Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 12
274 LÆKNABLAÐIÐ apo-B lípóprótína (mælikvarði á lágþéttni- fitu-prótín-kólesteról (LDL)). Eftir að hafa velt fyrir sér sambærilegum atriðum árum saman, hafa forsvarsmenn Framingham- rannsóknarinnar nýlega komist að þeirri niðurstöðu að þríglýseríðar hafi sjálfstætt vægi sem áhættuþáttur kransæðasjúkdóms (23). Keykingar: A Islandi eru reykingar mjög veigamikill áhættuþáttur kransæðadauða hjá báðum kynjum. Samband er milli skammts og áhrifa þannig að því meira sem reykt er, þeim mun meiri verða áhrif á dánarlíkur. Tvennt vekur sérstaka athygli þegar gögnin um reykingar eru skoðuð. I fyrsta lagi hve gífurlega sterkur áhættuþáttur miklar reykingar (>25 sígarettur á dag) eru meðal kvenna. Meira en sjöföld áhættuaukning stórreykingakvenna, miðað við þær sem aldrei hafa reykt, þýðir nánast, að stórreykingakonur einoka kransæðasjúkdóm sem dánarorsök í þeim aldursflokki sem hér er til umfjöllunar. Hitt atriðið sem athygli vekur eru áhrif vindla- og pípureykinga á afdrif karla. í erlendum rannsóknum hefur þessu atriði ekki verið gerð nein veruleg skil (5), en meðal íslenskra karla hefur það litlu minni áhrif á dánarlíkur úr kransæðasjúkdómi að reykja pípu eða vindla heldur en einn pakka af sígarettum á dag. Þessu er öfugt farið þegar litið er á dánarlíkur úr krabbameini. Þar vega sígarettureykingar mun þyngra en pípu- eða vindlareykingar. Loks skal á það bent að fyrri saga um reykingar nær tæpast máli sem tölfræðilega marktækur áhættuþáttur kransæðadauða. I þessum hópi fólks er mjög fjölbreytileg neysla og sumir hafa ef til vill verið nýhættir að reykja þegar þeir komu fyrst til Hjartavemdar. í heildina er áhættuaukning þessa hóps samt lítil, og er það í samræmi við erlendar rannsóknir (5,25) sem benda til þess að hætta á kransæðaáföllum lækki hratt eftir að fólk hættir að reykja. Ef til vill er það vegna þess að mikilvægustu áhrif reykinganna eru að stuðla að stíflumyndun fremur en æðakölkun, og þau áhrif dvína fljótt eftir að reykingunum er hætt. Háþrýstingur: Eins og fram hefur komið í ýmsum erlendum rannsóknum (26,27) vó blóðþrýstingur í slagbili þyngra sem áhættuþáttur kransæðadauðsfalla í þessari rannsókn heldur en blóðþrýstingur í hlébili, þótt báðar mælingar hafi haft forspárgildi og náin fylgni hafi verið á milli þeirra innbyrðis. Þetta fyrirbæri liefur verið mönnum nokkur ráðgáta þar eð nánast allar rannsóknir sem sýnt hafa mikilvægi þess að meðhöndla svæsinn og meðalsvæsinn háþrýsting hafa snúist um hlébilsþrýstinginn. Sú tilgáta hefur verið sett fram að hár hlébilsþrýstingur valdi einkum tjóni á smærri æðum og stuðli því fyrst og fremst að nýmaskemmdum og heilablóðföllum en hár slagbilsþrýstingur kyndi undir skemmdum á stærri slagæðum og flýti þannig æðakölkun (28). Athygli vekur að taka háþrýstingslyfja reyndist sjálfstæður áhættuþáttur kransæðadauða. Engin ástæða er til að ætla að lyfin sjálf séu þar sökudólgur heldur séu þau vísbending um að viðkomandi einstaklingar hafi sjúkdóminn háþrýsting. Enn fremur að meðferðin hafi ekki nægt til að upphefja áhættuna sem háþrýstingnum fylgir, að minnsta kosti hvað snertir kransæðadauðsföll. Þetta er í samræmi við fjölmargar aðrar rannsóknir, bæði faraldsfræðilegar sent og rannsóknir á árangri meðferðar við háþrýstingi (28,29). Enn sem komið er virðist árangur meðferðarinnar einkum skila sér í lækkaðri tíðni heilablóðfalla, nýmabilunar og hjartabilunar af völdum háþrýstings. Ekki er ljóst hverju þessi vonbrigði með kransæðasjúkdóminn sæta. Bent hefur verið á óhagstæð áhrif hinna algengustu blóðþrýstingslækkandi lyfja á blóðfitur og á kalíum í blóði og að meðferðin beinist ekki að þeirri tegund blóðþrýstingshækkunar, slagbilshækkuninni, sem mestum skaða valdi í kransæðakerfinu, samanber það sem að framan er sagt (28). Hér eru greinilega ekki öll kurl komin til grafar og frekari rannsókna er þörf. Samspil áhœttuþátta: Eins mikilvægt og það er að greina og skilgreina sjálfstæða áhættuþætti kransæðasjúkdóms, er ekki síður mikilvægt að kanna hvemig áhættuþættir vinna saman. Mynd 5 sýnir glöggt samverkun reykinga og kólesteróls. Þeir sem bæði reykja og eru í hæsta kólesterólflokknum búa við langmesta áhættu. Reykingamar skipta miklu minna máli meðal þeirra sem hafa lágt kólesteról en hátt. A sama hátt eru áhrif kólesteróls miklu meiri meðal reykingamanna en þeirra sem aldrei hafa reykt. Svipaðar niðurstöður hafa fengist úr fjölmörgum erlendum rannsóknum og nægir að vísa til Framingham (12) og Multiple Risk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.