Læknablaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 52
310
LÆKNABLAÐIÐ
I töflu II sést að fáir töldu að starfsfólk
reykti inni á sjúkradeildum eða 4-11% eftir
reykingavenjum.
I töflu III sést að margir aðspurðra vitna
um aðstöðu fyrir sjúklinga til að reykja í
reykherbergi eða 33-37% meðal þeirra sem
reyktu ekki en 14-30% meðal reykingamanna.
I töflu IV kemur fram að ef þátttakendur
reyktu ekki sjálfir töldu 23-24% að sjúklingar
reyktu utan við deildir. Ef þátttakendur reyktu
var talan 36-37%. Fleiri töldu þó að ekki væri
reykt utan við deildirnar.
I töflu V kemur fram að starfsfólk er talið
reykja utan við deildir af aðeins 9-13%
þátttakenda sem ekki reyktu en af 6-23% af
þeim sem reyktu.
Samkvæmt gögnunum í töflu VI valdi
meirihlutinn, óháð reykingavenjum, að
mæla með því að komið væri upp aðstöðu
fyrir sjúklinga til reykinga. Sjúklingar
með sambærilegar reykingavenjur voru
áhugasamari en hjúkrunarfræðingar um að
framfylgja reykingabanni strangar.
I töflu VII kemur fram að rneðal
þeirra sjúklinga sem reyktu ekki var
stuðningur við bannið 78%, en 83% meðal
deildarhjúkrunarfræðinga sem reyktu ekki.
Stuðningur við bann meðal reykjandi sjúklinga
og reykjandi deildarhjúkrunarfræðinga var
63% og 59%.
Tafla VIII sýnir reykingavenjur hjá sjúklingum
og stjórnendum og til samanburðar hjá
Islendingum á aldrinum 15-79 ára (3). Litið
var sérstaklega á reykingavenjur kvenna
á aldrinum 25-64 ára til að fá samanburð
við hjúkrunarfræðinga og reyndust tölurnar
41,5%; 23,9%; 3,8% og 30,9%. (í sömu
röð og í töflunni. Gögn Hagvangs fyrir
Tóbaksvarnanefnd, 1990).
I töflu IX kemur fram að meðal þeirra sem
ekki reyktu töldu 71% sjúklinga og 87%
deildarhjúkrunarfræðinga að bannið hefði
verið til bóta. Sambærilegar tölur meðal þeirra
sem reyktu (reykbann til bóta) voru 44% hjá
sjúklingum en 50% hjá hjúkrunarfræðingum.
UMRÆÐA
Fram kom eindreginn stuðningur sjúklinga við
reykingabann, bæði þeirra sem ekki reyktu og
sjúklinga sem reyktu (tafla VII). Þetta var
Tafla I. Reykja sjúklingar inni á sjúkradeild?
Reykja ekki Reykja
Sjúk- Hjúkrunar- Sjúk- Hjúkrunar-
lingar fræðingar lingar fræðingar
<%) <%) <%) (%>
Já (u) (17) (26) (41)
Nei (77) (83) (65) (59)
Veit ekki (12) (0) 0) (0)
Tafla 11. Reykir starfsfólk inni á deild?
Reykja ekki Reykja
Sjúk- Hjúkrunar- Sjúk- Hjúkrunar-
lingar fræðingar lingar fræðingar
(%> (%) (%) <%)
Já (4) (7) (n) (5)
Nei (81) (93) (71) (95)
Veit ekki (15) (0) (18) (0)
Tafla III. Eiga sjúklingar kost á að reykja á reykherbergi?
Reykja ekki Reykja
Sjúk- Hjúkrunar- Sjúk- Hjúkrunar-
lingar fræðingar lingar fræðingar
(%> (%) (%) (%>
Já (37) (33) (30) (14)
Nei (32) (67) (64) (86)
Veit ekki (31) (0) (6) (0)
Tafla IV. Reykja sjúklingar utan við deild en inni á
spítalanum á almenningi?
Reykja ekki Reykja
Sjúk- Hjúkrunar- Sjúk- Hjúkrunar-
lingar fræöingar lingar fræðingar
(%> <%) (%) (%>
Já (24) (23) (37) (36)
Nei (45) (73) (47) (64)
Veit ekki (32) (2) (17) (0)
Tafla V. Reykir staifsfólk utan við deild en inni á
spítaianum á almenningi?
Reykja ekki Reykja
Sjúk- Hjúkrunar- Sjúk- Hjúkrunar-
lingar fræðingar lingar fræðingar
<%) (%> (%> <%)
Já (9) (13) (6) (23)
Nei (54) (83) (68) (73)
Veit ekki (37) (3) (26) (4)