sjúkdóma aðra en beina dánarorsök var misræmi í 32% (1976) og 34% (1986). Misræmi var kannað eftir því hvort dánarvottorð var ritað á undan (38 skýrslur) eða sama dag (eða síðar) (551 skýrslna) og frumgreining krafningar. Ekki dró úr misræmi nema hvað varðaði aðra sjúkdóma en beina dánarorsök, þar féll misræmi úr 45% í 33%. Samkvæmt þessari athugun virðast dánarvottorð: 1. Oáreiðanleg heimild um dánarorsakir og aðra alvarlega sjúkdóma. 2. Ekki aukast að marktæki þótt vottorðsritari hafi handbærar niðurstöður krufningar. 3. Ekki aukast að marktæki frá 1976-1986 þrátt fyrir framfarir í rannsóknaraðferðum á sjúkrahúsum. INNGANGUR Upplýsingar um heilbrigðisástand þjóða fást meðal annars við athugun dánarvottorða. Heimildir um heilsufar, og ekki síst um vægisbreytingar á tíðni sjúkdóma í tímans rás, eru helst sóttar í dánarvottorð (1, 2). Frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræöi. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Jóhannes Björnsson. Ákvarðanir um ráðstöfun fjármagns, einkum þær sem horfa til langtíma þróunar, byggja að veralegu leyti á þeim upplýsingum sem dánarvottorð veita. Því er augljóst, að nákvæm ritun dánarvottorðs og áreiðanleiki þeirra upplýsinga sem það geymir eru mikilvæg forsenda verkefnaröðunar og skynsamlegrar dreifingar fjár til heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma. Þótt til séu nokkrar erlendar rannsóknir, byggðar á niðurstöðum krafninga, á marktæki dánarvottorða, þá liggja sams konar upplýsingar ekki fyrir hér á landi. Líkrannsókn, þótt ýmsum takmörkunum sé háð, telst enn sú rannsóknaraðferð sem næst kemst nákvæmri heildargreiningu lokasjúkdóma og dánarmeins (3, 4). Læknar eru flestir sammála um mikilvægi krufninga til viðhalds viðunandi gæðum í greiningu og læknismeðferð (5, 6). Tilgangur þessarar rannsóknar er þríþættur: 1. Að bera saman annars vegar færslur á dánarvottorð og hins vegar niðurstöður líkrannsókna; 2. að kanna hvort breytingar verða á misræmi milli þessara skjala við það, að útfyllandi dánarvottorðs hefur handbærar niðurstöður líkrannsóknar; 3. að athuga hvort breytingar hafi orðið á misræmi á tilteknu árabili, þ.e. milli áranna 1976 og 1986, þegar framþróun varð í rannsóknaraðferðum á íslenskum sjúkrahúsum, meðal annars með tilkomu tölvusneiðmyndunar og ómskoðunar. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin tekur til allra sjúklinga er létust á Borgarspítala, Landakoti og Landspítala árin 1976 og 1986 og krufðir voru á ábyrgð sérfræðinga Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði (R.H.). Hluta þessa efniviðar hafa verið gerð skil annars staðar (7). Undanskilin voru réttarmál, andvana fæðingar og böm látin einum mánuði eða skemur eftir fæðingu. Eftirtalin gögn voru könnuð: 1. Ljósrit dánarvottorðs, fengið á Hagstofu

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.